HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA (PHEV) AÐ HEIMAN

FYLLTU Á RAFORKUNA Á ÁNINGARSTAÐ

Auk hæginda og hagkvæmni heimahleðslu er vel tímasett áfylling
á áfangastað frábær leið til að auka rafmagnsdrægi
tengiltvinnbílsins (PHEV) þíns yfir daginn.

Með því dregurðu einnig úr eldsneytiskostnaði og kolefnisspori, þökk sé
útblásturslausum akstri í rafmagnsstillingu (EV).

HVAR GET ÉG HLAÐIÐ BÍLINN MINN AÐ HEIMAN?

Fjöldi hleðslustöðva er sífellt að aukast, þar með talið á bílastæðum verslana, við líkamsræktarstöðvar, í bílastæðahúsum
og meira að segja á vinnustöðum. Tækifærin til að hlaða á meðan
bílnum er lagt hafa aldrei verið fleiri. Það er leikur einn að finna þær.

FINNDU HLEÐSLUSTÖÐVAR
MEÐ LEIÐSÖGN Í BÍLNUM

Með InControl-leiðsögukerfinu í Land Rover-bílnum hefurðu þúsundir aðgengilegra hleðslustöðva til að velja úr, auk nákvæmrar leiðsagnar fyrir fótgangandi og umferðarupplýsinga í rauntíma.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
FINNDU HLEÐSLUSTÖÐVAR<br> MEÐ LEIÐSÖGN Í BÍLNUM

HVERNIG HLEÐ ÉG FJARRI HEIMILINU?

Til að tengjast hleðslustöð notar Land Rover-tengiltvinnbíllinn þinn CCS-hleðslutengi. Það er samhæft við lægri riðstraumshleðsluhraða og í tilteknum gerðum við hraðari hleðslustöðvar með jafnstraumi. Sumir bílaframleiðendur nota önnur hleðslukerfi, til að mynda CHAdeMO. Þessi kerfi eru minna notuð á hleðslustöðvum og eru ekki samhæf við Land Rover-tengiltvinnbíla.



Hægari hleðslustöðvar með riðstraumshleðslu má finna á bílastæðum verslana, við líkamsræktarstöðvar og í bílastæðahúsum. Hraðhleðslustöðvar með jafnstraumi er yfirleitt að finna við þjóðvegi og opinbera vegi.

RIÐSTRAUMSHLEÐSLA

RIÐSTRAUMSHLEÐSLA

Flestar hleðslustöðvar með riðstraumi krefjast þess að þú notir þína eigin snúru og því er riðstraumshleðslusnúra
staðalbúnaður í öllum Land Rover-tengiltvinnbílum. Um er að ræða sömu snúru og þú notar í
heimahleðslustöðinni.
HRAÐHLEÐSLA MEÐ JAFNSTRAUMI

HRAÐHLEÐSLA MEÐ JAFNSTRAUMI

Fljótlegasta leiðin til að hlaða fjarri heimilinu. Hraðhleðslustöðvar með jafnstraumi eru með áfasta snúru svo þú þarft ekki að nota þína eigin.

HVERNIG GREIÐI ÉG FYRIR HLEÐSLU?

MEÐ SMELLI EÐA KORTI

Þrátt fyrir að sumar hleðslustöðvar séu gjaldfrjálsar er aðgangur að flestum þeirra
háður þægilegum greiðslumátum,
þar á meðal farsímaforritum, aðildarreikningum eða snertilausum greiðslukortum.
Kostnaður við hleðslu á almennri hleðslustöð samanstendur yfirleitt af
upphafsgjaldi, hleðslutíma (kostnaði á klst.) og/eða
orku sem notuð er (kostnaði á kWh).

Við mælum með því að þú kynnir þér fleiri en einn
þjónustuaðila til að tryggja sem best aðgengi og greiðslumáta fyrir þær leiðir sem þú kýst að fara,
sérstaklega þegar þú heimsækir annað land.
MEÐ SMELLI EÐA KORTI

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA

HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA

Kynntu þér allt um hleðslutíma, sparnað og hleðslu tengiltvinnbíla heima við eða að heiman.
UPPSETNING HEIMAHLEÐSLUSTÖÐVAR FYRIR BÍLINN ÞINN

UPPSETNING HEIMAHLEÐSLUSTÖÐVAR FYRIR BÍLINN ÞINN

Heimahleðslustöð sem fagaðili setur upp er einfaldasta, hentugasta og hagkvæmasta leiðin til að hefja hvern dag með fulla hleðslu á bílnum.

1Aðeins samhæfir snjallsímar. Háð framboði þriðja aðila þjónustuaðila og sendistyrk farsíma.