NÝR RANGE ROVER PHEV

ÓVIÐJAFNANLEG FÁGUN. EINSTÖK AKSTURSGETA

Horfðu á myndskeiðið

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS G/KM
ALLT NIÐUR Í 64

SPARNEYTNI L/100 KM (BLANDAÐUR AKSTUR)
FRÁ 2.8

TÆKNILÝSING

 • HRÖÐUN

  6.8 sek

  Fer 0-100 km/klst. á aðeins 6,8 sekúndum. PHEV P400e skilar viðbótarafli þegar á þarf að halda samanborið við hefðbundna bensínvél.

 • FLEIRI HESTÖFL

  404

  PHEV P400e skilar framúrskarandi afköstum með sameinuðu afli vélar og mótors upp á 404 hö.

 • AKSTURSDRÆGI Á RAFMAGNI

  51km

  PHEV P400e getur ekið á rafmagni í flestum styttri ferðum, allt að 51 km.

 • SPARNEYTNI

  64g/km CO2

  Tölfræðin sýnir verulegan sparnað, aðeins 3,6 lítrar á hverja 100 km og losun koltvísýrings eingöngu 64 g/km, sem gerir þetta einn sparneytnasta bílinn sem við höfum framleitt til þessa.

EIGINLEIKAR PHEV-TENGILTVINNBÍLSINS
HLEÐSLA
Það tekur aðeins 7,4 klukkustundir að hlaða bílinn með heimahleðslusnúru en tíminn getur verið mismunandi eftir spennugjöfum. Með því að nota tímastillta hleðslu til að tilgreina hvenær á að hlaða PHEV-tengiltvinnbílinn geturðu nýtt þér ódýrari raforkugjöld þegar minna álag er á kerfinu eða einfaldlega valið þann tíma dags sem hentar þér.**
HUGVITSSAMLEGUR SKJÁR
Gagnvirki ökumannsskjárinn er sambyggður við Touch Pro Duo og þar færðu upplýsingar um hversu sparneytinn aksturinn er og rauntímaupplýsingar um hvernig rafmótorinn vinnur samhliða bensínvélinni.
FJARSTJÓRNUN FARÞEGARÝMIS
Til að auka þér þægindi geturðu forhitað eða forkælt farþegarýmið áður en þú sest upp í bílinn, án þess að ræsa vélina og án þess að skerða drægið í rafakstri.
SNJALLT LEIÐAVAL
Eigendur PHEV-tengiltvinnbíla geta notað þetta með InControl til að sjá hleðslustöðvar á valinni leið. Kerfið sýnir einnig hvaða leiðir bjóða upp á mesta sparneytni með tilliti til bæði halla og undirlags. Þetta birtist allt á efri snertiskjánum.
SPARNEYTNI PLUG-IN HYBRID
Í EV-stillingunni er útblástur frá vélinni enginn í allt að 51 km akstri. Í lengri ferðum vinna vél og mótor saman og losa við það ekki nema 64 g/100 km af koltvísýringi. Þetta tryggir frábæra sparneytni og minni áhrif á umhverfið.
EINSTAKUR, HLJÓÐLAUS AKSTUR
PHEV-tengiltvinnbíllinn er hljóðlátasti Range Rover bíllinn hingað til og býður upp á nánast hljóðlausan akstur í EV-stillingu. Hún tryggir hnökralausa skiptingu á milli bensínvélar og rafmótors, skilar afar fáguðum akstri og skapar friðsæla stemmningu í innanrýminu.
HÖNNUN
SAMÞÆTT HÖNNUN

Hver einasti þáttur hönnunar PHEV-tengiltvinnbílsins er vandlega ígrundaður, svo sem innfelling hleðslutengis í grillið til að tryggja greiðan aðgang og tengingu án þess að þess sjáist merki á sígildri hönnun Range Rover.

SKOÐA ÞESSA GERÐ
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
ÞÆGINDI ÁN NOKKURRA MÁLAMIÐLANA

PHEV-tengiltvinnbílar búa yfir sömu fágun og allir aðrir Range Rover-bílar. Efnin eru vönduð. Frágangurinn er til fyrirmyndar. Auk tækni á borð við Touch Pro Duo og gagnvirkan ökumannsskjá sem á sér engan sinn líka.

AKSTURSGETA
ÓVIÐJAFNANLEG AKSTURSGETA

Range Rover hefur ávallt verið samnefnari fyrir öruggan og öflugan akstur og hvergi er slegið af þeim kröfum í PHEV-tengiltvinnbílnum. EV-stilling býður upp á mjög góða stjórnun á litlum hraða og einstakt 900 mm vaðdýpi* Range Rover, sem er best í flokki sambærilegra bíla.

SÆKJA BÆKLING
VELDU GERÐ
Staðlað hjólhaf
Langt hjólhaf
VOGUE
Með Atlas-grillmöskvum og -framstuðara og veigamiklum eiginleikum í innanrými á borð við gatað Windsor-leður á sætum.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AUTOBIOGRAPHY
Íburðarmikill jeppi með Atlas-listum umhverfis loftunarop á framstuðara, skreytingum á hliðarloftunaropum og hliðum og Executive-aftursætum í innanrýminu.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
VOGUE
Með Atlas-grillmöskvum og -framstuðara og veigamiklum eiginleikum í innanrými á borð við gatað Windsor-leður á sætum.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AUTOBIOGRAPHY
Íburðarmikill jeppi með Atlas-listum umhverfis loftunarop á framstuðara, skreytingum á hliðarloftunaropum og hliðum og Executive-aftursætum í innanrýminu.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SVAUTOBIOGRAPHY
Fágunin nær hátindi í SVAutobiography með löngu hjólhafi þar sem finna má munað á borð við upphleypta áferð í innanrými og Executive Comfort-Plus aftursæti.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

*Eingöngu er hægt að aka yfir vöð með vélina virka
*
* Hleðslutímar eru mismunandi á milli markaðssvæða, spennugjafa og hleðslulausna. Í PHEV-tengiltvinnbílum er farangursrýmið aftur í minna. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Hannaðu þinn draumabíl
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu hvað Land Rover hefur upp á að bjóða
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila