Líkt og umhverfi okkar er Land Rover í stöðugri þróun. Til að ná markmiði okkar
um öruggara og hreinna umhverfi fyrir alla höfum við sett hreint rafmagn í forgang
þegar kemur að bílunum okkar.
Allir okkar tengiltvinnbílar (PHEV) og hybrid-bílar með samhliða kerfi (MHEV) eru hluti
af þeirri vegferð. En við stefnum enn hærra. Kynntu þér hvernig við höfum endurhannað
sjálfbæran lúxus frá grunni og hvernig þú getur verið hluti af lausninni með því að aka á rafmagni.
Þegar þú ekur Land Rover er langur endingartími staðalbúnaður. Rafhlaðan í tengiltvinnbílnum þínum er þar engin
undantekning. Til að tryggja þér hugarró fylgir þeim ábyrgð sem gildir í sex ár eða 100.000 km
– hvort sem kemur á undan.
Og þegar loks kemur að lokum líftíma bílsins tekur við endurvinnsla samkvæmt heildstæðri stefnu okkar
í endurvinnslumálum sem hluti af markmiðum okkar hvað varðar sjálfbæran rekstur.
Þegar þú ert við stýrið á Land Rover-tengiltvinnbíl hefurðu valdið til að draga úr áhrifum þínum á umhverfið í hverri einustu bílferð.