Upplýsinga- og afþreyingarkerfi

 • Meridian™ SURROUND-HLJÓÐKERFI
  Meridian™ SURROUND-HLJÓÐKERFI

  Land Rover gekk til samstarfs við Meridian, fyrirtæki í fremstu röð á heimsvísu í framleiðslu hágæðahljóðtækni og stafrænnar hljóðvinnslu, til að þróa hljóðkerfi í Discovery Sport. Valkvæma 825 W Meridian Surround-hljóðkerfi er búið 16 hátölurum og tveggja rása bassahátalara sem skila kristaltærum háum tónum og drynjandi bassa um allt farþegarýmið. Nú hljómar tónlistin eins og hún á að hljóma.

  Kynntu þér Meridian
 • PROTECT
  PROTECT

  Snjallsíminn er notaður sem gátt fyrir tengingu við Land Rover í gegnum Protect. Þar er hægt að sjá eldsneytisstöðuna og finna bílinn á stóru og fjölsetnu bílastæði, skrá ferðir og meira að segja athuga hvort skilinn hafi verið eftir opinn gluggi. Sérsniðin Land Rover-aðstoð fylgir einnig og hún, ef svo ólíklega vill til að til bilunar komi, getur sent greiningargögn og staðsetningarupplýsingar til fyrirtækisins sem aðstoðar. Í alvarlegum tilvikum tilkynnir neyðarsímtalaeiginleikinn neyðarþjónustu um staðsetningu þína.

 • ÖRYGGISRAKNING
  ÖRYGGISRAKNING

  Ef einhver brýst inn í bílinn eða reynir að aka honum í leyfisleysi verður öryggisrakningin virk um leið og Protect virkjast. Þú færð senda viðvörun og ferðir bílsins eru raktar þar til staðsetning hans er fundin til að auðvelda yfirvöldum að endurheimta hann. Jafnvel þótt bílnum sé stolið með lyklunum í er hægt að láta rakningarþjónustuverið vita með snjallsímaforritinu Remote.

 • TOUCH OG TOUCH PRO
  TOUCH OG TOUCH PRO

  InControl inniheldur fjölbreytt úrval háþróaðs tæknibúnaðar sem heldur utan um stafrænar tengingar og heldur þér í hnökralausu sambandi við bílinn þegar þú ert ekki í honum. Hægt er að bæta við þessi kerfi með ítarlegri tengipökkum: Connect og Connect Pro.

 • AFÞREYING Í AFTURSÆTUM
  AFÞREYING Í AFTURSÆTUM

  Farþegar í aftursæti bílsins geta stytt sér stundir með afþreyingu á tveimur 8" skjáum í höfuðpúðum framsætanna. Með tveimur stafrænum WhiteFire®-heyrnartólum, einu USB-tengi í annarri sætaröð og sérstakri fjarstýringu er hægt að velja kvikmyndir, tónlist, leiki og sjónvarp.

Nýjungar

 • INGENIUM-VÉLAR
  INGENIUM-VÉLAR

  Fjögurra strokka, 2,0 lítra Si4-bensínvélin skilar enn sportlegri og sparneytnari afkastagetu með annaðhvort 240 hö. eða 290 hö. Í henni færðu hámarks skilvirkni, afköst og sparneytni með hugvitssamlegri sístilltri ventlalyftu og kambási með breytilegri tímastillingu. Einnig er hægt að velja dísilvélar sem skila 150, 180 eða 240 hö.

 • LÉTT FJÖÐRUN
  LÉTT FJÖÐRUN

  Gormleggirnir eru úr áli og léttu stáli og hugvitsamlegt vökvaknúið endurkast þeirra dregur úr hljóði inn í farþegarýmið við högg. Kerfið tryggir einnig að áhrif ójafns undirlags eru nánast jöfnuð út.

Afköst

 • ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
  ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

  Adaptive Dynamics-fjöðrun skilar framúrskarandi jafnvægi á milli þæginda og aksturseiginleika. Þetta fæst með því að greina hreyfingar bílsins minnst 1000 sinnum á sekúndu og stilla stífni höggdeyfanna eftir akstri og undirlagi. Stillingin er tafarlaus til að lágmarka velting, auka stjórn og gera aksturinn mjúkan og yfirvegaðan. Fjöðrunin greinir einnig torfæruaðstæður og fínstillir fjöðrun í samræmi við þær.

 • TOGSTÝRING MEÐ HEMLUM
  TOGSTÝRING MEÐ HEMLUM

  Þetta kerfi eykur lipurð og stöðugleika bílsins í beygjum. Kerfið vaktar og jafnar tog á milli hjóla til að auka grip og stýringu, hvort sem er á vegi eða í torfærum. Kerfið getur einnig aukið beygjuhraða og dregið úr undirstýringu með því að beita hemlunum á innra hjól að aftan og auka um leið tog í ytra hjólið til að tryggja stöðugleika.

 • ECO-STILLING
  ECO-STILLING

  Þegar þessi staðalbúnaður er virkur setur hann sparneytnustu stillingar bílsins í forgang, þar með talið sjálfskiptingu, virka driflínu og hita og loftkælingu til að draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. ECO-gögnin birta ökumanninum viðeigandi upplýsingar á snertiskjánum til að hann geti hagað aksturslagi sínu á sparneytnari hátt.

 • NÍU ÞREPA SJÁLFSKIPTING
  NÍU ÞREPA SJÁLFSKIPTING

  Létt níu þrepa sjálfskiptingin er sparneytin og dregur úr losun koltvísýrings, auk þess sem hún býður upp á aukna stjórn við hál skilyrði. Auk næst með henni aukin stjórn við drátt með sérstaklega hönnuðum lágum fyrsta gír. Skiptingin er einstaklega sterkbyggð og hentar fjölhæfni bílsins fullkomlega um leið og hún býður upp á fágun og skilvirkni.

Akstursgeta

 • TERRAIN RESPONSE
  TERRAIN RESPONSE

  Terrain Response býður upp á áður óþekkta akstursgetu. Kerfið fínstillir vélina, gírskiptinguna, mismunadrifið og undirvagninn til að hámarka aksturseiginleika, þægindi og grip á hvers kyns yfirborði. Aðeins þarf að velja stillingu sem hentar viðkomandi skilyrðum: Almennur akstur, gras/möl/snjór, aur/hjólför og sandur. Aksturinn er alltaf öruggur, alveg óháð aðstæðum.

 • GRC-HEMLASTJÓRNUN
  GRC-HEMLASTJÓRNUN

  Þetta kerfi virkar svipað og brekkuaðstoð með því að koma í veg fyrir of mikla hröðun. Ef bíllinn er stöðvaður í brekku heldur kerfið hemlunum og losar þá svo smám saman þegar ekið er af stað.

 • TORFÆRUHRAÐASTILLIR
  TORFÆRUHRAÐASTILLIR

  Torfæruhraðastillirinn vinnur á mjög lágum hraða, á milli 1,8 og 30 km/klst., og gerir ökumanni kleift að viðhalda stöðugum hraða við erfið akstursskilyrði til að hann geti einbeitt sér að stýrinu og leiðinni framundan. Hann tryggir einnig að hægt sé að taka mjúklega af stað, líka á mjög hálu yfirborði eins og ís, snjó eða blautu grasi.

 • VIRK DRIFLÍNA
  VIRK DRIFLÍNA

  Þetta kerfi er aukabúnaður með 290 ha. Si4-vélinni (staðalbúnaður með 240 ha. SD4-vélunum) og gegnir mikilvægu hlutverki bæði á vegum og í torfærum. Við tilteknar aðstæður á vegum getur kerfið aftengt drif til afturhjólanna til að spara eldsneyti. Ef undirlagið breytist eða inngjöf aukinn skyndilega er drifið tengt innan 300 millisekúndna. Sérstök skjámynd á snertiskjánum sér til þess að þú hefur alltaf tilfinningu fyrir stjórninni.

 • HALLASTÝRING
  HALLASTÝRING

  Einkaleyfisvarin hallastýring Land Rover er staðalbúnaður í öllum Land Rover-bílum með aldrifi. Hún auðveldar ökumanni að aka örugglega niður erfiðan halla með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlum sjálfstætt á hvert hjól. Kerfið hægir sjálfkrafa á bílnum og viðheldur hraða í samræmi við valið gírsvið og stöðu inngjafarfótstigs.

 • VAÐSKYNJARAR
  VAÐSKYNJARAR

  Njóttu meira öryggis við akstur yfir læki, vöð eða vatnsflæmi. Vaðskynjarakerfið mælir dýpt vatnsins með skynjurum neðan á hliðarspeglunum og sendir rauntímaupplýsingar til ökumanns. Upplýsingarnar og hámarksvaðdýpt bílsins eru birt á snertiskjánum til að hægt sé að haga akstrinum á réttan hátt.

Aðstoð fyrir ökumann

 • AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI
  AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI

  Ef þú reikar yfir á næstu akrein snýr akreinastýringin stýrinu sjálfkrafa í rétta átt og beinir þér og Discovery Sport-jeppanum mjúklega til baka. Ökumannsskynjarinn greinir þegar þig fer að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.

 • SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR OG FJARLÆGÐARSTILLING
  SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR OG FJARLÆGÐARSTILLING

  Þegar þú ekur á hraðbrautinni eða í þungri og hægri umferð hjálpar kerfið þér að halda öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan, ef ske kynni að hann hægi á sér eða stöðvi. Um leið og bíllinn á undan tekur af stað aftur þarftu bara að snerta inngjöfina til að sjálfvirki hraðastillirinn fylgi honum eftir. Kerfið er virkt frá 16 km/klst. og upp í hraðbrautarhraða.

 • SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
  SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

  Ef yfirvofandi árekstur greinist birtir þetta kerfi ákeyrsluviðvörun sem gefur þér tíma til að bregðast við. Ef þú bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.

 • BLINDSVÆÐISSKYNJARI MEÐ BAKKSKYNJARA
  BLINDSVÆÐISSKYNJARI MEÐ BAKKSKYNJARA

  Þessi tæknilausn lætur vita af bílum sem staðsettir eru á blindsvæðum eða nálgast þau hratt. Þetta er gert með litlu viðvörunarljósi á viðkomandi hliðarspegli. Bakkskynjarinn varar við mögulegri hættu beggja vegna bílsins með bæði hljóðmerkjum og sjónrænum merkjum. Þannig færðu upplýsingar um það sem er fyrir aftan bílinn, líka þegar eitthvað byrgir þér sýn.

 • BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
  BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

  Bílastæðaskynjarakerfið auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í stæðið. Eingöngu þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins með hemlum og inngjöf. Kerfið auðveldar einnig akstur út úr stæði með viðeigandi leiðbeiningum. Til þess notar það myndir og tilkynningar.

 • 360° MYNDAVÉLARKERFI
  360° MYNDAVÉLARKERFI

  Myndavélar kerfisins bjóða upp á 360° útsýni í kringum bílinn sem auðveldar ýmsar athafnir, svo sem að leggja við gangstéttarbrún, aka inn og út úr þröngum stæðum eða draga eftirvagn. Einnig er hægt að stilla aðdrátt og breyta stefnu myndavéla til að sjá hluti sem eru utan sjónlínu til að hægt sé að haga akstrinum rétt. Viðeigandi upplýsingar birtast á snertiskjánum.

Þægindi og búnaður

 • HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM
  HITI OG KÆLING Í FRAMSÆTUM

  Hiti og kæling í framsætum tryggir öllum kjörhitastig, bæði að sumri til og vetri til. Lofti er dælt með viftu um göng í sessunni til að hita eða kæla yfirborð hennar. Stillingar sæta eru aðskildar.

 • SJÓNLÍNUSKJÁR
  SJÓNLÍNUSKJÁR

  Sjónlínuskjárinn birtir grunngögn um bílinn á framrúðunni, svo sem hraða, gír og leiðbeiningar úr leiðsögukerfi. Þú getur kveikt og slökkt á eiginleikanum eftir hentugleika. Fáanlegt sem aukabúnaður í sjónlínuskjáspakkanum.

 • HITA- OG LOFTSTÝRING
  HITA- OG LOFTSTÝRING

  Þetta kerfi er búið loftskynjara sem greinir rakastig, reykjarmóðu og öfga í veðri. Loftunarop víðs vegar um innanrýmið gera þér kleift að stilla hitastig innanrýmisins eftir þeim upplýsingum. Þægindi farþeganna eru tryggð, hvar sem þeir sitja.

 • HOMELINK®
  HOMELINK®

  Auðveldaðu þér lífið með HomeLink®-kerfinu. Hægt er að forrita þennan altæka sendi til að stjórna þremur þráðlaust stýrðum kerfum á heimili eða vinnustað, svo sem bílskúrshurðum, hliðum eða lýsingu. Týndar fjarstýringar valda aldrei aftur vandræðum.