• Range Rover

  Range Rover

  Yfirburða þægindi og eiginleikar

 • Range Rover Sport

  Range Rover Sport

  Sá öflugasti og skemmtilegasti frá Land Rover

 • Range Rover Velar

  Range Rover Velar

  OKKAR FÁGAÐASTI OG AFKASTAMESTI JEPPI Í MILLISTÆRÐ

 • Range Rover Evoque

  Range Rover Evoque

  Einstakur og sannur Range Rover í þæglegri stærð

 • NÝR DISCOVERY

  NÝR DISCOVERY

  Fjölhæfasti jeppinn

 • Nýr Discovery Sport

  Nýr Discovery Sport

  Ævintýragjarn og fjölhæfur sportjeppi

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi

 • HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™
  HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™

  Vörurnar frá Meridian skila allra besta hljóði sem völ er á og líkt og Land Rover er upplifunin áreynslulaus og persónuleg. Meridian er breskt fyrirtæki sem hefur á að skipa verkfræðingum og hönnuðum sem hafa varið mörgum árum í rannsóknir á hljóðskynjun til að þú getir notið tónlistar í sinni tærustu mynd.

 • INCONTROL TOUCH PRO
  INCONTROL TOUCH PRO

  InControl Touch Pro heldur utan um stafrænar tengingar og heldur þér í hnökralausu sambandi við bílinn þegar þú ert ekki í honum. Ofan á þetta færir kerfið þér heilan heim afþreyingar í gegnum 10" snertiskjáinn.

 • INCONTROL CONNECT PRO
  INCONTROL CONNECT PRO

  Þú átt þess kost að bæta við viðbótarþjónustu, tækni og forritum þessa kerfis til að fá enn betri tengimöguleika og þægindi.

 • INCONTROL PROTECT
  INCONTROL PROTECT

  Þessi búnaður felur í sér neyðarsímtalseiginleika, sérsniðinn Land Rover-aðstoðareiginleika og snjallsímaforritið Remote Essentials.

 • INCONTROL PRO-ÞJÓNUSTA
  INCONTROL PRO-ÞJÓNUSTA

  Þú átt þess kost að bæta við þjónustu, tækni og forritum InControl Connect Pro til að njóta bestu mögulegu tengigetu og hámarksþæginda. InControl Pro-þjónusta inniheldur heitan Wi-Fi-reit, forritið Route Planner, Live Services, Commute-stillingu, Arrival-stillingu og Arrival-stillingu til að leggja í stæði.

 • SPOTIFY FYRIR INCONTROL APPS
  SPOTIFY FYRIR INCONTROL APPS

  Með ítarlegu tengipökkunum InControl Connect og Connect Pro fylgir forritið Spotify fyrir InControl Apps sem býður upp á safn meira en 30 milljóna laga, hvar sem er, hvenær sem er. Forritið er samvinnuverkefni Land Rover og Spotify og var sérstaklega hannað fyrir snertiskjá Range Rover til að gera það jafneinfalt og skemmtilegt í notkun og snjallsímaforrit Spotify. Hægt er að leita að og fletta í gegnum lög, útvarpsstöðvar og meðmæli, búa til spilunarlista og njóta ótakmarkaðs aðgangs að lögum án tengingar.

Nýjungar

 • NÝJUNGAR
  NÝJUNGAR

  Við einsetjum okkur að framleiða vélar sem skila mestu afkastagetu, skilvirkni og sjálfbærni sem völ er á, allt frá TDV6-vélinni okkar til V8-vélarinnar með forþjöppu. Þess vegna notum við allt það nýjasta á sviði hönnunar, verkfræði og tækni.

 • YFIRBYGGING ÚR ÁLI
  YFIRBYGGING ÚR ÁLI

  Range Rover er fyrsti jeppi heims með háþróaðri yfirbyggingu úr gegnheilu áli sem gerir hann léttari, sparneytnari og sjálfbærari. Hann er ekki aðeins sá léttasti í flokki sambærilegra bíla heldur er álbyggingin jafnframt ótrúlega sterk.

Afköst

 • ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
  ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

  Með Adaptive Dynamics-fjöðrun líða vegalengdirnar ljúflega hjá. Kerfið greinir hreyfingar bílsins allt að 500 sinnum á sekúndu og nær því að bregðast nánast samstundis við hreyfingum ökumanns eða breytingum á veginum, færa þér enn meiri stjórn, lágmarka hreyfingar bílsins og tryggja mjúkan og yfirvegaðan akstur.

  BÓKA REYNSLUAKSTUR
 • DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI
  DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI

  Dynamic Response-veltingskerfi býður upp á enn betri stjórn bílsins og eykur þægindi með því að draga úr halla yfirbyggingar í beygjum. Nýjasta tveggja rása kerfið getur stjórnað fram- og afturöxlunum sjálfstætt sem býður upp á stillingu fyrir aukna lipurð á lágum hraða, aukinn stöðugleika á miklum hraða og betri svörun í stýringu. Þessi eiginleiki eykur einnig afköst í torfærum.

  BÓKA REYNSLUAKSTUR
 • V8-BENSÍNVÉL
  V8-BENSÍNVÉL

  V8-vélin er nett og létt, smíðuð úr gegnheilu áli, með minnsta innri núningi í flokki sambærilegra bíla. Vélin var fínstillt með fyrsta flokks Bosch-stjórnunarkerfi fyrir vélar. Hún er með beinni háþrýstiinnspýtingu með miðlægu, margra gata innspýtingarkerfi sem er leiðandi á markaðnum.

  BÓKA REYNSLUAKSTUR
 • ÁTTA GÍRA SJÁLFSKIPTING
  ÁTTA GÍRA SJÁLFSKIPTING

  Allar bensín- og dísilvélar eru með rafstýrðu ZF átta gíra sjálfskiptingunni, sem verkfræðingar Land Rover stilltu með það að markmiði að sameina silkimjúka skiptingu og hraða svörun. Gírskiptihlutföllin átta eru þétt saman svo þú finnur varla fyrir skiptingunni, þar sem hver skipting tekur aðeins 200 millisekúndur.

  BÓKA REYNSLUAKSTUR

Akstursgeta

 • TORFÆRUHRAÐASTILLIR
  TORFÆRUHRAÐASTILLIR

  Torfæruhraðastillirinn er fyrsta flokks kerfi sem gerir ökumönnum kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður. Stillirinn, sem virkar eins og hraðastillir, heldur bílnum á mjög lágum hraða, 2-30 km/klst., sem gerir ökumanninum kleift að einbeita sér að því að stýra bílnum og finna leið í gegnum hindranir.

 • GRIPSTJÓRNUN
  GRIPSTJÓRNUN

  Range Rover er búinn gripstjórnunareiginleika sem gerir bílnum kleift að taka mjúklega og auðveldlega af stað, jafnvel á hálu undirlagi eins og ís, snjó eða blautu grasi.

 • GRC-HEMLASTJÓRNUN
  GRC-HEMLASTJÓRNUN

  GRC-hemlastjórnuninni er ætlað að koma í veg fyrir að bíllinn renni af stað í miklum halla þegar ökumaðurinn stígur óvart af hemlafótstiginu.

 • TERRAIN RESPONSE
  TERRAIN RESPONSE

  Yfirbyggingin er úr gegnheilu áli og hreinræktuð Land Rover-akstursgeta er lykilþáttur sem skilar sér í ótrúlegum aksturseiginleikum bílsins í torfærum. Einstakt Terrain Response 2-kerfið okkar er hannað til að fylgjast með akstursskilyrðum og bæta aksturseiginleika og spyrnu sjálfkrafa með því að laga viðbragð bílvélarinnar, gírkassans, millimismunadrifsins og undirvagnsins að þörfum landslagsins.

 • HALLASTÝRING
  HALLASTÝRING

  Til viðbótar við Terrain Response-kerfið býr Range Rover einnig að einstöku safni torfærutæknibúnaðar sem hámarkar afkastagetu og öryggi, en þar má meðal annars nefna hallastýringu (HDC). Hallastýring auðveldar öruggan akstur niður erfiðan halla með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlum sjálfstætt á hvert hjól.

 • VAÐSKYNJARAR
  VAÐSKYNJARAR

  Vaðskynjarar eru aukabúnaður sem aðstoðar ökumanninn við að aka yfir ár, vöð og vegi sem flætt hefur yfir með því að nota skynjara í hliðarspeglunum og vara ökumanninn við ef vatnið er of djúpt. Þessi búnaður býður upp á myndrænar rauntímaupplýsingar um vaðið á snertiskjánum, þ. á m. dýpt vatnsins í hlutfalli við bílinn og hversu djúpt bíllinn getur farið.

Aðstoð fyrir ökumann

 • AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI
  AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI

  Akreinastýringin greinir þegar bílinn reikar yfir á næstu akrein og beinir þér mjúklega til baka. Ökumannsskynjari greinir þegar þig fer að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.

 • SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU
  SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU

  Þegar þú ekur á hraðbrautinni eða í þungri og hægri umferð heldur kerfið, sem er búið hugvitsamlegri neyðarhemlun, öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan, ef ske kynni að hann hægi á sér eða stöðvi. Þegar bíllinn fyrir framan eykur hraðann á ný gerir Range Rover það líka.

 • SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
  SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

  Ef yfirvofandi árekstur greinist birtir þetta kerfi ákeyrsluviðvörun sem gefur þér tíma til að bregðast við. Ef árekstur er enn yfirvofandi og þú hefur ekkert aðhafst hemlar kerfið bílinn niður til að draga úr högginu.

 • BLINDSVÆÐISSKYNJARI MEÐ BAKKSKYNJARA
  BLINDSVÆÐISSKYNJARI MEÐ BAKKSKYNJARA

  Blindsvæðisskynjarinn lætur þig vita af bílum á blindsvæðum eða sem nálgast þau hratt með litlu viðvörunarljósi í viðkomandi hliðarspegli. Bakkskynjarinn varar við mögulegri hættu beggja vegna bílsins með bæði hljóðmerkjum og sjónrænum merkjum svo að þú vitir hvað er fyrir aftan þig, jafnvel þótt eitthvað byrgi þér sýn.

 • BÍLASTÆÐASKYNJARAR
  BÍLASTÆÐASKYNJARAR

  Bílastæðaskynjarinn auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Bílastæðaskynjarinn hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndskýringar og tilkynningar leiðbeina í gegnum þessar aðgerðir.

 • 360° MYNDAVÉLARKERFI
  360° MYNDAVÉLARKERFI

  Kerfið býður upp á 360° útsýni í kringum bílinn á snertiskjánum sem hjálpar til við ýmsar athafnir, svo sem að leggja við gangstéttarbrún eða aka inn og út úr þröngum stæðum.

Þægindi og búnaður

 • HITI OG LOFTRÆSTING Í FRAM- OG AFTURSÆTUM
  HITI OG LOFTRÆSTING Í FRAM- OG AFTURSÆTUM

  Allir farþegar bílsins geta notið hámarksþæginda á ferðalögum með hita og loftræstingu í fram- og aftursætum sem hjálpa til í miklum hita eða kulda. Þetta snjalla kerfi notast við kælingu þegar heitt er í veðri og yljar þér á köldum og hráslagalegum morgnum.

  SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
 • SJÓNLÍNUSKJÁR
  SJÓNLÍNUSKJÁR

  Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður sem varpar helstu upplýsingum um bílinn, t.d. ökuhraða, gírastöðu og akstursleiðsögn, á framrúðuna án þess að það trufli þig eða þú þurfir að líta af veginum. Háþróað og hugvitsamlegt leysigeislakerfið ræður betur við vandamál á borð við óskýra mynd - áhrif sem endurskin frá sólinni hefur á síðri kerfi með LED-ljósum. Ökumaður getur kveikt og slökkt á eiginleikanum að eigin óskum.

  SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
 • HITA- OG LOFTSTÝRING
  HITA- OG LOFTSTÝRING

  Til að tryggja að fullkomið hitastig haldist í innanrýminu, sama hvernig viðrar fyrir utan, er Range Rover búinn hita- og loftstýringarkerfi sem byggt er á leiðandi tækni í flokki sambærilegra bíla. Kerfið hefur gengið í gegnum ótrúlega stranga þróunaráætlun þar sem það var prófað við raunverulegar aðstæður við hitastig á bilinu -40 til 50 °C.

  SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
 • DEMPUÐ LOKUN HURÐA
  DEMPUÐ LOKUN HURÐA

  Byrjaðu og endaðu ferðina hljóðlega með því að velja dempaða lokun hurða. Með þessu er hægt að stjórna lokuninni síðustu 6 millimetrana að dyrastafnum.

  SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL