Aukahlutir og aukabúnaður

Ekki eru allir aukahlutir í boði í öllum gerðum. Hafðu samband við söluaðila Land Rover til að fá frekari upplýsingar.

  Aukahlutir fyrir ytra byrði

  Aukahlutir fyrir ytra byrði

  ÞAKGLUGGI

  Hægt er að velja þakglugga með gleri, ýmist fastan eða opnanlegan, sem eykur rýmistilfinninguna í innanrými bílsins og fyllir það birtu, sem gagnast öllum þremur sætaröðunum – ef þær eru innifaldar. Hert glerið er með skyggingu til að viðhalda þægilegu hitastigi í farþegarýminu.

  SÆKJA BÆKLING

  Aukahlutir fyrir innanrými

  • NOTADRJÚGT INNANRÝMI
   NOTADRJÚGT INNANRÝMI

   Hægt er að velja sjö sæti í fullri stærð í nýja Discovery-jeppann sem auka svo sannarlega þægindin og sveigjanleikann. Í HSE og HSE Luxury er einnig hægt að fá hugvitssamlega niðurfellingu sæta sem hægt er að stilla með rofum í farangursrými, á aðalsnertiskjánum eða með InControl Remote-snjallsímaforritinu. Þessu til viðbótar er hægt að auka geymsluplássið í innanrýminu enn meira með úrvali hugvitssamlegra lausna.

  • RÝMI Í NÝJU LJÓSI
   RÝMI Í NÝJU LJÓSI

   Auga fyrir smáatriðum. Gæðaefni. Hægt er að velja um sæti með grófu leðri eða Windsor-leðri og ýmiss konar áferð, þar með talið burstað línumynstrað ál, náttúrulega dökka eik, náttúrulega kolbrúna eik og kolbrúnan eikarspón með háglans. Sama hvað verður fyrir valinu sker bíllinn sig án efa úr fjöldanum.

  • HITA- OG LOFTSTÝRING
   HITA- OG LOFTSTÝRING

   Til að tryggja fullkomið hitastig í innanrýminu, sama hvernig viðrar fyrir utan, er nýi Discovery-jeppinn búinn afar skilvirku hita- og loftstýringarkerfi sem hægt er að fá fyrir tvö, þrjú eða fjögur svæði. Kerfið hefur gengið í gegnum ótrúlega stranga þróunaráætlun þar sem það var prófað við raunverulegar aðstæður við hitastig á bilinu -40 til +50 °C.

  Pakkar í boði

  Pakkar í boði

  Pakkar í boði

  FULLBÚINN RENNILEGUR HÖNNUNARPAKKI

  Einkennandi hönnun framstuðara, 21" eða 22" dökksatíngráar álfelgur og svart eða grátt þak í öðrum lit en yfirbyggingin gera bílinn enn kraftmeiri að sjá. Glæsilega svarta áferð má meðal annars finna á einkennandi grillnetinu, loftunaropum, Discovery-áletruninni og speglakúplunum. Í innanrýminu eru bryddingar í öðrum lit en áklæðið, dökkt burstað ál og títannetáferð sem gera Windsor-leðursætin, fáanleg í þremur litalínum, enn áhrifameiri.

  SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

  Pakkar í boði

  Pakkar í boði

  SVARTUR ÚTLITSPAKKI

  Hægt er að sérsníða nýja Discovery-jeppann með glæsilegum árangri með því að velja svarta útlitspakkann í SE-, HSE- og HSE Luxury-gerðunum. Í svarta útlitspakkanum er meðal annars grill, loftop á aurbrettum og speglakúplar í svörtum lit ásamt svartri Discovery-áletrun á vélarhlíf og afturhlera. Hægt er að velja 20", 21" eða 22" gljásvartar álfelgur, mismunandi eftir gerðum.

  SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

  Aukahlutir

  • SMELLUKERFI
   SMELLUKERFI

   Smellukerfið er fjölnotakerfi fyrir aukahluti á sætisbak til hægðarauka fyrir farþega í annarri sætaröð. Það er fest á milli festinganna fyrir höfuðpúðana og hægt er að bæta við fleiri festingum til að geyma spjaldtölvur, töskur, skyrtur og jakka. Auðvelt er að fjarlægja kerfið þegar það er ekki í notkun.

   Horfðu á myndskeiðið
  • FARANGURSRÝMI
   FARANGURSRÝMI

   Með skilrúmi fyrir farangur má nýta sætin í annarri sætaröð betur með hallaeiginleikum. Einnig má festa annað skilrúm á farangurskilrúmið til að skipta farangursrýminu í tvennt, auk þess sem gúmmímotta í farangursrými kemur sér vel til að verja gólfið fyrir óhreinindum og bleytu.

   Horfðu á myndskeiðið
  • SÍMAHLEÐSLA
   SÍMAHLEÐSLA

   Plássið fyrir glasahaldara í miðstokknum er notað fyrir tengi- og hleðslukví fyrir iPhone® og glasahaldara með þráðlausri símahleðslu** til að hægt sé að sjá á símann á meðan hann er hlaðinn. Kvíin er samhæf við iPhone 5, iPhone 5S, iPhone 6, iPhone 6S og iPhone 5SE.

   Horfðu á myndskeiðið
  • FARANGURSGRIND
   FARANGURSGRIND

   Þessi sérhannaða Land Rover-grind úr silfruðu áli með svörtum tónum í bland getur borið 61 kg og henni fylgja innfelldir hliðarstokkar sem auka öryggið. Þakbogar og þverslár eru nauðsynleg til að nota þennan aukabúnað.

   Horfðu á myndskeiðið