Hönnun

  Sveigjanleiki

  Tækni

  • NÝJUNGAR
   NÝJUNGAR

   Við erum stöðugt að endurbæta vélartækni okkar og nýtum okkur nýjustu tæknilausnirnar, t.d. Stop/Start-kerfið, en það bætir eldsneytisnýtingu um 5 til 7% í samanburði við eldri vélar. Til að draga enn frekar úr losun koltvísýrings og auka skilvirknina notumst við einnig við léttari valkosti fyrir gírkassa í bílana.

  • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
   AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

   Sjálfvirki hraðastillirinn heldur jöfnum hraða á lengri ferðum og heldur öruggri fjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Adaptive Dynamics-fjöðrunin skilar framúrskarandi jafnvægi á milli aksturseiginleika og stýringar og togstýringin tryggir mýkt og öryggi í hverri beygju. Saman skilar þessi búnaður sérlega öruggum akstri.

  • GÓÐUR Í TORFÆRUM
   GÓÐUR Í TORFÆRUM

   Fjölhæfni er eitt af lykileinkennum Land Rover og með hana að vopni geturðu auðveldlega tekist á við harkalegasta landslag og erfiðustu skilyrði. Einkaleyfisvarðar tæknilausnir okkar, t.d. Terrain Response og HDC-hallastýring, tryggja að þú upplifir sama sjálfsöryggi í torfærum og við akstur á vegum.

  • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
   AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

   Aðstoðarkerfi okkar fyrir ökumanninn sinna margvíslegri vöktun, hjálpa við krefjandi aðstæður og gera þér kleift að einbeita þér að veginum framundan. Til dæmis varar blindsvæðisskynjarinn þig við bílum sem nálgast frá báðum hliðum, umferðarskiltagreiningin færir þér allar upplýsingar með því að birta tiltekin umferðarskilti á mælaborðinu og þannig geturðu brugðist hraðar við hvers kyns takmörkunum, auk þess sem margs konar bílastæðatækni gerir þér kleift að leggja án vandkvæða í stæði.

  • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
   ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

   Í bílunum okkar er að finna fjölmargar útfærslur af glænýjum hita- og kælikerfum sem tryggja bæði þér og farþegum þínum framúrskarandi þægindi. Engu máli skiptir hvaða veður þú ekur í gegnum - þegar komið er á áfangastað ertu frískur og til í slaginn.

  • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
   UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

   Í sameiningu geta snjallsíminn þinn og bíllinn boðið þér upp á hafsjó upplýsinga og afþreyingar. Tíu tommu snertiskjár GPS-leiðsögukerfisins birtir leiðina framundan og ef skiptingarstilling er valin fyrir skjáinn getur farþegi í framsæti horft á DVD-disk eða sjónvarpið á sama tíma. Með því að tengja InControl Apps í snjallsímanum við tíu tommu snertiskjáinn myndarðu örugga tengingu við bílinn og getur fyllt farþegarýmið af þinni eigin tónlist í gegnum Meridian™-hljóðkerfið.

  Þægindi og búnaður

  Akstursgeta

  Þaulprófaður

  • FJÖÐRUN
   FJÖÐRUN

   Þér mun reynast erfitt að reyna meira á þolmörkin í Range Rover Evoque heldur en við höfum gert. Til að tryggja óviðjafnanlega breidd í aksturseiginleikum, bæði á vegum og í torfærum, hefur Range Rover Evoque undirgengist jafngildi tíu ára prófana á skömmum tíma með fyrsta flokks prófunarbúnaði okkar.

  • VINDHRAÐI
   VINDHRAÐI

   Í veðurklefunum okkar getum við endurskapað verstu vindaðstæður sem Range Rover Evoque kemur til með að takast á við. Þá erum við ekki bara að tala um hríðarbylji upp á 240 km/klst. heldur líka háan hita og logn. Aðeins með því að reyna öll kerfi til hins ýtrasta er hægt að tryggja áreiðanleika.

  • HEITT OG KALT UMHVERFI
   HEITT OG KALT UMHVERFI

   Við frystum bílana okkar við -40 °C og steikjum þá við 50 °C, bæði úti undir beru lofti og inni í veðurklefunum okkar. Að því loknu er vandlega farið yfir eiginleika og kerfi til að tryggja að þau uppfylli strangar kröfur okkar. Þetta er gert til að tryggja þægindi og tengigetu, líka í fjallaferðum eða við akstur í eyðimörkinni.

  • Í TORFÆRUM
   Í TORFÆRUM

   Við göngum úr skugga um að margrómaðir utanvegaeiginleikar bílanna okkar haldist í hverjum einasta bíl, hvort sem er við prófanir á ís í Arjeplog í Svíþjóð eða í eyðimerkursöndum Dubai. Frumgerðir eru þaulprófaðar á um það bil 8500 km torfærum leiðum.

  Afköst

  Sjálfbærni