Í Land Rover-tengiltvinnbílunum (PHEV) sameinast yfir 70 ára reynsla af framleiðslu afkastamikilla
bíla við snerpu og glæsileika raforkunnar.
Þessi öfluga samsetning eykur lúxus og sjálfbærni bílanna sem þú treystir að
komi þér á áfangastað. Það þýðir ekki að aflið sé minna. Bara færri heimsóknir á bensínstöðina.
Líkt og allir aðrir Land Rover-bílar búa tengiltvinnbílarnir okkar yfir framúrskarandi dráttargetu.
Ökutæki | Hámarksdráttargeta3 | Hjólhýsi (1.300–1.800 kg)3 | Hestakerra og hestur (1.200–1.700 kg)3 | Vélbátur og tengivagn (1.600–2.000 kg)3 |
Range Rover-tengiltvinnbíll | 3000 kg | Já | Já | Já |
Nýr Range Rover Sport-tengiltvinnbíll | 3.500 kg | Já | Já | Já |
Range Rover Velar-tengiltvinnbíll | 2.000 kg | Já | Já | Já |
Range Rover Evoque-tengiltvinnbíll | 1.600 kg | Allt að 1.600 kg | Já | Nei |
Discovery Sport-tengiltvinnbíll | 1.600 kg | Allt að 1.600 kg | Já | Nei |
Defender-tengiltvinnbíll | 3.000 kg | Já | Já | Já |
Þyngd hjólhýsis í fjölskyldustærð (4–6 manna), meðalstórrar hestakerru með einum hesti og meðalstórs vélbáts og tengivagns er aðeins tekið sem dæmi.
Torfærumyndskeið voru tekin upp á viðeigandi landsvæði með viðeigandi heimildum.
1Torfæruakstur og akstur í lágu drifi hefur veruleg áhrif á drægi á rafmagni.
2Kannið alltaf akstursleið og uppakstursleið áður en ekið er yfir vatn.
3Háð því að bílstjórinn hafi ökuleyfi í viðeigandi ökuréttindaflokki.