YFIR Í RAFMAGNIÐ MEÐ LAND ROVER

ENDURHÖNNUN Á GOÐSAGNAKENNDRI AKSTURSGETU
OG LÚXUS

Í yfir 70 ár hefur Land Rover reynt á mörk hins mögulega.

Í dag eru mögnuðustu og flottustu bílar heims knúnir raforku
sem gerir þá sjálfbærari, viðbragðsfljótari og fágaðri en nokkru sinni fyrr.

MILDUR VIÐ NÁTTÚRUNA

MILDUR VIÐ NÁTTÚRUNA

Nýja línan okkar af tengiltvinnbílum (PHEV) losar engan útblástur í rafmagnsstillingu (EV) og dregur verulega úr útblæstri í hybrid-stillingu. Þannig minnkarðu kolefnisspor þitt til muna á meðan þú heldur áfram að njóta náttúrunnar.
FRAMÚRSKARANDI FÁGUN

FRAMÚRSKARANDI FÁGUN

Rómuð akstursgeta Land Rover-bíla í bland við nánast hljóðlausan akstur tengiltvinnbíla og hybrid-bíla með samhliða kerfi býður upp á einstaka akstursupplifun.
100% Rafmagnaður Range Rover

100% Rafmagnaður Range Rover

Hægt verður að forpanta nýjan 100% rafmagnaðan Range Rover seinni part 2023.

TEGUNDIR RAFKNÚINNA LAND ROVER-BÍLA
AFL

TENGILTVINNBÍLL (PHEV)

TENGILTVINNBÍLL (PHEV)

Með bæði bensínvél og rafmótor. Í lengri ferðum geturðu skipt úr hreinum rafakstri án útblásturs yfir í blöndu bensíns og raforku með minni losun. Það er leikur einn að hlaða hann með rafmagni, hvort sem er heima við eða á áfangastað.
HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI (MHEV)

HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI (MHEV)

Engin þörf á hleðslu. Land Rover-bílar með samhliða kerfi eru með lítinn rafmótor sem eykur sparneytni bensín- og dísilvéla með því að endurnýta orku þegar hægt er á bílnum og með því að endurheimta hemlaorku.

TENGILTVINNBÍLL, BENSÍNBÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI EÐA DÍSILBÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI - HVER ÞEIRRA HENTAR ÞÉR?

Skoðaðu aksturslagið og hleðsluaðgengi til að meta hvort næsti bíll ætti að vera PHEV-tengiltvinnbíll eða hybrid-bíll með samhliða kerfi.
TENGILTVINNBÍLL, BENSÍNBÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI EÐA DÍSILBÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI - HVER ÞEIRRA HENTAR ÞÉR?

Hver þeirra hentar þér?

Svaraðu fimm stuttum spurningum um aksturslag þitt til að sjá hvort næsti bíllinn þinn ætti að vera knúinn með dísilolíu, bensíni eða rafmagni.

LÍFIÐ MEÐ LAND ROVER-TENGILTVINNBÍL

HLEÐSLA HEIMA EÐA AÐ HEIMAN

HLEÐSLA HEIMA EÐA AÐ HEIMAN

Heimahleðslustöð er þægilegasta og ódýrasta leiðin til að hefja hvern dag með fullhlaðinn bíl. Á ferðinni er kjörið að fylla á rafmagnið á næstu hleðslustöð.
ÓVIÐJAFNANLEG AKSTURSGETA

ÓVIÐJAFNANLEG AKSTURSGETA

Þegar þú kannar ótroðnar slóðir uppgötvarðu tafarlaust afl raforkunnar sem ræður leikandi létt við krefjandi aðstæður. Að auki eru tengiltvinnbílar framúrskarandi í akstri yfir vöð, þökk sé góðri veghæð.
DAGLEGUR SPARNAÐUR

DAGLEGUR SPARNAÐUR

Land Rover PHEV-bílar eru undanþegnir umferðargjöldum og þeim fylgja lægri rekstrarkostnaður og skattaaflslættir sem hjálpa þér að spara peninga árið um kring.
UMHVERFISVÆNNI FERÐAMÁTI

UMHVERFISVÆNNI FERÐAMÁTI

Í rafmagnsstillingu (EV) losa tengiltvinnbílar engan útblástur svo það er óhætt að segja að þú dragir úr umhverfisáhrifum í hverri bílferð.

Kynntu þér framboð okkar af bílgerðum á þínu markaðssvæði.

RAFKNÚNIR BÍLAR FRÁ LAND ROVER

Kynntu þér úrval tengiltvinnbíla (PHEV) og hybrid-bíla með samhliða kerfi (MHEV) sem endurspegla
nútímalegar áherslur Land Rover hvað varðar akstursgetu og lúxus.

1Kannið alltaf akstursleið og uppakstursleið áður en ekið er yfir vatn.