AKSTUR LAND ROVER-TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

AKSTUR LAND ROVER-TENGILTVINNBÍLA
(PHEV)

SAMA ÁRÆÐNIN. FRAMÚRSKARANDI
FÁGUN

Í Land Rover-tengiltvinnbílunum (PHEV) sameinast yfir 70 ára reynsla af framleiðslu afkastamikilla
bíla við snerpu og glæsileika raforkunnar.

Þessi öfluga samsetning eykur lúxus og sjálfbærni bílanna sem þú treystir að
komi þér á áfangastað. Það þýðir ekki að aflið sé minna. Bara færri heimsóknir á bensínstöðina.

ÞÆGINDI ÁN NOKKURRA MÁLAMIÐLANA

Tafarlaust tog rafstillingar Land Rover-tengiltvinnbíla
eykur einstaka akstursgetuna hvort sem er í
grjótskriðum eða í hálum brekkum.1.

Þegar kemur að ám og vegum sem flætt
hefur yfir geta nýjustu tengiltvinnbílarnir okkar, líkt og allir Land Rover-bílar,
ekið í hámarksdýpt á bilinu 500 mm til 900 mm, sem fer eftir
gerð bílsins2. Upphækkunarflái og flái að aftan helst sá sami.
ÞÆGINDI ÁN NOKKURRA MÁLAMIÐLANA

HLJÓÐLÁTUR BORGARAKSTUR

Þegar þú þræðir þig eftir götum borgarinnar tryggir rafmagnsstillingin (EV) nánast hljóðlausan akstur án útblásturs. Þetta er Land Rover-afl í sínu tærasta formi.

HVAÐ GET ÉG DREGIÐ MEÐ LAND ROVER-TENGILTVINNBÍL (PHEV)?

Líkt og allir aðrir Land Rover-bílar búa tengiltvinnbílarnir okkar yfir framúrskarandi dráttargetu.

Ökutæki Hámarksdráttargeta3 Hjólhýsi (1.300–1.800 kg)3 Hestakerra og hestur (1.200–1.700 kg)3 Vélbátur og tengivagn (1.600–2.000 kg)3
Range Rover-tengiltvinnbíll 3000 kg
Nýr Range Rover Sport-tengiltvinnbíll 3.500 kg
Range Rover Velar-tengiltvinnbíll 2.000 kg
Range Rover Evoque-tengiltvinnbíll 1.600 kg Allt að 1.600 kg Nei
Discovery Sport-tengiltvinnbíll 1.600 kg Allt að 1.600 kg Nei
Defender-tengiltvinnbíll 3.000 kg

Þyngd hjólhýsis í fjölskyldustærð (4–6 manna), meðalstórrar hestakerru með einum hesti og meðalstórs vélbáts og tengivagns er aðeins tekið sem dæmi.

RAFKNÚNIR
LAND ROVER-BÍLAR

Kynntu þér úrval tengiltvinnbíla (PHEV) og hybrid-bíla með samhliða kerfi (MHEV) sem endurspegla nútímalegar áherslur Land Rover hvað varðar akstursgetu og lúxus.
RAFKNÚNIR <br>LAND ROVER-BÍLAR

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA

HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA

Kynntu þér allt um hleðslutíma, sparnað og hleðslu tengiltvinnbíla heima við eða að heiman.
ALLT UM DRÆGI TENGILTVINNBÍLA

ALLT UM DRÆGI TENGILTVINNBÍLA

Í Land Rover-tengiltvinnbíl er engin fjarlægð utan seilingar. Kynntu þér hvernig þú getur hámarkað afköstin í rafstillingu í hverri einustu bílferð.

Torfærumyndskeið voru tekin upp á viðeigandi landsvæði með viðeigandi heimildum.

1Torfæruakstur og akstur í lágu drifi hefur veruleg áhrif á drægi á rafmagni.

2Kannið alltaf akstursleið og uppakstursleið áður en ekið er yfir vatn.

3Háð því að bílstjórinn hafi ökuleyfi í viðeigandi ökuréttindaflokki.