KLETTAKLÖNGUR+

UPPLIFÐU SPENNANDI TORFÆRUAKSTUR Í EYÐIMÖRK UNDIR STÝRI NÝJUSTU LAND ROVER-BÍLANNA.

ÆVINTÝRIN Í KLETTAKLÖNGRI+ BÍÐA ÞÍN

Í Moab-eyðimörkinni eru sumar af mest krefjandi torfæruleiðum heims. Sérfræðingar okkar reyna á þolmörk þín og bílsins með gríðarlega krefjandi akstursleiðum á svæðinu.

FERÐAÁÆTLUN FYRIR KLETTAKLÖNGUR+
DAGUR 1
Við komu á flugvöllinn í Grand Junction eru þátttakendur fluttir í Red Cliffs Lodge, sem verður aðsetur hópsins. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast yfir kvöldverði og drykkjum.
DAGUR 2
Eftir morgunverð og stutta kynningu er glímt við fyrstu akstursleiðina, til dæmis „Poison Spider“, leið sem fer um glæsilegt umhverfið í Moab meðfram Colorado-ánni.
DAGUR 3
Dagurinn hefst aftur á stuttri kynningu áður en haldið er á magnaða akstursleið á borð við „Seven Mile Rim“. Farið er í gegnum nokkra glæsilega granítboga eins og Uranium-bogann og þér gefst tækifæri til að sjá nokkra fallegustu staðina á svæðinu.
DAGUR 4
Að loknu morgunverði er haldið af stað á aðra magnaða leið á borð við „Hell's Revenge“ þar sem reynir mikið á hæfni þína við torfæruakstur.
DAGUR 5
Þeir sem eiga flug seinnihluta dags geta skráð sig í annars konar afþreyingu, til dæmis hestaferðir. Einnig er hægt að dekra við sig með íþróttanuddi og slökun í heita pottinum.
SÉRFRÆÐINGARNIR ÞÍNIR

Faglegur, metnaðarfullur og gríðarlega reynslumikill hópur. Ekki einasta kunna sérhæfðir leiðbeinendur okkar að ná því besta úr bílunum okkar heldur vita þeir einnig hvernig á að koma þeirri kunnáttu til skila á skýran og skilmerkilegan hátt til að þú fáir sem allra mest út úr þeim líka.

SKOÐA MYNDASAFN
RED CLIFFS LODGE

Red Cliffs Lodge er nútímalegur og notalegur gististaður með útsýni yfir Colorado-ána. Þar eru maturinn, drykkirnir og félagsskapurinn hluti af heildarupplifuninni. Þetta er athvarf þitt eftir krefjandi akstursleiðangur. Þarna má deila hápunktum dagsins með öðrum.

CASTLE CREEK-VÍNGERÐIN

Í Red Cliffs Lodge er einnig að finna Castle Creek-víngerðina. Þetta er margverðlaunuð víngerð sem framleiðir bæði hvítvín og rauðvín úr þrúgum sem ræktaðar eru á Moab-svæðinu. Boðið er upp á ókeypis vínsmökkun þar sem hægt er að fræðast um hvernig víngerðinni hefur tekist að búa til fleiri en 30 verðlaunavín.

MOAB-GOLFVÖLLURINN

Hvað er betra til að ljúka krefjandi akstursdegi en krefjandi golfhringur? Þú getur unnið í forgjöfinni í fallegu umhverfi Moab-golfklúbbsins, sem er umkringdur einstökum rauðum klettum. Þú getur spilað 18 holur eða æft sveifluna á æfingasvæðinu.

„ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN! ÞETTA VAR ÓTRÚLEGT.“

LINDA, BANDARÍKJUNUM

DAGSKRÁIN FER FRAM Á ENSKU

HAFA SAMBAND

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar:
Sími: +1 303 515 4839 (09:00-17:00, sumartími í Klettafjöllum, mánudaga til föstudaga. Símafyrirtækið kann að innheimta gjöld).
Netfang: Hafa samband

ALGENGAR SPURNINGAR UM MOAB
ALMENNT

Hver sér um ferðirnar?

Alem International Inc. er rekstraraðili Land Rover-ævintýraferðanna í Moab, samkvæmt leyfi og með heimild Jaguar Land Rover. Þegar þú bókar gerirðu samning við Alem International Inc.Hver ekur bílnum?

Þú! Hópur Land Rover-leiðbeinenda verður þér innan handar til að veita sérfræðiráðgjöf og tilsögn, en það ert þú sem situr undir stýri.Hver er lágmarksaldurinn fyrir þátttöku?

21 árs aldurÁ hvaða tungumáli fer leiðsögn í ferðunum fram?

Dagskráin fer fram á ensku.

VERÐ

Þarf ég að kaupa viðbótartryggingu til að geta ekið?

Ekki er þörf á viðbótarbílatryggingu en áskilið er að gestir kaupi sér víðtæka ferðatryggingu.Hvað er innifalið í verðinu fyrir Land Rover-ævintýraferðir í Moab?

Eftirfarandi er almennt innifalið: Allur akstur með Land Rover, hótelgisting, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, drykkir með mat og ferðir til og frá flugvellinum í Grand Junction. Hafðu í huga að vegna þess að akstur er stór hluti af dagskránni er áfengi eingöngu innifalið með kvöldverði og í takmörkuðu magni.Hvað er ekki innifalið í verðinu fyrir akstursupplifunina?

Flug, máltíðir og drykkir sem ekki eru tilgreind í dagskránni, gjöld fyrir vegabréfsáritanir (ef við á), ferðatryggingar og aðrar ráðstafanir sem gerðar eru fyrir eða eftir ferðina og víkja frá ferðaáætluninni.

AKSTUR

Hvers konar ökuleyfi þarf ég að hafa?

JLR gerir kröfu um að allir ökumenn séu með fullt, viðurkennt og gilt ökuleyfi. Framvísa þarf skírteininu þegar mætt er í ferðina.Hvaða bílum fæ ég að aka?

Land Rover Discovery, Range Rover og Range Rover Sport. Einstaka sinnum gætum við þurft, og við áskiljum okkur rétt til, að skipta um eða skipta út tilgreindum bíl vegna kringumstæðna sem við höfum ekki stjórn á.Eru bílarnir beinskiptir eða sjálfskiptir?

Allir bílarnir eru sjálfskiptir.Hversu margir eru í hverjum bíl?

Tveir (2) gestir deila hverjum bíl.Hver er hámarksstærð hóps?

Til að bjóða upp á sérstakari og skemmtilegri upplifun er hámarksstærð hópa 16 gestir (tveir í hverjum bíl).Fæ ég minn eigin bíl ef ég er að ferðast ein(n)?

Nei. Ef þú ert ein(n) á ferð verðurðu í bíl með öðrum gesti. Þú færð hins vegar þitt eigið hótelherbergi.Þarf ég að vera með tiltekna líkamlega getu eða í tilteknu líkamlegu ástandi til að geta tekið þátt?

Til að taka þátt í akstursupplifuninni skaltu vera viss um að þú vitir ekki til neinna aðstæðna sem gætu komið í veg fyrir að þú gætir ekið, svo sem langvinn bakveiki (eða svipað ástand), andlegt ástand sem gæti haft áhrif á ökuhæfni þína, slæm sjón sem uppfyllir ekki kröfur fyrir akstur, þungun eða hjartakvillar. Ef þú tekur inn lyf skaltu gæta þess að vera með nóg til að það endist alla ferðina. Einnig verður heilbrigðismenntað starfsfólk með í för. Láttu okkur vita af öllum heilsufarsvandamálum sem gæti þurft að bregðast við.

FERÐIR

Hvernig er veðrið á þessum árstíma?

Í október og nóvember verður hlýtt í veðri yfir daginn, þar sem hitinn nær allt að 20-25 °C, en svalt á kvöldin, í kringum 4 °C og allt niður að frostmarki á næturnar. Í Moab eru sólardagar á ári yfirleitt fleiri en 300.Mega börn taka þátt í Land Rover-ævintýraferðunum?

Af öryggisástæðum henta ferðirnar ekki börnum.Þarf ég sérstakan fatnað?

Vertu með sterka og þægilega gönguskó, sokka, sólgleraugu, sólarvörn og húfu, auk vindjakka, flíspeysu og stuttermabols.Hvaða kröfur eru gerðar um kvöldklæðnað?

Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um kvöldklæðnað.Hvaða önnur afþreying er í boði?

Á búgarðinum er hægt að fara í hestaferðir, vínsmökkun, flúðasiglingar, íþróttanudd og fleira. Frekari upplýsingar fást hjá staðarhöldurum.Þarf ég vegabréfsáritun?

Hafðu samband við ræðismannsskrifstofuna á þínum stað til að athuga hvaða kröfur gilda fyrir þig. Þurfir þú boðsbréf til að fá vegabréfsáritun skaltu hafa samband við okkur og við sendum þér það.Hvaða gjaldmiðill er notaður í Bandaríkjunum?

Innlendur gjaldmiðill er Bandaríkjadalur (USD).Má ég taka með mér myndavél eða upptökuvél?

Að sjálfsögðu. Þú getur einnig komið með sérhæfðan búnað eins og GoPro-myndavél. Hins vegar er ekki heimilt að nota dróna á svæðinu.

KLETTAKLÖNGUR

Þessi fjögurra daga akstursupplifun er fullkomin kynning á torfæruakstri. Sérfræðingar okkar hafa sett saman spennandi akstursleiðir sem reyna á bæði þig og nýjustu Land Rover-bílana sem þú kemur til með aka.

SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir af ævintýraferðum
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn draumabíl