Upplýsinga- og afþreyingarmiðlun

  • INCONTROL TOUCH
   INCONTROL TOUCH

   InControl Touch býður upp á mikið úrval upplýsinga og afþreyingar í S og SE-útfærslunum. Notendavæn InControl-tæknin kemur þér á leiðarenda, streymir uppáhaldstónlistinni þinni, auk þess að geta rakið slóða stolins bíls, léttir af þér byrðinni til þess að þú getir notið lífsins til fulls.

  • INCONTROL TOUCH PRO
   INCONTROL TOUCH PRO

   Nýjasta kynslóð vél- og hugbúnaðar í InControl Touch Pro býður upp á fyrsta flokks tengimöguleika og afþreyingu í nýja Discovery-jeppanum. Innbyggður 10” HD-snertiskjár í HSE og HSE Luxury-útfærslunum býður upp á hraða, snurðulausa og beina tengigetu og mikið úrval upplýsinga. Touch Pro skilar ríkulegri sjón- og hljóðrænni upplifun fyrir ökumanninn og farþega og 10GB minni fylgir til að geyma HD-kvikmyndir eða um 2000 lög ásamt USB- og hleðslutengjum.

   Horfðu á myndskeiðið
  • INCONTROL CONNECT PRO
   INCONTROL CONNECT PRO

   Þegar þú velur InControl Touch Pro getur þú bætt við þjónustu, tækni og forritum InControl Connect Pro til að þú og farþegar þínir njótið bestu mögulegu tengigetu og hámarksþæginda. Innifaldir eiginleikar eru InControl-forrit, Remote Premium- og Pro-þjónusta, þ.m.t. heitur Wi-Fi-reitur.

  • INCONTROL PRO-ÞJÓNUSTA
   INCONTROL PRO-ÞJÓNUSTA

   Pro-þjónusta, sem hluti af InControl Connect Pro, inniheldur heitan Wi-Fi-reit og fjölda tengdra leiðsagnaeiginleika, þ.m.t. upplýsingar um umferð í rauntíma, framboð bílastæða ásamt verði (þar sem það er í boði) og götumyndir. Með snjallsímaforritinu InControl Route Planner getur þú sent áfangastaði beint úr símanum í bílinn og einnig fengið leiðbeiningar að áfangastað fótgangandi eða með almenningssamgöngum þegar bílnum hefur verið lagt.

  • INCONTROL PROTECT
   INCONTROL PROTECT

   InControl Protect tilkynnir neyðarþjónustu sjálfkrafa ef þú lendir í slysi, auk þess sem þú getur hringt með því að ýta á viðeigandi hnapp í bílnum. Ef þig vantar tækniaðstoð getur þú kallað á starfsmann hjá þjónustuveri Land Rover (Land Rover Optimised Assistance). Með forritinu Remote Essentials geturðu skoðað stöðu bílsins og skráð ferðalagið til að einfalda ferðakostnað.

  • HLJÓÐ
   HLJÓÐ

   Hægt er að velja úr fjórum hljóðkerfum. Land Rover-kerfið inniheldur sex hátalara en endurbætta útgáfan tíu. Í samvinnu við Meridian™ höfum við þróað tvö endurbætt kerfi fyrir nýja Discovery-jeppann. 380W útgáfan hefur tíu hátalara og 825W surround-hljóðkerfið hefur sextán hátalara og einn bassahátalara.

  Nýjungar

  • INGENIUM-VÉLAR
   INGENIUM-VÉLAR

   Ingenium-vélarnar okkar eru hannaðar fyrir hnökralaus afköst, fágun og skilvirkni. TD4 Ingenium-vélin skartar einni hverfilforþjöppu með breytilegu loftflæði og orkunýtnum, vatnskældum millikæli sem skilar betra  viðbragði vélarinnar. Afkastamikla SD4 240 PS Ingenium -vélin skilar fullkominni samsetningu af afköstum sem eru leiðandi í flokki sambærilegra bíla og yfirburðaraksturseiginleikum á litlum hraða.

  • ÁTTA GÍRA SJÁLFSKIPTING
   ÁTTA GÍRA SJÁLFSKIPTING

   Allar bensín- og dísilvélar í nýja Discovery-jeppanum koma með rafstýrðu ZF átta gíra sjálfskiptingunni, sem verkfræðingar Land Rover stilltu með það að markmiði að sameina snurðulausa skiptingu og hraða svörun. Gírskiptihlutföllin átta eru þétt saman svo þú finnur varla fyrir skiptingunni.

  Afköst

  • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
   AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

   Nýi Discovery-jeppinn er hannaður til að skila öruggri, þægilegri og skemmtilegri akstursupplifun svo vegalengdin líði ljúflega hjá. Aukið er við yfirburðaraksturseiginleika bílsins með rafdrifnu aflstýri og rafstýrt hemlakerfi heldur bílnum stöðugum þegar hemlað er í beygjum með því að stilla hemlaþrýstinginn sem ökumaðurinn myndar.

   Horfðu á myndskeiðið
  • DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
   DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

   DSC-stöðugleikastýringin greinir hreyfingar bílsins og grípur inn í ef kerfið metur sem svo að bíllinn svari ekki aðgerðum ökumannsins. Stýringin tryggir að nýi Discovery-jeppinn skilar jöfnum og öruggum akstri. Þú nýtur þess jafnt innan sem utan vega.

   Horfðu á myndskeiðið
  • LÉTT FJÖÐRUN
   LÉTT FJÖÐRUN

   Fjöðrunarkerfið, sem er aðallega úr léttum íhlutum úr áli, er fullkomlega sjálfstætt með víða, tveggja spyrnu fjöðrun að framan og háþróaða fjölarmafjöðrun að aftan.

  • SKILVIRK TÆKNI
   SKILVIRK TÆKNI

   Nýi Discovery-jeppinn er mun skilvirkari þökk sé nýjungum á borð snjalla stopp/start-tækni, tilkomu Ingenium-vélanna, notkun léttra efna og endurbættri straumlínulögun. Bílar með rafstýrða loftfjöðrun njóta góðs af aksturslækkunareiginleikanum þar sem ökutækið lækkar sig sjálfkrafa til að draga úr viðnámi á meiri hraða.

  Fjölhæfni

  • ATPC-HRAÐASTILLIR
   ATPC-HRAÐASTILLIR

   ATPC-hraðastillirinn er nýstárlegt, valkvætt kerfi sem gerir ökumönnum kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður. Stillirinn, sem virkar eins og hraðastillir, heldur bílnum á 2-30 km/klst. til að ökumaðurinn geti einbeitt sér að því að stýra bílnum og finna leið í gegnum hindranir.

  • VAÐSKYNJARAR
   VAÐSKYNJARAR

   Þar sem vaðdýpi nær upp að 900 mm, leiðandi í flokki sambærilegra bíla, getur uppsetning vaðskynjaraeiginleikans reynst ómetanleg. Skynjarar, sem aðeins eru í Land Rover-bílum, eru í hliðarspeglunum og veita ökumanninum myndrænar upplýsingar í rauntíma um vatnsdýpt í hlutfalli við bílinn ásamt hámarksvaðgetu á snertiskjánum.

  • TERRAIN RESPONSE 2
   TERRAIN RESPONSE 2

   Einstakt Terrain Response-kerfið okkar gerir ökumanninum kleift að laga bílvélina, gírkassann, mismunadrifið og undirvagninn að þörfum landslagsins með því að velja eina af auðgreinanlegum akstursstillingum. Terrain Response 2*-kerfið (aukabúnaður) bætir um betur því það fylgist með akstursskilyrðum og velur sjálfkrafa rétta akstursstillingu.

  • MILLIKASSI MEÐ TVEIMUR DRIFUM
   MILLIKASSI MEÐ TVEIMUR DRIFUM

   Kerfið býður upp á lægri gíra sem skila nákvæmum hraða og öruggri stjórn við krefjandi aðstæður. Kjarni tveggja drifa millikassans er rafstýrða mismunadrifið sem býður upp á 50:50 skiptingu togs á milli fram- og afturöxuls og getur læst öxlunum áður en bíllinn fer að skrika til.†

   Horfðu á myndskeiðið
  • RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN
   RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN

   Nýjasta fjögurra punkta rafstýrða loftfjöðrunin skilar frábærri lóðréttri hreyfigetu hjóla og stöðugleika fyrir öruggan akstur. Kerfið ræður við erfiðar aðstæður og heldur nýja Discovery-jeppanum stöðugum á hvers kyns yfirborði. Bíllinn stillir hæð sína snurðulaust þegar nauðsyn krefur og skilar aksturseiginleikum sem eiga sér enga líka.

  • DRÁTTUR
   DRÁTTUR

   Allt að 3500 kg†† dráttargeta nýja Discovery-jeppans þýðir að hann getur dregið talsvert meira en aðrir bílar. Meðal þess búnaðar sem er í boði er rafstýrt dráttarbeisli, krókur og aðstoð við hleðslu, auk mælikerfis fyrir framhluta sem setur ný viðmið fyrir dráttargetu.

   Horfðu á myndskeiðið

  Aðstoð fyrir ökumann

  • AKREINASKYNJARI MEÐ HVÍLDARVIÐVÖRUN
   AKREINASKYNJARI MEÐ HVÍLDARVIÐVÖRUN

   Akreinaskynjarinn greinir þegar bílinn reikar yfir á næstu akrein og beinir þér mjúklega til baka. Hvíldarviðvörunin greinir þegar þig fer að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.

   Horfðu á myndskeiðið
  • SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU
   SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU

   Þegar þú ekur á hraðbrautinni eða í þungri og hægri umferð hjálpar kerfið þér að halda öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan, ef ske kynni að hann hægi á sér eða stöðvi, án þess að nota fótstigin. Þegar bílinn fyrir framan eykur hraðann á ný fylgir nýi Discovery-jeppinn fast á eftir.

   Horfðu á myndskeiðið
  • SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
   SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

   Ef yfirvofandi árekstur greinist á hraðanum 5-80 km/klst. birtir sjálfvirka neyðarhemlunin ákeyrsluviðvörun sem gefur þér tíma til að bregðast við. Ef árekstur er enn yfirvofandi og þú hefur ekkert aðhafst hemlar kerfið bílinn niður til að draga úr högginu.

   Horfðu á myndskeiðið
  • SJÓNLÍNUSKJÁR
   SJÓNLÍNUSKJÁR

   Sjónlínuskjár* er aukabúnaður í SE, HSE og HSE Luxury sem varpar helstu upplýsingum um bílinn, eins og ökuhraða, gírastöðu og akstursleiðsögn (með InControl Touch eða InControl Touch Pro-leiðsögukerfinu) á framrúðuna án þess að það trufli þig eða þú þurfir að líta af veginum.  *Krefst framrúðu sem endurkastar innrauðum geislum

  • BAKKSKYNJARI – LAGT SAMSÍÐA, EKIÐ ÚR BÍLASTÆÐI OG LAGT HORNRÉTT
   BAKKSKYNJARI – LAGT SAMSÍÐA, EKIÐ ÚR BÍLASTÆÐI OG LAGT HORNRÉTT

   Þetta kerfi auðveldar þér að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Veldu viðeigandi gír og stjórnaðu hraða bílsins, hemlum og inngjöf. Bakkskynjarinn hjálpar þér einnig að aka úr stæðum með leiðsögn á skjá.

   Horfðu á myndskeiðið
  • 360° MYNDAVÉLARKERFI
   360° MYNDAVÉLARKERFI

   Kerfið býður upp á 360° útsýni í kringum bílinn á snertiskjánum sem hjálpar til við ýmsar athafnir svo sem að leggja við gangstéttarbrún eða aka inn og út úr þröngum stæðum. Það verður mun auðveldara að eiga við jafnvel erfiðustu bílastæði og skilyrði.

   Horfðu á myndskeiðið

  Þægindi og búnaður

  • TÓMSTUNDALYKILL
   TÓMSTUNDALYKILL

   Tómstundalykillinn er aukabúnaður sem auðveldar þér að lifa lífinu. Í stað þess að burðast um með lykil með fjarstýringu geturðu borið tómstundalykilinn á þér og notað hann til að læsa eða opna Land Rover-bílinn. Með sterkbyggðu og vatnsheldu armbandinu geturðu notið fjölbreyttrar útiveru.

   Horfðu á myndskeiðið
  • HUGVITSSAMLEG NIÐURFELLING SÆTA
   HUGVITSSAMLEG NIÐURFELLING SÆTA

   Hægt er að fá þriðju sætaröðina í nýjan Discovery með hugvitssamlegri niðurfellingu sæta sem býður upp á niðurfellingu sæta í annarri og þriðju sætaröð með rofa í farangursrými, á aðalsnertiskjá eða með InControl Remote-snjallsímaforritinu.

   Horfðu á myndskeiðið
  • UPPHITUÐ SÆTI
   UPPHITUÐ SÆTI

   Þú getur látið þig hlakka til þægilegrar akstursupplifunar allt árið um kring ef þú velur upphituð sæti í öllum sætaröðum og hita og kælingu í framsætum og annarri sætaröð. Í sumum gerðum geta bæði ökumaður og farþegi stillt hitastig sérstaklega fyrir sig með snertiskjánum.

  • RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ BENDISTJÓRNUN
   RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ BENDISTJÓRNUN

   Með rafknúnum afturhlera með bendistjórnun** er hægt að opna og loka honum „handfrjálst“ fyrir utan bílinn í stað þess að þurfa að snerta bílinn eða nota snjalllykilinn. Þegar snjalllykillinn greinist er hægt að opna með sparkhreyfingu undir bílinn með aðstoð skynjara sem eru sitt hvorum megin við afturhlerann. Einnig er hægt að fá rafknúinn innri afturhlera sem nota má sem sæti, hleðslupall eða upprétta farangursfestingu.

   Horfðu á myndskeiðið