ÍSAKSTUR

UPPLIFÐU SPENNANDI ÍSAKSTUR UNDIR STÝRI NÝJUSTU JAGUAR- OG LAND ROVER-BÍLANNA.

BÓKA NÚNA
VIÐ SKORUM Á ÞIG AÐ PRÓFA ÍSAKSTUR

Aksturinn fer fram á sérútbúnum ísbrautum þar sem sérhæfðir leiðbeinendur færa ökufærni þína í nýjar víddir og þér gefst færi á að láta einhverja kraftmestu bíla heims sýna hvað í þeim býr.

ÍSAKSTUR+ (4 DAGA FERÐAÁÆTLUN)
ÍSAKSTUR (3 DAGA FERÐAÁÆTLUN)
DAGUR 1
Við komuna til Arvidsjaur er gestum ekið til Hotel Silverhatten sem býður upp á frábært útsýni yfir Hornavan-vatn og furuskóginn umhverfis það. Þar geturðu notið þess að fá þér drykk og kvöldverð með hinum gestunum.
DAGUR 2
Eftir morgunverð og stuttan fund er haldið út á ísilagt vatnið í fyrsta tímann. Núna hefst fjörið fyrir alvöru og þú lærir hvernig þú heldur stöðugu skriðhorni.
DAGUR 3
Stuttur morgunfundur og síðan er farið aftur út á ísinn til að prófa erfiðari brautir. Að því loknu liggur leiðin á leynilegt prófunarsvæði okkar fyrir vetrarakstur.
DAGUR 4
Eftir stuttan morgunfund gefst þér lokafæri á að sýna og sjá hvað þú hefur lært í kraftmikilli ökuferð um ýmsar brautir sem reyna á færni þína og aksturseiginleika bílsins.
DAGUR 1
Við komuna til Arvidsjaur er gestum ekið til Hotel Silverhatten sem býður upp á frábært útsýni yfir Hornavan-vatn og furuskóginn umhverfis það. Þar geturðu notið þess að fá þér drykk og kvöldverð með hinum gestunum.
DAGUR 2
Eftir morgunverð og stuttan fund er haldið út á ísilagt vatnið í fyrsta tímann. Núna hefst fjörið fyrir alvöru og þú lærir hvernig þú heldur stöðugu skriðhorni.
DAGUR 3
Stuttur morgunfundur og síðan er farið aftur út á ísinn til að prófa erfiðari brautir. Að því loknu liggur leiðin á leynilegt prófunarsvæði okkar fyrir vetrarakstur.
SÉRFRÆÐINGARNIR ÞÍNIR

Faglegur, metnaðarfullur og gríðarlega reynslumikill hópur. Ekki einasta kunna sérhæfðir leiðbeinendur okkar að ná því besta út úr bílunum okkar heldur vita þeir einnig hvernig á að koma þeirri kunnáttu til skila á skýran og skilmerkilegan hátt til að þú fáir sem allra mest út úr þeim líka.

NJÓTTU ÆVINTÝRISINS TIL FULLS

ÖKUFERÐ VIÐ NORÐURHEIMSKAUTSBAUG

Notaðu nýfengna ökufærni þína til að kanna landslagið við norðurheimskautsbaug á tryggum og traustum Land Rover. Birtan, kyrrðin og útsýnið líða þér aldrei úr minni.

HUNDASLEÐAFERÐ

Skiptu úr hestöflum í hundöfl og upplifðu spennuna við að stjórna vel þjálfuðum sleðahundahópi sem þýtur með þig um snævi þaktar óbyggðirnar.

SNJÓSLEÐAFERÐ

Skelltu þér á kraftmikinn snjósleða og haltu í spennandi könnunarleiðangur um furuskóga og snævi þakið landslag Arjeplog.

Það er aldrei of seint að upplifa ósvikið ævintýri

ROBERT KURSON, RITHÖFUNDUR

BÓKAÐU UPPLIFUN
ÍSAKSTUR+
BÓKAÐU UPPLIFUN
ÍSAKSTUR
BÓKAÐU UPPLIFUN
HAFA SAMBAND

ÍSAKSTUR
Skrifstofur okkar eru opnar mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 til kl. 18:00 að Mið-Evróputíma.
(Staðbundin gjöld fyrir símtöl kunna að eiga við)

Sími: +49 69 460 97 47 47
Netfang Hafa samband

ALGENGAR SPURNINGAR
ALMENNT

Hver rekur Jaguar Land Rover Ice Academy?

Zum goldenen Hirschen X zerotwonine GmbH rekur Jaguar Land Rover Ice Academy með Jaguar Land Rover, sem leggur til bílana og Jaguar Land Rover-ökuleiðbeinendurna. Akstursdagskráin og ísbrautirnar eru hannaðar af Jaguar Land Rover, auk þess sem á staðnum er umsjónarmaður sem fylgist með öllum þáttum akstursupplifunar þinnar og tryggir að allt gangi snurðulaust fyrir sig.Hver ekur bílnum?

Þú! Hópur Jaguar Land Rover-leiðbeinenda verður þér innan handar til að veita sérfræðiráðgjöf og tilsögn en það ert þú sem situr undir stýri.Á hvaða tungumáli fer leiðsögnin í Jaguar Land Rover Ice Academy fram?

Dagskráin fer fram á ensku.Get ég tekið þátt í Ice Academy án þess að aka?

Dagskráin okkar er sérsniðin að því að veita einstaka akstursupplifun. Við getum ekki boðið fólki sem ekki ætlar að aka sjálft upp á skemmtilega dagskrá sem kemur í stað akstursupplifunarinnar vegna staðsetningar og aðstæðna. Ekkert stenst samanburð við að aka á ísnum og því mælum við með að gestir skrái sig sem ökumenn.Hvaða önnur afþreying er í boði?

Boðið er upp á hundasleðaferðir, snjósleðaferðir og ökuferð við norðurheimskautsbauginn (gegn aukagjaldi), sem hægt er að bóka fyrirfram þegar pantað er pláss í Jaguar Land Rover Ice Academy. Frekari upplýsingar um þessa og aðra afþreyingu sem er í boði má nálgast hjá starfsfólki okkar á staðnum eða með því að senda tölvupóst á jlriceacademy@zerotwonine.com

VERÐ

Hvenær er lokað fyrir bókanir?

Lokað verður fyrir skráningu fjórum vikum fyrir upphafsdag hverrar ferðar.Þarf ég að kaupa viðbótartryggingu til að geta ekið?

Ekki er þörf á viðbótarbílatryggingu en áskilið er að gestir kaupi sér víðtæka ferðatryggingu. Hægt er að kaupa ferðatryggingar í gegnum rekstrarfélag okkar, Zum goldenen Hirschen X zerotwonine GmbH.


Netfang: jlriceacademy@zerotwonine.com eða sími: +49 69 460 97 47 47 (9:00–18:00 (Mið-Evróputími), mánudaga til föstudaga, nema á almennum frídögum á staðnum. Símafyrirtæki kann að innheimta gjöld).Hvað er innifalið í verðinu fyrir Jaguar Land Rover Ice Academy?

Eftirfarandi er almennt innifalið: allur akstur, hótelgisting (með tvíbreiðu rúmi), morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, drykkir með mat og ferðir til og frá flugvellinum í Arvidsjaur. Á ferðaáætluninni er að finna nákvæmar upplýsingar um það sem er innifalið í þinni ferð. Hafðu í huga að vegna þess að akstur er stór hluti af dagskránni er áfengi eingöngu innifalið með kvöldverði og í takmörkuðu magni. Gosdrykkir, te og kaffi er innifalið með öllum máltíðum.Hvað er ekki innifalið í verðinu fyrir akstursupplifunina?

Flug, máltíðir og drykkir sem ekki eru tilgreind í dagskránni, valfrjáls afþreying (til dæmis hundasleða- og snjósleðaferðir), gjöld fyrir vegabréfsáritun (ef við á), ferðatryggingar og aðrar ráðstafanir sem gerðar eru fyrir eða eftir ferðina og víkja frá ferðaáætluninni.

AKSTUR

Ég hef aldrei áður ekið á ís. Get ég samt sem áður tekið þátt í Jaguar Land Rover Ice Academy?

Algjörlega – aksturinn er hugsaður fyrir ökumenn á öllum getustigum. Þú færð ítarlegar akstursleiðbeiningar og sérfróðir Jaguar Land Rover-leiðbeinendur okkar verða þér innan handar til að veita sérfræðiráðgjöf og leiðbeiningar á ísnum með aðstoð talstöðva sem komið er fyrir í hverjum bíl. Í dagskrám fyrir lengra komna er eindregið mælst til þess að þátttakendur hafi einhverja fyrri reynslu af ísakstri.Hvaða bílum fæ ég að aka?

Ísakstur:
F-TYPE V6, F-PACE, Range Rover Sport, Range Rover Velar
Ísakstur+:
F-TYPE V6, F-TYPE V8, F-PACE, Range Rover Sport, Range Rover Velar
Ísakstur fyrir lengra komna:
F-TYPE V6, F-TYPE V8, F-PACE, I-PACE, Range Rover Sport, Range Rover Velar
Ísakstur fyrir lengra komna +:
F-TYPE V6, F-TYPE V8, F-TYPE V8 SVR, F-PACE, I-PACE, Range Rover Sport, Range Rover VelarEinstaka sinnum gætum við þurft, og við áskiljum okkur rétt til, að skipta um eða skipta út einhverjum bílum, vegna kringumstæðna sem við höfum ekki stjórn á.Eru bílarnir beinskiptir eða sjálfskiptir?

Allir bílar í þessari dagskrá eru sjálfskiptir.Eru bílarnir með stýrið vinstra eða hægra megin?

Bílarnir eru ýmist með stýrið hægra eða vinstra megin. Viðskiptavinum sem þykir ekki þægilegt að aka öðrum hvorum megin í bílnum er velkomið að láta leiðbeinendurna vita og þeir munu þá gera sitt besta til að uppfylla þarfir þeirra.Hver er lágmarksaldurinn fyrir þátttöku?

Lágmarksaldur fyrir þátttöku er 21 árs með fullt ökuleyfi í þrjú ár eða 23 ára með fullt leyfi í eitt ár.Hvers konar ökuleyfi þarf ég að hafa?

Allir ökumenn verða að vera með fullt og gilt ökuleyfi. Ef þú ert með breskt ökuleyfi færðu sendan veftengil á vefeyðublað sem þú þarft að fylla út fyrirfram til þess að staðfesta gildi ökuleyfisins. Ef leyfið var gefið út annars staðar en á Bretlandi þarftu að fylla út eyðublað um ökuleyfi á kynningarfundinum. Ökuleyfið þitt verður að vera gilt og framvísa verður því daginn sem aksturinn fer fram.Allir ökumenn verða að búa yfir að minnsta kosti þriggja (3) ára samfelldri akstursreynslu með fullt leyfi án þess að hafa lent í alvarlegu óhappi eða fengið sekt undanfarin tvö (2) ár. Að öðrum kosti þarf ökumaður að hafa að minnsta kosti eins (1) árs samfellda akstursreynslu með fullt leyfi án þess að hafa lent í alvarlegu óhappi eða sekt á þeim tíma ef viðkomandi hefur náð 23 ára aldri. Ökumenn mega ekki vera með meira en 6 refsipunkta á ökuskírteininu sínu (þar sem við á) til að geta tekið þátt í hvers kyns akstri á vegum sem innifalinn er í dagskránni. Þú verður að láta okkur vita ef þú ert með fleiri en 6 refsipunkta á ökuskírteininu þínu.Þarf ég að vera með tiltekna líkamlega getu eða í tilteknu líkamlegu ástandi til að geta tekið þátt?

Til að taka þátt í akstursupplifuninni skaltu vera viss um að þú vitir ekki til neinna aðstæðna sem gætu komið í veg fyrir að þú gætir ekið, svo sem langvinn bakveiki (eða svipað ástand), andlegt ástand sem gæti haft áhrif á ökuhæfni þína, slæm sjón sem uppfyllir ekki kröfur fyrir akstur, þungun eða hjartakvillar.Hversu margir eru í hverjum bíl?

Tveir gestir deila hverjum bíl. Í dagskránni fyrir lengra komna verður stundum boðið upp á kennslu þar sem aðeins er einn ökumaður og leiðbeinandi.

FERÐIR

Fæ ég minn eigin bíl ef ég er að ferðast ein(n)?

Nei. Ef þú ert ein(n) á ferð verðurðu í bíl með öðrum gesti. Þú færð hins vegar þitt eigið hótelherbergi.Mega börn taka þátt í Jaguar Land Rover Ice Academy?

Jaguar Land Rover Ice Academy hentar ekki börnum af öryggisástæðum og vegna öfga í veðurfari á staðnum.Hver er hámarksstærð hópa í hverri akstursupplifun?

Til að bjóða upp á sérstakari og skemmtilegri upplifun er hámarksstærð hópa í Jaguar Land Rover Ice Academy 30 gestir (tveir í hverjum bíl) og 20 gestir í ísakstri fyrir lengra komna og ísakstri fyrir lengra komna +.Hvernig rúm eru í boði?

Við bjóðum upp á tvíbreið rúm í öllum herbergjum. Einbreið rúm eru ekki í boði.Þarf ég vegabréfsáritun?

Flest lönd utan Evrópusambandsins þurfa vegabréfsáritun til að ferðast til Svíþjóðar og Evrópusambandsins. Hafðu samband við ræðismannsskrifstofuna á þínum stað til að athuga hvaða kröfur gilda fyrir þig. Þurfir þú boð til að fá vegabréfsáritun skaltu vinsamlegast láta Zum goldenen Hirschen X zerotwonine GmbH vita og þau munu útvega það.Hvaða gjaldmiðill er notaður í Svíþjóð?

Innlendur gjaldmiðill er sænskar krónur (SEK).Hvern get ég haft samband við ef ég þarf aðstoð með að bóka flug eða fá mér ferðatryggingu?

Zum goldenen Hirschen X zerotwonine GmbH, samstarfsaðili okkar, aðstoðar þig með ánægju við að bóka flug og kaupa ferðatryggingu. Hægt er að hafa samband við þau á eftirfarandi hátt: Netfang: jlriceacademy@zerotwonine.com Sími: +49 69 460 97 47 47 (9:00–18:00 (Mið-Evróputími), mánudaga til föstudaga. Símafyrirtæki kann að innheimta gjöld).Þarf ég sérstakan fatnað?

Hitastigið við aksturinn getur farið niður í -30 °C eða meira og því biðjum við gesti um að taka með sér viðeigandi hlýjan, veðurþolinn fatnað og skófatnað. Fatnaður er ekki útvegaður og því mælum við með því að allir þátttakendur taki eftirfarandi með sér:


• Hlýja húfu
• Hlýja hanska/vettlinga
• Ullartrefil
• Hlýjan undirfatnað (með síðum ermum/skálmum)
• Jakka/úlpu með góðri einangrun
• Ullarpeysu eða flíspeysu
• Nokkur létt lög til viðbótar sem hægt er að bæta við eftir þörfum
• Sterkan og þægilegan skófatnað (sem hentar fyrir akstur)Hvaða kröfur eru gerðar um kvöldklæðnað?

Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um kvöldklæðnað.Hvað gerist ef veðrið hentar ekki fyrir ísakstur?

Ef loka þarf ísflötinni af öryggisástæðum vegna veðurs verður boðið upp á aðra dagskrá í staðinn.Má ég taka með mér myndavél eða upptökuvél?

Já, að sjálfsögðu, en athugaðu að Jaguar Land Rover Ice Academy fer fram á leynilegu prófunarsvæði Jaguar Land Rover fyrir kalt loftslag og því gilda einhverjar takmarkanir um myndatöku. Drónar eru ekki leyfðir.

ÍSAKSTUR FYRIR LENGRA KOMNA

HANNAÐUR SÉRSTAKLEGA FYRIR GESTI SEM KOMA AFTUR TIL OKKAR EÐA GESTI SEM HAFA FYRRI REYNSLU AF ÍSAKSTRI.

FREKARI UPPLÝSINGAR
SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir af ævintýraferðum
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn draumabíl