RANGE ROVER: SAGAN

Í MEIRA EN 45 ÁR HEFUR RANGE ROVER RÁÐIÐ RÍKJANDI VIÐMIÐUM UM MUNAÐ OG AKSTURSGETU

Allt frá því að fyrsti Range Rover-bíllinn kom fram á sjónarsviðið árið 1970 hefur bíllinn verið í stöðugri þróun. Þessi sérlega vandaði jeppi er búinn frábærum og fáguðum eiginleikum, einstakri getu og innblásinni hönnun, til viðbótar við tækniframfarir sem aðgreina hann frá öðrum jeppum. Lítum yfir sögu Range Rover-lúxusjeppanna.Kynntu þér samfellda þróun Range Rover frá upphafi1969 – FRUMGERÐ RANGE ROVER VELARTil þess að halda frumgerð allra fyrsta Range Rover-bílsins leyndri gáfu hönnuðirnir og verkfræðingarnir sem stóðu að þessum byltingarkennda nýja bíl leynifrumgerðinni heitið „Velar“, dregið af ítalska orðinu „velare“, sem merkir að breiða yfir eða hylja. Fyrstu 26 frumgerðirnar voru meira að segja merktar með þessu heiti til að ekki kæmist upp um raunverulegt heiti þeirra.


Fyrstu frumgerðir Range Rover voru merktar „Velar“ til að fela raunverulegt heiti þeirra1970 – FYRSTI ÞRIGGJA DYRA RANGE ROVER-BÍLLINN FRAMLEIDDURÍ kjölfar góðs árangurs við prófanir á Velar-hugmyndabílnum var fyrsti Range Rover-bíllinn afhjúpaður. Hann hlaut víðtækt lof gagnrýnenda, einkum fyrir hina sjaldgæfu samsetningu fjölhæfni og fágaðrar hönnunar. Hann var fyrsti bíllinn með sítengdu aldrifi, auk þess að vera búinn hinum auðþekkjanlega tvískipta afturhlera, vélarhlíf og samfelldri miðlínu

1981 – FJÖGURRA DYRA RANGE ROVEREftir ellefu ár á markaði var boðið upp á hinn sígilda Range Rover í fjögurra dyra útfærslu, sem bauð upp á enn fleiri möguleika fyrir sístækkandi aðdáendahóp bílsins.

Til vinstri Frá fyrstu tíð hefur Range Rover verið þekktur fyrir glæsilegar útlínur sínar Til hægri Sérstök hönnunin gerir Range Rover auðþekkjanlegan

1994 – ÖNNUR KYNSLÓÐ RANGE ROVERÖnnur kynslóðin var enn vandaðri en fyrirrennarinn og hönnunareinkenni þess bíls, til dæmis sígildar útlínurnar og rétthyrnd aðalljósin sem komu í stað þeirra hringlaga í eldri kynslóðinni, hafa staðist tímans tönn og gert bílinn auðþekkjanlegan allt til dagsins í dag.

2001 – ÞRIÐJA KYNSLÓÐ RANGE ROVERRange Rover er í sífelldri þróun og þessi kynslóð var sú fyrsta sem var smíðuð með heilli sjálfberandi yfirbyggingu. Innblástur að hönnun yfirbyggingarinnar kom frá aflíðandi lögun ítalska Riva-hraðbátsins og trissurnar á lúxussnekkjunni urðu kveikjan að sanseruðu yfirborðinu í innanrými bílsins.

Til vinstri Boðið var upp á enn meiri lúxus í annarri kynslóð Range RoverTil hægri Innblástur að hönnun bílsins kom frá ítalska Riva-hraðbátnum

2004 – HUGMYNDABÍLLINN RANGE STORMERStormer-hugmyndabíllinn varð þekktur fyrir að sýna framtíðarstefnuna í hönnun Range Rover, auk afgerandi nálgunar þegar kom að því að taka upp nýja tækni í bílunum.

2005 – FRAMLEIÐSLA RANGE ROVER SPORTÞegar fyrsti sportjeppinn var kynntur til sögunnar innan Range Rover-fjölskyldunnar var það til marks um áherslu Land Rover á afkastagetu. Meðal véla sem hægt var að velja um var 4,2 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilaði miklu afli. Einnig bauð Range Rover Sport upp á krosstengda loftfjöðrun sem gerði ökumönnum kleift að stilla aksturshæðina til að tryggja hámarksþægindi og áreynslulausan akstur í fjórhjóladrifi, bæði á vegum og í torfærum. Stillanleg hæð var einn af mörgum einkennandi nýjum eiginleikum sem endurspegluðu kraftmikil afköstin í útliti bílsins.

Til vinstri Stormer-hugmyndabíllinn sýndi framtíðarstefnuna í hönnun Range Rover Til hægri Range Rover Sport bauð upp á aukin afköst

2008 – LRX-HUGMYNDABÍLLINNÞessi hugmyndabíll, sem einnig var fáanlegur í tveggja dyra útfærslu, var metnaðarfullt og framsækið skref fyrir hönnunarteymi Land Rover. Markhópur hugmyndabílsins var ökumenn sem ekki sóttu í akstur í torfærum. Samt sem áður hélt bíllinn rómaðri akstursgetu Land Rover, auk þess sem innanrýmið var kallað „framúrstefnulegt“ í fjölmiðlum.

Hönnun LRX-hugmyndabílsins hafði mikil áhrif á hönnun Range Rover Evoque2011 – FRAMLEIÐSLA RANGE ROVER EVOQUERange Rover Evoque sló í gegn um leið og hann var fyrst sýndur á bílasýningunni í París árið 2010 og margir kölluðu hann „bíl ársins“. Margir eiginleikar LRX-hugmyndabílsins urðu hluti af þessum vandaða bíl, þar á meðal fersk útfærsla á hinni sígildu hönnun Range Rover.


Range Rover Evoque

Range Rover Evoque mætti á svæðið með áræðna nýja hönnun í farteskinu2012 – FJÓRÐA KYNSLÓÐ RANGE ROVERFjórða útgáfan af Range Rover var sú fyrsta sem var búin léttri yfirbyggingu sem var öll úr áli og var auðþekkjanleg á löngu hjólhafinu og fljótandi þakinu. Auk þess var bíllinn búinn nýrri kynslóð af Terrain Response®-kerfinu frá Land Rover. Þessi innbyggða aksturstækni velur sjálfkrafa bestu stillinguna fyrir bílinn út frá undirlagi.

2013 - RANGE ROVER HYBRIDFyrsti Hybrid-bíllinn í Range Rover-fjölskyldunni skilaði aukinni sparneytni og minni útblæstri án þess að það hefði áhrif á akstursgetuna. Því til sönnunar var bílnum ekið 16.000 km leið frá Solihull til Mumbai þar sem hann fór í gegnum mestu torfæruþrekraun sem hugsast getur, Himalajafjöllin.

Til vinstri Fyrsti Range Rover Hybrid-bíllinn dró úr útblæstri án þess að það kæmi niður á afköstunum Til hægri Vandaðir eiginleikar sem búast má við í Range Rover héldu sér í Hybrid-bílnum

2013 – ÖNNUR KYNSLÓÐ RANGE ROVER SPORTJames Bond-leikarinn Daniel Craig kynnti uppfærðan Range Rover Sport, sem bauð upp á aukna skilvirkni með 3,0 lítra V6-vél, og var nokkrum götum í New York lokað tímabundið af því tilefni.


Range Rover Sport

Aukið vélarafl var lykileiginleiki í annarri kynslóð Range Rover Sport2015 – RANGE ROVER SPORT SVR KYNNTUR TIL SÖGUNNARRange Rover Sport SVR, sem hannaður var til að skila framúrskarandi jeppaafköstum og miklu afli, var fyrsti bíllinn sem framleiddur var af SVO-sérsmíðadeildinni. Hann er hraðskreiðasti Land Rover-bíllinn til þessa og hefur einstaklega fágaða aksturseiginleika. Afl bílsins endurspeglast í hönnunareiginleikum á borð við fjögur útblástursrör og einstaka vindskeið að aftan.

2015 - RANGE ROVER SVAUTOBIOGRAPHYÍ Range Rover SVAutobiography nær fágunin og munaðurinn hápunkti og hann býður upp á glænýja upplifun af Range Rover. Hugað er vel að hverju smáatriði, eins og sjá má á yfirborði úr burstuðu áli og Executive-sætunum í farþegarýminu. Einstakt litaspjald fyrir ytra byrðið tryggði að ökumenn upplifðu þann einstaka munað sem Range Rover hefur skapað sér nafn fyrir. SVAutobiography Dynamic kom til sögunnar skömmu síðar og með sérstakri hönnun hans og öflugri V8-vélinni endurspeglaði yfirbragð bílsins kraft hans og lipurð.

Til vinstri Range Rover Sport SVR sameinar afl og afköst í spennandi akstri Til hægri Í SVAutobiography nær munaðurinn og fágunin hápunkti

2017 – NÝR RANGE ROVER VELARGoðsögnin lifir. Nýr Range Rover Velar verður kynntur 1. mars.


RANGE ROVER-FJÖLSKYLDAN

FINNDU ÚT HVAÐA RANGE ROVER HENTAR ÞÉR BEST.

RANGE ROVER

RANGE ROVER

Þegar hann kom fyrst á markað fyrir meira en 45 árum breytti hann hugmyndum fólks um torfæruakstur. Með árunum hefur hann orðinn að tákni fyrir hátind víðfrægrar breskrar hönnunar.
RANGE ROVER SPORT

RANGE ROVER SPORT

Range Rover Sport er sannkallaður sportjeppi. Hér sækir línan okkar inn á ný mið, með liprasta, kraftmesta og viðbragðsfljótasta Land Rover-bílnum hingað til.
RANGE ROVER EVOQUE

RANGE ROVER EVOQUE

Yfir 170 alþjóðleg verðlaun og fleiri í sjónmáli. Range Rover Evoque er fáanlegur í tveggja dyra útfærslu, fimm dyra útfærslu og sem blæjubíll.