RANGE ROVER SPORT
Rennilegasti Range Rover-bíllinn
360˚ SJÓNARHORN AÐ UTANSportlegri hönnunareinkenni og öflug staða undirstrika að Range Rover Sport er hannaður til að vekja eftirtekt. Hér er á ferð stílhreinni og rennilegri bíll með nútímalegra útliti hvert sem litið er, allt frá nýju Range Rover Sport-grilli, endurhönnuðum loftunaropum á vélarhlíf til fágaðra en um fram allt sportlegra álfelga.
SKOÐA HELSTU EIGINLEIKAÚrval aflmikilla aflrása skilar einstökum aksturseiginleikum á vegum. 5,0 lítra V8-bensínvél með forþjöppu býður upp á aukin afköst með 525 hö. og samtvinning háþróaðrar Ingenium-bensínvélar og rafmótors skilar ótrúlegum afköstum í Range Rover Sport PHEV.
SKOÐA HELSTU EIGINLEIKAUpplýsinga- og afþreyingarkerfið Touch Pro Duo er búið tveimur 10" snertiskjáum í mikilli upplausn. Hægt er að nota Touch Pro Duo með sjónlínuskjá og gagnvirkum ökumannsskjá til að fylgjast með og nota marga eiginleika í einu.
SKOÐA HELSTU EIGINLEIKA*Sæti í þriðju rásinni henta fyrir eldri börn sem geta annaðhvort notað öryggisbeltið eitt og sér eða barnasessu og öryggisbeltið. Þau henta ekki fyrir smærri börn sem þurfa að sitja í barnabílstól, þar sem öryggisbeltið er ekki notað til að halda barninu.
Þegar InControl kemur á markað kunna tilteknir eiginleikar að vera valfrjálsir og mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála viðkomandi lands fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum.