SJÁLFBÆR FRAMTÍÐ

SJÁLFBÆR FRAMTÍÐ

RAFMAGNIÐ Í FYRIRRÚMI

Líkt og umhverfi okkar er Land Rover í stöðugri þróun. Til að ná markmiði okkar
um öruggara og hreinna umhverfi fyrir alla höfum við sett hreint rafmagn í forgang
þegar kemur að bílunum okkar.


Allir okkar tengiltvinnbílar (PHEV) og hybrid-bílar með samhliða kerfi (MHEV) eru hluti
af þeirri vegferð. En við stefnum enn hærra. Kynntu þér hvernig við höfum endurhannað
sjálfbæran lúxus frá grunni og hvernig þú getur verið hluti af lausninni með því að aka á rafmagni.

100% Rafmagnaður Range Rover

Hægt verður að forpanta nýjan 100% rafmagnaðan Range Rover seinni part 2023.
100% Rafmagnaður Range Rover

VEGFERÐ OKKAR Í ÁTT AÐ ÚTBLÁSTURSLAUSUM AKSTRI

Til viðbótar við rafbílana okkar stefnum við á kolefnishlutleysi á öllum sviðum reksturs okkar fyrir árið 2039 – allt frá aðfangakeðjunni til framleiðsluferlisins

Nú þegar stefnum við í átt að kolefnishlutleysi með því að nota 100% hreint, endurnýjanlegt rafmagn í öllu framleiðslukerfi okkar í Bretlandi.
VEGFERÐ OKKAR Í ÁTT AÐ ÚTBLÁSTURSLAUSUM AKSTRI

RAFHLÖÐUR SEM ENDAST

Þegar þú ekur Land Rover er langur endingartími staðalbúnaður. Rafhlaðan í tengiltvinnbílnum þínum er þar engin
undantekning. Til að tryggja þér hugarró fylgir þeim ábyrgð sem gildir í sex ár eða 100.000 km
– hvort sem kemur á undan.


Og þegar loks kemur að lokum líftíma bílsins tekur við endurvinnsla samkvæmt heildstæðri stefnu okkar
í endurvinnslumálum sem hluti af markmiðum okkar hvað varðar sjálfbæran rekstur.

HREINNI AKSTUR ALLA
DAGA

Þegar þú ert við stýrið á Land Rover-tengiltvinnbíl hefurðu valdið til að draga úr áhrifum þínum á umhverfið í hverri einustu bílferð.

SVONA HELST HLEÐSLAN Í HÁMARKI

SVONA HELST HLEÐSLAN Í HÁMARKI

Þú hámarkar drægi á rafmagni ef þú byrjar daginn með fullhlaðna rafhlöðu. Fljótlegasta, þægilegasta og ódýrasta leiðin er að hlaða bílinn í gegnum heimahleðslustöð.
ENDURNÝJANLEG ORKA OG HLEÐSLA UTAN ÁLAGSTÍMA

ENDURNÝJANLEG ORKA OG HLEÐSLA UTAN ÁLAGSTÍMA

Þú getur dregið úr umhverfisáhrifum með því að hlaða tengiltvinnbílinn þinn á næturnar þegar orkueftirspurnin er minni. Þetta getur einnig þýtt sparnað með lægra raforkugjaldi og markmið margra söluaðila um að auka framboð endurnýjanlegrar orku.
100% RAFKNÚINN AKSTUR

100% RAFKNÚINN AKSTUR

Land Rover-tengiltvinnbíllinn þinn getur skipt á milli bensíns og raforku með einni snertingu. 100% rafknúinn akstur er einföld leið til að komast frá A til B í styttri ferðum án útblásturs.

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

RAFHLÖÐUTÆKNI TENGILTVINNBÍLA

RAFHLÖÐUTÆKNI TENGILTVINNBÍLA

Fáðu fræðslu um endingargóða tæknina að baki rafknúna hluta tengiltvinnbílanna okkar og hvernig hún knýr sjálfbæra framtíðarsýn okkar.
ALLT UM DRÆGI TENGILTVINNBÍLA

ALLT UM DRÆGI TENGILTVINNBÍLA

Í Land Rover-tengiltvinnbíl er engin fjarlægð utan seilingar. Kynntu þér hvernig þú getur hámarkað afköstin í rafstillingu í hverri einustu bílferð.
HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA

HLEÐSLA TENGILTVINNBÍLA

Kynntu þér allt um hleðslutíma, sparnað og hleðslu tengiltvinnbíla heima við eða að heiman.