• Range Rover

  Range Rover

  Yfirburða þægindi og eiginleikar

 • Range Rover Sport

  Range Rover Sport

  Sá öflugasti og skemmtilegasti frá Land Rover

 • Range Rover Velar

  Range Rover Velar

  OKKAR FÁGAÐASTI OG AFKASTAMESTI JEPPI Í MILLISTÆRÐ

 • Range Rover Evoque

  Range Rover Evoque

  Einstakur og sannur Range Rover í þæglegri stærð

 • NÝR DISCOVERY

  NÝR DISCOVERY

  Fjölhæfasti jeppinn

 • Nýr Discovery Sport

  Nýr Discovery Sport

  Ævintýragjarn og fjölhæfur sportjeppi

Hönnun

Sveigjanleiki

Tækni

 • Vélar
  Vélar

  Land Rover vinnur að stöðugri þróun nýrrar vélartækni til að bæta sparneytni og draga úr útblæstri án þess að það komi niður á vélarafli. Þar má nefna sjálfvirkt Stop/Start-kerfi sem stöðvar vélina þegar hennar er ekki þörf, hybrid-vélar sem skila 700 Nm togi og nýjar léttar gírskiptingar í alla línuna.

 • GÓÐUR Í TORFÆRUM
  GÓÐUR Í TORFÆRUM

  Land Rover-bílar eru hlaðnir tækni sem gerir þér kleift að takast á við hinar mestu torfærur. Land Rover-bílar eru enn leiðandi þegar kemur að akstursgetu, hvort sem minnst er á upprunalegt Terrain Response sem stillir aksturinn eftir undirlaginu til hallastýringar sem kemur þér örugglega niður brattar brekkur.

 • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
  AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

  Á veginum nýturðu fágaðs og afslappaðs aksturs með tækni Land Rover á borð við sjálfvirkan hraðastilli sem býður upp á minna álag á lengri ferðum, Adaptive Dynamics-fjöðrun sem skilar besta mögulega jafnvægi á milli aksturs og stýris og togstýringu sem auðveldar beygjur.

 • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
  AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

  Aðstoðarkerfi fyrir ökumann gera þér kleift að einbeita þér að akstrinum, hvort sem um ræðir bílastæðaskynjara sem vara við aðvífandi ökutækjum beggja vegna, bílastæðaskynjara sem auðvelda þér að leggja bílnum og viðvaranir um hámarkshraða sem bjóða upp á betra viðbragð við hraðatakmörkunum.

 • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  Fyrsta flokks miðstöðvar- og kælikerfi tryggja öllum farþegum þægindi, óháð veðri, og fjölbreytt bendistjórnun og lyklalaus tækni tryggja að þér líður vel í Land Rover-bíl.

 • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
  UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

  Upplýsinga- og afþreyingarkerfi Land Rover býður upp á fyrsta flokks upplýsingar og afþreyingu alls staðar í bílnum og í snjallsímanum. InControl Connect-forrit tengja þig á öruggan máta við bílinn, mismunandi snertiskjáir bjóða upp á fjölbreytta skemmtun og gagnlega eiginleika og Meridian™-hljóðkerfi skila tónleikahljómgæðum.

Þægindi og búnaður

Akstursgeta

Þaulprófaður

 • TITRINGSVAKAR
  TITRINGSVAKAR

  Í „hlutlausu hljóði“ bergmálslausa klefans er ýmis konar tíðni og titringi beitt á farþegarýmið til að tryggja viðeigandi hljóðstig í Discovery Sport á öllum hraða og hvers kyns undirlagi.

 • 20 HNÚTA VINDHRAÐI
  20 HNÚTA VINDHRAÐI

  Í veðurklefunum okkar getum við endurskapað verstu vindaðstæður sem Discovery Sport kemur til með að takast á við. Þá erum við ekki bara að tala um hríðarbylji upp á 240 km/klst. heldur líka háan hita og logn. Aðeins með því að reyna öll kerfi til hins ýtrasta er hægt að tryggja áreiðanleika.

 • MIKILL KULDI
  MIKILL KULDI

  Við frystum bílana okkar við -40 °C og steikjum þá við 50 °C, bæði úti undir beru lofti og inni í veðurklefunum okkar. Að því loknu er vandlega farið yfir eiginleika og kerfi til að tryggja að þau uppfylli strangar kröfur okkar. Þetta er gert til að tryggja þægindi og hugarró, líka á allra afskekktustu stöðunum.

 • Í TORFÆRUM
  Í TORFÆRUM

  Við göngum úr skugga um að margrómaðir utanvegaeiginleikar bílanna okkar haldist í hverjum einasta bíl, hvort sem er við prófanir á ís í Arjeplog í Svíþjóð eða í eyðimerkursöndum Dubai. Frumgerðir eru þaulprófaðar á um það bil 8500 km torfærum leiðum.

Afköst

Sjálfbærni