Allt frá því að fyrsti Range Rover-bíllinn kom fram á sjónarsviðið árið 1970 hefur bíllinn verið í stöðugri þróun. Þessi sérlega vandaði jeppi er búinn frábærum og fáguðum eiginleikum, einstakri getu og innblásinni hönnun, til viðbótar við tækniframfarir sem aðgreina hann frá öðrum jeppum. Lítum yfir sögu Range Rover-lúxusjeppanna.
Kynntu þér samfellda þróun Range Rover frá upphafi
1969 – frumgerð Range Rover Velar
Til þess að halda frumgerð allra fyrsta Range Rover-bílsins leyndri gáfu hönnuðirnir og verkfræðingarnir sem stóðu að þessum byltingarkennda nýja bíl leynifrumgerðinni heitið „Velar“, dregið af ítalska orðinu „velare“, sem merkir að breiða yfir eða hylja. Fyrstu 26 frumgerðirnar voru meira að segja merktar með þessu heiti til að ekki kæmist upp um raunverulegt heiti þeirra.
Fyrstu frumgerðir Range Rover voru merktar „Velar“ til að fela raunverulegt heiti þeirra
1970 – fyrsti þriggja dyra Range Rover-bíllinn framleiddur
Í kjölfar góðs árangurs við prófanir á Velar-hugmyndabílnum var fyrsti Range Rover-bíllinn afhjúpaður. Hann hlaut víðtækt lof gagnrýnenda, einkum fyrir hina sjaldgæfu samsetningu fjölhæfni og fágaðrar hönnunar. Hann var fyrsti bíllinn með sítengdu aldrifi, auk þess að vera búinn hinum auðþekkjanlega tvískipta afturhlera, vélarhlíf og samfelldri miðlínu
1981 – fjögurra dyra Range Rover
Eftir ellefu ár á markaði var boðið upp á hinn sígilda Range Rover í fjögurra dyra útfærslu, sem bauð upp á enn fleiri möguleika fyrir sístækkandi aðdáendahóp bílsins.