Þú getur hlaðið Land Rover-tengiltvinnbílinn (PHEV) heima á meðan þú slakar á.
Það er alla jafna ódýrasti og hentugasti hleðslumátinn og hann er jafneinfaldur og að stinga símanum í samband. Að auki geturðu farið allar þínar ferðir innanbæjar án þess að þurfa að koma við á bensínstöð.
Hleðslutölur fyrir hraðhleðslustöðvar með jafnstraumi – sem alla jafna eru á bensínstöðvum við hraðbrautir og aðalvegi – eru allt að 80%. Þetta stafar af því að verulega dregur úr hleðsluhraða þegar hleðsla nær 80% til að vernda rafhlöðuna og hámarka líftíma hennar.
Ökutæki | Hámarksdrægi | Heimahleðsla og hleðsla á hleðslustöðvum með riðstraumi (7kW) 0–100% | Hraðhleðsla með jafnstraumi (50kW) 0–80% |
Nýr Range Rover-tengiltvinnbíll | Drægi á rafmagni er allt að 121 km‡ †† | Eftir um 5 klst.2 | Eftir um 60 mín.2 |
Nýr Range Rover Sport-tengiltvinnbíll | Drægi á rafmagni er allt að 113 km‡ †† | Eftir um 5 klst.2 | Eftir um 40 mín.2 |
Range Rover Velar-tengiltvinnbíll | Drægi á rafmagni er allt að 61 km‡ †† | Eftir um 2 klst. og 16 mín.2 | Eftir um 30 mín.2 |
Range Rover Evoque-tengiltvinnbíll | Drægi á rafmagni er allt að 62 km‡ †† | Eftir um 2 klst. og 12 mín.2 | Eftir um 30 mín.2 |
Discovery Sport-tengiltvinnbíll | Drægi á rafmagni er allt að 60 km‡ †† | Eftir um 2 klst. og 12 mín.2 | Eftir um 30 mín.2 |
Defender-tengiltvinnbíll | Drægi á rafmagni er allt að 43 km‡ †† | Eftir um 2 klst. og 30 mín.2 | Eftir um 30 mín.2 |
‡Drægi á rafmagni byggist á framleiðsluökutæki á staðlaðri leið. Drægi er mismunandi og veltur á ástandi ökutækis og rafhlöðu, leiðinni sem ekin er, umhverfisaðstæðum og aksturslagi.
†Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings,2 eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.
††Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings,2eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.
1Aðeins samhæfir snjallsímar. Háð framboði þriðja aðila þjónustuaðila og sendistyrk farsíma.
2Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.