HLEÐSLA PHEV-TENGILTVINNBÍLA

FINNDU EV-HLEÐSLULAUSNINA SEM HENTAR ÞÉR BEST

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS G/KM
ALLT NIÐUR Í 64

SPARNEYTNI (BLANDAÐUR AKSTUR)
FRÁ 2.8

HLEÐSLA HEIMA VIÐ
HLEÐSLA HEIMA VIÐ

Hægt er að fullhlaða PHEV-tengiltvinnbílana okkar bæði gegnum venjulega rafmagnsinnstungu og IEC-tengi. Það hentar frábærlega að hlaða þá yfir nótt þar sem þeir ná fullri hleðslu á aðeins 7,4 klukkustundum sem býður upp á allt að 51 km akstur án útblásturs. Ef heimahleðslustöð er sett upp og notuð styttist hleðslutíminn í aðeins 2-5 klukkustundir*.

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM
HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

Þú getur notað almennar hleðslustöðvar til að hlaða tengiltvinnbílinn þinn þegar þú ert fjarri heimilinu. Þær má finna á þjónustustöðvum við hraðbrautir, bensínstöðvum og almenningsbílastæðum. Connect Pro vísar þér á hleðslustöðvar á leiðinni. **

EV-HLEÐSLUBÚNAÐUR
LEITA AÐ AUKAHLUTUM
HEIMAHLEÐSLUSNÚRA - STAÐALBÚNAÐUR
Öllum Land Rover PHEV-bílum fylgir heimahleðslusnúra (hleðslusnúra af tegund 2). Hægt er að stinga snúrunni í samband við venjulegar rafmagnsinnstungur og hleðslutíminn er ekki nema 7,4 klukkustundir. Hægt er að nota snúruna í öllum veðrum. Hægt er að nálgast upplýsingar um hleðslutíma á hverju svæði hjá söluaðila Land Rover. †
FJÖLNOTAHLEÐSLUSNÚRA - AUKAHLUTUR
Hægt er að ná fullri hleðslu á aðeins 2,75 klst.* með fjölnotahleðslusnúrunni (hleðslusnúra af tegund 2, aukahlutur) og sérstakri heimahleðslustöð. Hægt er að skipta um millistykki á snúrunni sem gerir þér kleift nota hana í öðrum löndum, með mismunandi útfærslu fyrir tvo eða þrjá pinna eftir svæðum.†
HLEÐSLUSNÚRA FYRIR HRAÐHLEÐSLUSTÖÐVAR - AUKAHLUTUR
Hleðslusnúra fyrir almenningshleðslustöðvar (hleðslusnúra af tegund 3) gerir þér kleift að tengja bílinn við riðstraumshleðslustöðvar þegar þú ert á ferðinni. Snúran er samhæf við heimahleðslustöð sem vottaður birgir Land Rover getur sett upp heima hjá þér.†
HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ

Við vottum birgja og uppsetningaraðila fyrir heimahleðslustöðvar af kostgæfni til að tryggja hámarksgæði vinnunnar. Hægt er að setja sterkbyggða heimahleðslustöðina upp á viðeigandi stað sem hentar þér. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Land Rover.

FINNA SÖLUAÐILA
ENDURNÝTING HEMLAAFLS

Endurnýting hemlaafls notar rafmótorinn til að safna hreyfiorku við hemlun og breyta henni í raforku til að endurhlaða háspennurafhlöðuna. Þetta ferli hefst um leið og þú tekur fótinn af inngjöfinni, sem og við hemlun. Endurnýting hemlaafls kemur ekki í staðinn fyrir hefðbundna hleðslu bílsins en kemur til viðbótar þeirri hleðslu sem er á bílnum við akstur.

VELDU GERÐ
RANGE ROVER PHEV
Hér fer afgerandi og fágaður lúxusbíll sem búinn er öllum eiginleikum hins sígilda Range Rover, auk sparneytni og afkastagetu PHEV-tengiltvinnbíls.
RANGE ROVER SPORT PHEV
Range Rover Sport PHEV setur ný viðmið fyrir afkastagetu og sparneytni. Rennileg hönnun og lipur og öruggur akstur kallast á við aukin afköst og minni útblástur frá hugvitssamlegustu vélinni okkar hingað til.

*Hleðslutími getur verið mismunandi eftir rafveitu heimilisins. 
*
*Tilteknar stöðvar kunna að krefjast skráningar eða innheimta gjald eftir notkun. 
†Aldrei ætti að nota framlengingarsnúrur og millistykki með rafbílum eða hleðslusnúrum. 
Í PHEV-tengiltvinnbílum er farangursrýmið aftur í minna. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila.  Hleðslubúnaður getur verið mismunandi eftir mörkuðum. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Hannaðu þinn draumabíl
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu hvað Land Rover hefur upp á að bjóða
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila