Hann er tilkomumikill. Hann er kraftmikill. Hann krefst þess að vera ekið.

  GERRY MCGOVERN
  HÖNNUNARSTJÓRI, LAND ROVER

  • FYRST OG FREMST BÍLL ÖKUMANNSINS

   Um leið og þú rennir þér í ökumannssæti Range Rover Sport tekurðu eftir því: bíllinn krefst þess að vera ekið.

   SKOÐA AFKÖST
  • EINKENNANDI ÚTLÍNUR

   Allt sem viðkemur Range Rover Sport hefur verið tekið skrefi framar, hvort sem það eru sterklegar línur yfirbyggingarinnar eða fljótandi þakið og aflíðandi halli framrúðunnar.

   Skoða hönnun
  • ÖKUMANNSRÝMI FYRIR ÖKUMANNINN

   Stjórntæki eru haganlega staðsett í ökumannsrýminu til að tryggja einfaldan og áhugaverðan akstur.

   Skoða hönnun
  • LEIÐANDI GETA Á VEGUM OG Í TORFÆRUM

   Range Rover Sport býður upp á frábæra aksturseiginleika á veginum og alla getu Land Rover í torfærum.

   Skoða akstursgetu

  Hönnun

  Sveigjanleiki

  Þægindi og búnaður

  Tækni

  • NÝJUNGAR
   NÝJUNGAR

   Sjálfberandi yfirbygging Range Rover Sport úr gegnheilu áli og val á hybrid-vél skila aukinni sparneytni, minni losun og betri aksturseiginleikum.

  • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
   AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

   Fjölbreytt tækni bætir aksturinn, þar á meðal Dynamic Response-veltingskerfi sem eykur stjórn, Adaptive Dynamics-fjöðrun sem tryggir jafnvægi á milli aksturs og stýris og togstýring sem skilar góðu viðbragði og stjórn í beygjum.

  • GÓÐUR Í TORFÆRUM
   GÓÐUR Í TORFÆRUM

   Erfiðustu torfærur eru engin fyrirstaða með eiginleikum á borð við Terrain Response 2, sem aðlagar viðbrögð bílsins að akstursskilyrðum, og gripstjórnun, sem auðveldar ökumanni að taka af stað á hálu undirlagi.

  • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
   AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

   Aðstoðarkerfi fyrir ökumann gera aksturinn auðveldari og öruggari, hvort sem um ræðir blindsvæðisskynjara sem varar við ökutækjum sem nálgast, bílastæðaskynjara eða háþróaða dráttarhjálp sem auðveldar ökumanni að bakka með eftirvagn.

  • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
   ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

   Njóttu aukinni þæginda með rafknúnum afturhlera með bendistjórnun sem gerir þér kleift að opna eða loka afturhleranum áreynslulaust og sjálfvirkri hæðarstillingu til að auðvelda fólki að stíga upp í og út úr bílnum.

  • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
   UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

   InControl Touch Pro inniheldur leiðsögn og er notað á 10" snertiskjá. Hægt er að bæta valkostum við það, svo sem InControl Connect Pro-tengipakka og Meridian™-hljóðkerfi.

  Akstursgeta

  Þaulprófaður

  • FJÖÐRUN
   FJÖÐRUN

   Í prófunum er hver gerð látin ganga í gegnum sem samsvarar tíu ára álagsakstri í kraftmiklum prófunarbúnaði okkar.

  • VINDHRAÐI
   VINDHRAÐI

   Hliðarvindur upp á 180 km/klst. Hár umhverfishiti. Lítið loftstreymi. Þessar og aðrar erfiðar umhverfisaðstæður eru endurskapaðar í veðurklefunum okkar til að reyna hverja gerð og kerfi þeirra til hins ýtrasta.

  • HEITT OG KALT UMHVERFI
   HEITT OG KALT UMHVERFI

   Bílar eru frystir við -40° C og bakaðir við 50° C bæði við raunverulegar aðstæður utandyra og í veðurklefum. Þannig fylgja þægindin þér hvert á land sem er.

  • Í TORFÆRUM
   Í TORFÆRUM

   Rómuð geta Land Rover í torfærum er órjúfanlegur hluti allra Land Rover-bíla. Frumgerðir eru prófaðar í samtals 8500 km á afskekktum svæðum á borð við ísbreiðurnar í Arjeplog í Svíþjóð og heitum söndum Dubai.

  Afköst

  Sjálfbærni

  • SJÁLFBÆR HÖNNUN
   SJÁLFBÆR HÖNNUN

   Hönnun Range Rover Sport horfir til endingartíma bílsins í heild sinni til að lágmarka umhverfisáhrif hans. Allt að 50% þess áls sem notað er í byggingu bílsins er endurunnið ál. Endingartímamat bílsins er í samræmi við ISO 14040/14044.

  • SNJALLT STOP/START-KERFI
   SNJALLT STOP/START-KERFI

   Range Rover Sport er búinn nýjasta búnaði til að draga úr losun koltvísýrings á borð við Stop/Start-kerfi, sem bætir eldsneytisnýtingu um 5 til 7%. Kerfið drepur sjálfkrafa á vélinni í kyrrstöðu og gangsetur hana aftur þegar þörf er á.

  • SKILVIRKNI KNÝR SJÁLFBÆRNI
   SKILVIRKNI KNÝR SJÁLFBÆRNI

   Range Rover Sport ekur inn á svið vaxandi þarfar fyrir bíla sem uppfylla kröfur markaðar sem leggur áherslu á minni losun kolefnis. Allt frá hönnun og þróun til þess tíma sem bíllinn lýkur hlutverki sínu er nálgunin sú sama, kerfisbundið er unnið að því að lágmarka umhverfisáhrif.

  VELDU ÞÉR GERÐ

  • S
  • SE
  • HSE
  • HSE MEÐ DYNAMIC-PAKKA
  • AUTOBIOGRAPHY MEÐ DYNAMIC-PAKKA
  • SVR