ÆVINTÝRAFERÐ TIL NAMIBÍU

VELDU UM TVÆR MISMUNANDI ÁTTA DAGA ÆVINTÝRAFERÐIR SEM HVOR UM SIG ER HÖNNUÐ TIL AÐ SÝNA ÞAÐ BESTA SEM NORÐUR- OG SUÐURHLUTAR LANDSINS HAFA UPP Á AÐ BJÓÐA.

BÓKA NÚNA
cKh-njyq3d0

Veldu um tvær mismunandi átta daga ævintýraferðir sem hvor um sig er hönnuð til að sýna það besta sem norður- og suðurhlutar landsins hafa upp á að bjóða.

ÆVINTÝRI Í AFRÍKU

Namibía er í þeim hluta Afríku sem stundum vill gleymast en er í raun falin gersemi. Þetta víðfeðma og dularfulla land er sönn prýði innan heimsálfunnar. Til að mynda má þar finna elstu eyðimörkina, hæstu sandölduna og stærsta stofn blettatígra. Landið hefur upp á margt að bjóða sem enn á eftir að uppgötva.

HAFA SAMBAND
VELDU FERÐ
FERÐ UM NORÐUR-NAMIBÍU – STRÖND OG DÝRALÍF
Í ferðinni er áhersla á fjölbreytt náttúrulíf Namibíu. Farið er í Etosha-þjóðgarðinn þar sem hægt er að sjá fjölda dýrategunda í náttúrulegu umhverfi sínu.
FREKARI UPPLÝSINGAR
FERÐ UM SUÐUR-NAMIBÍU – SANDÖLDUR OG ÚTSÝNISSTAÐIR
Í ferðinni má njóta fjölbreytts fuglalífs Namibíu, auk stórkostlegra jarðmyndana. Farið er í Namib- og Kalahari-eyðimerkurnar og Namib-Naukluft þjóðgarðinn.
FREKARI UPPLÝSINGAR
MYNDASAFN FYRIR ÆVINTÝRAFERÐ Í NAMIBÍU

Sjáðu hverju þú getur átt von á í ævintýraferð Land Rover í Namibíu.

SKOÐA MYNDASAFN
ALGENGAR SPURNINGAR UM NAMIBÍU
ALMENNT

Hver sér um ferðirnar?

Agentur für Promotion und Service GmbH (APS) / Land Rover Experience Germany er rekstraraðili Land Rover-ævintýraferðanna í Namibíu, samkvæmt leyfi og með heimild Jaguar Land Rover. Þegar þú bókar gerirðu samning við APS GmbH.Hver ekur bílnum?

Þú! Land Rover-leiðbeinandi verður þér innan handar til að veita ráðgjöf og tilsögn. Ferðaáætlunin miðast aftur á móti við að gestir aki sjálfir þannig að það ert þú sem situr undir stýri nýjustu Land Rover-bílanna.Á hvaða tungumáli fer leiðsögn í ferðunum fram?

Leiðbeinendur/gestgjafar tala við gestina á ensku.

VERÐ

Þarf ég að kaupa tryggingu til að geta tekið þátt?

Við mælum með víðtækri ferðatryggingu.Hvað er innifalið í verðinu fyrir ferðina?


Eftirfarandi er almennt innifalið: akstur, gisting, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, drykkir með mat og ferðir til og frá Windhoek-flugvelli (ein skipulögð ferð hvora leið fyrir allan hópinn). Á ferðaáætluninni er að finna nákvæmar upplýsingar um það sem er innifalið í þinni ferð. Hafðu í huga að vegna þess að akstur er stór hluti af dagskránni er áfengi eingöngu innifalið með kvöldverði og í takmörkuðu magni. Gosdrykkir eru innfaldir með öllum máltíðum.Hvað er ekki innifalið í verðinu fyrir ferðina?

Flug, gjöld fyrir vegabréfsáritanir (ef við á), bólusetningar, ferðatryggingar, þjórfé, persónuleg útgjöld (t.d. minibar á hótelinu, þjónusta í heilsulind o.s.frv.) og aðrar ráðstafanir sem gerðar eru fyrir eða eftir ferðina og víkja frá ferðaáætluninni.

AKSTUR

Ég hef aldrei ekið fjórhjóladrifnum bíl eða ekið í torfærum. Get ég samt tekið þátt í ferðinni?

Svo sannarlega. Hæfur leiðbeinandi frá Land Rover fer með í allar ferðir og veitir sérfræðiráðgjöf og stuðning. Ferðirnar eru þó hannaðar fyrir ökumenn á öllum getustigum.Hvaða bíl fæ ég að aka?

Gestir aka Land Rover Discovery.Eru bílarnir beinskiptir eða sjálfskiptir?

Allir bílarnir eru með sjálfskiptingu.Hvaða kröfur eru gerðar um ökuleyfi og lágmarksaldur?

Allir gestir sem aka þurfa að vera a.m.k. 19 ára gamlir og hafa haft gilt ökuskírteini í a.m.k. eitt ár. Framvísa verður alþjóðlegu ökuskírteini.Þarf ég að vera með tiltekna líkamlega getu eða í tilteknu líkamlegu ástandi til að geta tekið þátt?

Til að taka þátt í akstursupplifuninni skaltu vera viss um að þú vitir ekki til neinna aðstæðna sem gætu komið í veg fyrir að þú gætir ekið, svo sem langvinn bakveiki (eða svipað ástand), andlegt ástand sem gæti haft áhrif á ökuhæfni þína, sjón sem uppfyllir ekki kröfur fyrir akstur, þungun eða hjartakvillar.Hversu margir gestir eru í hverjum bíl?

Verð miðast við tvo einstaklinga sem eru saman í bíl. Hægt er að bæta við einum eða tveimur gestum samkvæmt beiðni.Má ég taka þátt í ævintýraferðinni á mínum eigin Land Rover-bíl?

Ekki má taka þátt í eigin ökutæki af tryggingaástæðum.

FERÐIR

Fæ ég minn eigin bíl ef ég er að ferðast ein(n)?

Nei – af öryggisástæðum leyfum við fólki ekki að vera eitt í bíl. Gestir sem eru einir á ferð verða í bíl með öðrum gesti eða, ef fjöldinn í hópnum er oddatala, í bíl með einum af leiðbeinendunum. Þú færð hins vegar þitt eigið herbergi alla ferðina.Mega börn taka þátt í ferðunum?

Almennt henta ferðirnar fyrir börn eldri en 14 ára en þú getur haft samband við APS til að fá frekari upplýsingar og ræða þínar aðstæður.Get ég bókað alla ferðina fyrir lokaðan hóp?

Já, við bjóðum fúslega upp á einkaferðir fyrir hópa sem innihalda 10 einstaklinga eða fleiri. Hægt er að sérsníða dagskrána og aðlaga hana að þörfum hópsins.Er ekið í bílalest?

Já, við ferðumst venjulega í bílalest og notum talstöðvar til að eiga samskipti á milli bíla.Hver er hámarksstærð hópa í hverri ferð?

Til að veita þægilega og einstaka upplifun er hámarksfjöldi (og lágmarksfjöldi) í hóp fyrir hverja ferð 10 gestir (tveir í hverjum bíl).Þarf ég vegabréfsáritun?

APS GmbH ber ábyrgð á að upplýsa þig um kröfur varðandi vegabréf, vegabréfsáritun og heilsufar fyrir ferðina. Ef þú þarft formlegt boð til að fá vegabréfsáritun skaltu hafa samband við APS GmbH sem mun útvega slíkt. Frekari upplýsingar er að finna á: www.worldtravelguide.net/guides/africa/namibia/passport-visa/Hvaða gjaldmiðill er notaður í Namibíu?

Innlendur gjaldmiðill er namibískur dalur (NAD).Við viljum lengja ferðina um nokkra daga, er það hægt?

Svo sannarlega. APS GmbH getur aðstoðað þig við skipulag og bókanir fyrir viðbótardaga fyrir eða eftir ferðina. Sendu þeim tölvupóst á expeditions@landrover-experience.de eða hringdu í +49 (2058) 77 80 994 (09:00 til 17:00 (Mið-Evróputími), mánudaga til föstudaga. Símafyrirtækið kann að innheimta gjöld).Þarf ég bólusetningar?

Upplýsingar um ráðlagðar eða lögboðnar bólusetningar fyrir viðkomandi svæði má finna hér: https://www.worldtravelguide.net/guides/africa/namibia/health/Hvern get ég haft samband við ef ég þarf aðstoð með að bóka flug eða fá mér ferðatryggingu?

APS GmbH aðstoðar þig með ánægju við að bóka flug og kaupa ferðatryggingu. Fyrirtækið mun einnig láta þig vita af öllum hugsanlegum breytingum fyrir brottför.Hægt er að hafa samband við þau á eftirfarandi hátt:
Land Rover Experience Germany
c/o APS - Agentur für Promotion
und Service GmbH,
Am Sportplatz 26A, 42489, Wülfrath.


Netfang: expeditions@landrover-experience.de
Sími: +49 (2058) 77 80 994
(09:00 til 17:00 (Mið-Evróputími), mánudaga til föstudaga.
Símafyrirtækið kann að innheimta gjöld).


Fax: +49 (2058) 77 80 990Er einhver gerð af ferðatösku sem ég ætti að koma með frekar en aðra?

Við erum ekki með nein sérstök tilmæli um tegund ferðatösku. Bæði ferðatöskur og íþróttatöskur komast fyrir í bílunum.Hvaða kröfur eru gerðar um kvöldklæðnað?

Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um kvöldklæðnað.Hvað gerist ef lágmarksfjöldi fyrir ferðina næst ekki? Verður hætt við hana?

Lágmarksstærð hóps eru 10 einstaklingar í öllum Namibíu-ferðum. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hætta ekki við neinar ferðir en í einhverjum tilfellum er það óhjákvæmilegt. Ef lágmarksfjöldi þátttakenda er tilgreindur í ferðalýsingu APS fyrir tiltekna ferð getur APS getur rift samningi um pakkaferðina ef sá fjöldi hefur ekki náðst 31 degi fyrir upphaf ferðar. Tilkynning þess efnis verður send til þín án tafar og innborgunin endurgreidd. Frekari upplýsingar má finna í skilmálum okkar.Eru ferðaáætlunin og upplýsingar um gistingu endanlegar?

Ferðaáætlun og gisting eru háðar framboði og geta breyst. Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á ferðaáætlun og gististað.

Mikilvægt
Myndirnar sem hér birtast eru eingöngu ætlaðar sem sýnishorn. Ef einhver vafi leikur á dagskrá ferðarinnar veitir skriflega ferðaáætlunin ávallt áreiðanlegustu upplýsingarnar um ferðina. Við áskiljum okkur rétt til að breyta ferðaleiðinni og/eða skipta út ferðaþjónustuaðilanum fyrir sambærilega valkosti.

SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir af ævintýraferðum
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn draumabíl