Hönnun

Afköst

Tækni

 • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
  UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

  Touch Pro Duo upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á afar fjölbreytt úrval upplýsinga og afþreyingar og er búið einstaklega hugvitsamlegri og framsækinni tækni sem tryggir að þú njótir ferðarinnar til fulls.

 • NÝJUNGAR
  NÝJUNGAR

  Úrval fágaðra og sparneytinna véla í Range Rover Sport sem allar skila góðum afköstum. Veldu á milli háþróaðra bensín- og dísilvéla eða nýja PHEV-tengiltvinnbílsins - háþróuðustu aflrásar okkar hingað til.

 • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
  AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

  Einstakt grip og stýring tryggja Range Rover Sport sess sem rennilegasta jeppans okkar. Þegar við þetta er bætt vandlega þróuðum tæknilausnum er útkoman hrífandi akstur, hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.

 • AKSTURSEIGINLEIKAR Í TORFÆRUM
  AKSTURSEIGINLEIKAR Í TORFÆRUM

  Margrómuð torfærugeta Range Rover Sport er byggð á samtvinningu aldrifs og einstakra og hugvitsamlegra torfærutæknilausna.

 • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
  AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

  Fjölbreytt úrval hugvitsamlegrar staðalbúnaðar- og aukabúnaðartækni er í boði, til að aðstoða þig við að fikra þig í gegnum umferð á háannatíma innan borgarinnar eða til að tryggja öryggi þitt og farþega þinna, svo fátt eitt sé nefnt. Allar eiga þessar tæknilausnir eitt sameiginlegt, að vera hannaðar og þróaðar til að auka hægindi og þægindi við akstur.

 • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  Range Rover Sport setur ný viðmið í þægindum fyrir ökumann og farþega. Þaulhugsuð hönnun nútímalegs innanrýmisins býður upp á ný framsæti með auknum stuðningi og hálf-anilínleðuráklæði, sé þess óskað.

Fjölhæfni

Þægindi og búnaður

Fjölhæfni

SJÁLFBÆRNI

 • SPARNEYTNI
  SPARNEYTNI

  Range Rover-aflrásir er búnar tækni sem lágmarka losun koltvísýrings, svo sem háþróað Stop/Start-kerfi. Kerfið drepur á vélinni í kyrrstöðu og gangsetur hana aftur um leið og þú tekur fótinn af hemlafótstiginu, eiginleiki sem bætir eldsneytisnýtinguna um 5 til 7 prósent. Þá er einnig í boði ECO-stilling sem tryggir að gangur bílsins er skilvirkari og sparneytnari.

 • ÁL
  ÁL

  Ályfirbygging Range Rover Sport inniheldur endurunnið efni sem dregur úr þyngd, eykur sparneytni, minnkar útblástur og eykur afköst.

 • HORFT TIL ENDINGARTÍMA
  HORFT TIL ENDINGARTÍMA

  Range Rover er fyrirtæki sem ber hag umhverfisins fyrir brjósti og leggur áherslu á að framleiða bíla sem eru úr sjálfbærari efnum, skila minni úrgangi og lágmarka ágang á náttúruauðlindir. Af þeim sökum er Range Rover Sport 85% endurvinnanlegur og 95 endurnýtanlegur. Að auki er fyrirtækið að fjárfesta í fyrsta flokks framleiðsluaðstöðu þar sem hægt er að gera bílaframleiðsluna enn skilvirkari, með minna vatni og orku og minni úrgangi og losun kolefna.

Öryggisbúnaður

 • ISOFIX
  ISOFIX

  ISOFIX-festingar í aftursætum bjóða upp á einfalda festingu barnabílstóla. Trygg festing barnabílstólsins við bílinn eykur einnig öryggi hans.

 • LOFTPÚÐAR
  LOFTPÚÐAR

  Umfangsmikið loftpúðakerfi Range Rover Sport býður ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.

 • ÖRYGGISBELTI
  ÖRYGGISBELTI

  Viðbótaröryggi er í boði með öryggisbelti með forstrekkjara sem dregur úr hreyfingu fram á við komi til ákeyrslu.

 • LED-AÐALLJÓS
  LED-AÐALLJÓS

  LED-ljós eru staðalbúnaður allan hringinn á Range Rover Sport. LED-ljósin eru hönnuð til að endast út líftíma bílsins og nota minni orku.

 • TRAUST AKSTURSSTAÐA
  TRAUST AKSTURSSTAÐA

  Traust akstursstaða Range Rover Sport skilar sér í öruggari akstri. Há staðan eykur útsýni og leiðir til aukins öryggis.

 • NEYÐARHEMLUN
  NEYÐARHEMLUN

  Neyðarhemlun skynjar þegar stigið er snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn með ABS-dælunni til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega.