Hönnun

  Sveigjanleiki

  Tækni

  • NÝJUNGAR
   NÝJUNGAR

   Nýi Discovery-jeppinn býr yfir framúrskarandi afköstum, þökk sé háþróaðri línu fágaðra og sparneytinna bensín- og dísilvéla. Framúrskarandi 2,0 lítra Ingenium-vélin er fyrsta fjögurra strokka dísilvélin sem notuð er í stærstu útfærslu Land Rover.

  • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
   AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

   Nýi Discovery-jeppinn er hannaður til að skila öruggri, þægilegri og skemmtilegri akstursupplifun svo vegalengdirnar líði ljúflega hjá. DSC-stöðugleikastýring og rafdrifið EPAS-aflstýri viðhalda aksturseiginleikum á vegi og tryggja þægilegan akstur.

  • GÓÐUR Í TORFÆRUM
   GÓÐUR Í TORFÆRUM

   Torfærueiginleikar bílsins, vaðgeta með vaðskynjurum og aðrir eiginleikar á borð við Terrain Response 2 tryggja að nýi Discovery-jeppinn er alltaf til reiðu til að takast á við þær áskoranir sem fyrir liggja.

  • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
   AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

   Nýr Discovery er búinn fjölbreyttu úrvali aðstoðareiginleika fyrir ökumanninn til að auka öryggi ökumanns og farþega. Þessir eiginleikar eru byggðir á framsækinni hugsun, verkfræði og ökutækjatækni og gera þér kleift að takast á við flest það sem komið getur upp í umferðinni, bæði innan- sem utanbæjar og þegar ekið er í myrkri.

  • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
   ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

   Í nýja Discovery-jeppanum er alltaf pláss til að slaka á, þökk sé sjö sætum í þremur sætaröðum, fjölbreyttum stillingamöguleikum sæta og vali um hita, kælingu og nudd í sætum.

  • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARMIÐLUN
   UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARMIÐLUN

   Nýjasta tækni á sviði ökutækja og upplýsinga- og afþreyingarmiðlunar er nýtt til að skila bestu mögulegu afþreyingu, tengivirkni og upplýsingum. Þú hefur fullkomna stjórn á öllu, hvort sem um ræðir Meridian™-hljómtæki, nýjungar á borð við InControl Touch Pro eða afþreyingarkerfi í aftursætum.

  Þægindi og búnaður

  Fjölhæfni

  Þaulprófaður

  • BERGMÁLSLAUS KLEFI
   BERGMÁLSLAUS KLEFI

   Þegar stillt er á „hlutlaust hljóð“ í bergmálslausa klefanum er ýmis konar tíðni og titringi beitt á farþegarýmið til að tryggja viðeigandi hljóðstig í nýja Discovery-jeppanum.

  • VINDHRAÐI
   VINDHRAÐI

   Í veðurklefunum okkar getum við endurskapað verstu vindaðstæður sem nýi Discovery-jeppinn kemur til með að takast á við. Aðeins með því að reyna öll kerfi til hins ýtrasta er hægt að tryggja áreiðanleika.

  • MIKILL HITI EÐA KULDI
   MIKILL HITI EÐA KULDI

   Við frystum bílana okkar við -40 °C og steikjum þá við 50 °C, bæði úti undir beru lofti og inni í veðurklefunum okkar. Þetta er gert til að tryggja þægindi og hugarró, líka á allra afskekktustu stöðunum.

  • UTAN VEGA
   UTAN VEGA

   Við göngum úr skugga um að margrómaðir utanvegaeiginleikar bílanna okkar haldist í hverju einasta bíl, hvort sem er við prófanir á ís í Arjeplog í Svíþjóð eða í eyðimerkursöndum Dubai.

  Afköst

  Sjálfbærni