Hönnun

Tækni

 • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
  UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

  Í sameiningu geta snjallsíminn þinn og bíllinn boðið þér upp á hafsjó upplýsinga og afþreyingar. Tíu tommu snertiskjár Navigation Pro-leiðsögukerfisins birtir leiðina framundan og ef skiptingarstilling er valin fyrir skjáinn getur farþegi í framsæti horft á DVD-disk á sama tíma. Með InControl Apps er snjallsíminn þinn tengdur snurðulaust við kerfið. Þannig geturðu stýrt samhæfum forritum með snertiskjánum og notið tónlistar úr Meridian™-hljóðkerfi á meðan.

 • NÝJUNGAR
  NÝJUNGAR

  Fjögurra strokka, 2,0 lítra Si4-bensínvélin skilar enn sportlegri afkastagetu með annaðhvort 240 hö. eða 290 hö. Í henni færðu hámarks skilvirkni, afköst og sparneytni með hugvitssamlegri sístilltri ventlalyftu og kambási með breytilegri tímastillingu. Einnig er hægt að velja dísilvélar sem skila 150, 180 eða 240 hö.

 • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
  AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

  Á veginum nýturðu fágaðs og afslappaðs aksturs með Land Rover-tækni á borð við sjálfvirkan hraðastilli sem býður upp á minna álag á lengri ferðum, Adaptive Dynamics-fjöðrun sem skilar besta mögulega jafnvægi á milli aksturs og stýris og virka driflínu með togstýringu sem auðveldar beygjur.

 • GÓÐUR Í TORFÆRUM
  GÓÐUR Í TORFÆRUM

  Þetta er bíll með tæknilausnum sem skila þér leiðandi akstursgetu í flokki sambærilegra bíla, t.d. torfæruhraðastilli sem gerir þér kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður, Terrain Response-kerfi sem lagar aksturinn að undirlaginu hverju sinni og hallastýringu sem skilar þér af öryggi niður brattar brekkur.

 • AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR
  AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR

  Aðstoðarkerfi fyrir ökumann gera þér kleift að einbeita þér að akstrinum, hvort sem um ræðir bílastæðaskynjara sem vara við aðvífandi ökutækjum beggja vegna, bílastæðaskynjara sem auðvelda þér að leggja bílnum og viðvaranir um hámarkshraða sem bjóða upp á betra viðbragð við hraðatakmörkunum.

 • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  Fyrsta flokks miðstöðvar- og kælikerfi tryggja öllum farþegum þægindi, óháð veðri, og fjölbreytt bendistjórnun og lyklalaus tækni tryggja að þér líður vel í Land Rover-bíl.

Þægindi og búnaður

Akstursgeta

Þaulprófaður

 • TITRINGSVAKAR
  TITRINGSVAKAR

  Í „hlutlausu hljóði“ bergmálslausa klefans er ýmis konar tíðni og titringi beitt á farþegarýmið til að tryggja viðeigandi hljóðstig í Discovery Sport á öllum hraða og hvers kyns undirlagi.

 • VINDHRAÐI
  VINDHRAÐI

  Í veðurklefunum okkar getum við endurskapað verstu vindaðstæður sem Discovery Sport kemur til með að takast á við. Þá erum við ekki bara að tala um hríðarbylji upp á 240 km/klst. heldur líka háan hita og logn. Aðeins með því að reyna öll kerfi til hins ýtrasta er hægt að tryggja áreiðanleika.

 • MIKILL KULDI
  MIKILL KULDI

  Við frystum bílana okkar við -40 °C og steikjum þá við 50 °C, bæði úti undir beru lofti og inni í veðurklefunum okkar. Að því loknu er vandlega farið yfir eiginleika og kerfi til að tryggja að þau uppfylli strangar kröfur okkar. Þetta er gert til að tryggja þægindi og hugarró, líka á allra afskekktustu stöðunum.

 • Í TORFÆRUM
  Í TORFÆRUM

  Við göngum úr skugga um að margrómaðir utanvegaeiginleikar bílanna okkar haldist í hverjum einasta bíl, hvort sem er við prófanir á ís í Arjeplog í Svíþjóð eða í eyðimerkursöndum Dubai. Frumgerðir eru þaulprófaðar á um það bil 8500 km torfærum leiðum.

Afköst

SJÁLFBÆRNI


Áhersla Land Rover á sjálfbærni kemur skýrt fram í núverandi vörulínu þar sem ótal nýstárlegar og sparneytnar tæknilausnir eru nýttar.

HÁÞRÓUÐ LÉTT EFNI

HÁÞRÓUÐ LÉTT EFNI


Léttar klæðningar og íhlutir Discovery Sport ásamt háþróaðri byggingartækni skila ekki eingöngu ótrúlegum styrk og fáguðum akstri heldur einnig meiri sparneytni í allri vélarlínunni.


ECO-STILLING

ECO-STILLING


Þegar þessi staðalbúnaður er virkur setur hann sparneytnustu stillingar bílsins í forgang, þar með talið sjálfskiptingu, virka driflínu og miðstöð og loftkælingu, til að draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings.


HÁRFÍN STRAUMLÍNULÖGUN

HÁRFÍN STRAUMLÍNULÖGUN


Straumlínulagaðri útlínur Discovery Sport gera hann að þeim bíl frá Land Rover sem er með eina minnstu loftmótsstöðuna. Að auki er hægt að draga enn úr loftmótsstöðunni með því að velja einstakar 18" álfelgur.


ENDINGARTÍMAMAT

ENDINGARTÍMAMAT


Discovery Sport er hannaður með hliðsjón af endingartíma hans með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum bílsins. Hver þáttur endingartímans, frá framleiðslu til notkunar og að lokum endurvinnslu, hefur verið greindur með því sjónarmiði að draga úr álagi á náttúruauðlindir, nota sjálfbærari efni og halda úrgangi í lágmarki.