RANGE ROVER EVOQUE HSE
10" SNERTISKJÁR OG SÆTI MEÐ GÖTUÐU WINDSOR-LEÐRI FYRIR ÞAU KRÖFUHÖRÐU
Settu saman þinn eigin bíl19" Style 103-álfelgur með tíu örmum eru fullkominn grunnur fyrir hönnun ytra byrðis bílsins.
Hraðvirkt og einfalt Touch Pro-kerfi býður þér upp á fjölbreytt úrval eiginleika á 10" snertiskjá með einfaldri bendistjórnun.
Þessi ljós eru bæði stílhrein og gagnleg og taka sig vel út á framhluta bílsins.
Þetta 380 W hljóðkerfi með tíu hátölurum og bassahátalara skilar óviðjafnanlegum hljómi til allra í farþegarýminu.
Hvert einasta smáatriði, alveg niður í lit og styrk þráðar í saumi, er úthugsað í vinnslu og samsetningu þessara ótrúlega mjúku og þægilegu sæta.
Þessi eiginleiki notar línur til að sýna ytri jaðar bílsins og áætlaða akstursstefnu og línurnar eru felldar inn á myndina til að auðveldara sé að leggja í þröng stæði.
Vél | Hröðun 0-100 km/klst. í sek. |
Hámarkshraði km/klst. |
Tog Nm | Blandaður akstur l/100 km | Losun koltvísýrings í g/km |
---|---|---|---|---|---|
eD4 BEINSKIPTING (2WD) 2,0 lítra dísilvél (150 hö.) Sex gíra skipting | 9,8 | 182 | 380 | Frá 5,8‡ | Frá 152‡ |
TD4 BEINSKIPTING (4WD) 2,0 lítra dísilvél (150 hö.) Sex gíra skipting | 10,5 | 182 | 380 | Frá 6,2‡ | Frá 163‡ |
TD4 SJÁLFSKIPTING (4WD) 2,0 lítra dísilvél (150 hö.) Níu þrepa skipting | 10,4 | 182 | 380 | Frá 6,3‡ | Frá 166‡ |
TD4 BEINSKIPTING (4WD) 2,0 lítra dísilvél (180 hö.) Sex gíra skipting | 9,6 | 200 | 430 | Frá 6,2‡ | Frá 163‡ |
TD4 SJÁLFSKIPTING (4WD) 2,0 lítra dísilvél (180 hö.) Níu þrepa skipting | 9,1 | 195 | 430 | Frá 6,3‡ | Frá 166‡ |
Si4 SJÁLFSKIPTING (4WD) 2,0 lítra bensínvél (240 hö.) Níu þrepa skipting | 7,2 | 217 | 340 | Frá 8,6‡ | Frá 196‡ |
Fullkomin leið til að kynnast Range Rover Evoque. Staðalbúnaðurinn er ríflegur: DSC-stöðugleikastýring, hraðastillir og InControl Touch með 8" snertiskjá.
Hönnun Range Rover Evoque SE er ætlað að bæta duglega við hið nútímalega borgarlandslag. Sæti klædd grófu leðri, bílastæðisskynjarar að framan og aftan og leiðarljós með Range Rover Evoque-áletrun auka enn við aðdráttaraflið.
Í innanrými bílsins er tónninn sleginn með hágæða leðursætum með götuðu leðri í fjölbreyttu litaúrvali og snjallri tækni á borð við InControl Touch-leiðsögukerfi. Úti fyrir eru það fyrsta flokks Xenon-aðalljós með einkennandi LED-ljósum og hreinsibúnaði sem lýsa upp leiðina fram undan.
Sæti með götuðu Windsor-leðri og tvöföldum saumi tryggja framúrskarandi þægindi í hverri bílferð. Auk þess skilar 380 W Meridian™-hljóðkerfi með tíu hátölurum og bassahátalara ótrúlega ríkum hljómi sem fyllir bílinn. Þessi gerð er búin gullfallegum 19” tíu arma Style 103-álfelgum með silfraðri áferð.
Kraftmikið innanrýmið er skapað með ríkulegum litaþemum, þar á meðal afar afgerandi piparrauðum/íbenholt eða fáguðum tunglgráum/beinhvítum. Staðalbúnaður á borð við sportlegt stýri með mjúkri áferð og nýr dökkur állisti gefa innanrýminu enn kraftmeira yfirbragð.
Þessi bíll er hápunkturinn í innanbæjarakstrinum, innanrýmið er búið sætum klæddum götuðu Windsor-leðri, áklæði úr götuðu Windsor-leðri og vönduðum smáatriðum, t.d. upplýstum sílsahlífum úr áli með Autobiography-áletrun. Einstakar demantsslípaðar 20" Style 527-álfelgur með fimm skiptum örmum og ljóssilfruðum áherslulínum bæta enn við aðdráttaraflið að utanverðu.
Hönnunareinkenni Range Rover Evoque breyttu sýn fólks á jeppa. Með Landmark Edition tökum við enn eitt skrefið í þeirri þróun. Bíllinn er fáanlegur í sex litum, þar á meðal jökulblár með karpatíugráum áherslulit á þaki, með 19" Style 707-álfelgum með dökkgrárri áferð til að undirstrika glæsilegt útlitið.
Hönnunin skilgreinir þennan bíl. Xenon-aðalljós með einkennandi LED-ljósum og hreinsibúnaði falla fullkomlega að afgerandi útlínum bílsins á meðan fallega hannað og útfært innanrýmið er búið nýjustu tækni á borð við Touch Pro og bílastæðaskynjara.
Hér er bíll sem þú getur sniðið fullkomlega að þínum smekk. Stillanleg stemningslýsing í innanrými skapar rétt andrúmsloft. Navigation Pro kemur þér örugglega á leiðarenda. Hvert einasta smáatriði, alveg niður í lit og styrk þráðar í saumi, er úthugsað í vinnslu og samsetningu þægilegra sæta með götuðu Windsor-leðri.
‡Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.
Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd.
Allar tölur eru áætlaðar og bíða opinberrar vottunar.
Þegar InControl kemur á markað kann tiltekinn búnaður að vera aukabúnaður og mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála viðkomandi lands fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum.