Range Rover Sport SVR er svo sannarlega afkastamesti hraðskreiði jeppinn í dag.

John Edwards
FRAMKVÆMDASTJÓRI SVO-SÉRSMÍÐADEILDAR LAND ROVER

  Afköst

  SVR-AFKÖST


  5,0 lítra 575 ha. V8-bensínvél með forþjöppu og 680 Nm togi nær 0-100 km/klst. á 4,5 sekúndum. Afköstin eru undirstrikuð með innfelldum loftunaropum á koltrefjavélarhlífinni og stórum inntökum í stuðara til að hámarka loftflæði til lykilíhluta og fullnýta eiginleika bílsins.

  Séreinkenni

  • SVR-KÖRFUSÆTI
   SVR-KÖRFUSÆTI

   Ný létt SVR-körfusæti veita fullkominn stuðning og eru klædd Windsor-leðri. Hiti er staðalbúnaður og kæling er í boði sem aukabúnaður. Upphleypt SVR merki er á höfuðpúðanum

  • HÖNNUN INNANRÝMIS
   HÖNNUN INNANRÝMIS

   Körfusæti SVR kallast á við einstaka hönnun stýrisins og satínburstaða áláferð, gljásvarta áferð eða gljáandi koltrefjaáferð. SVR-merki á vel völdum stöðum minna ökumann og farþega á að þeir sitja í hraðskreiðasta jeppa sem framleiddur hefur verið.

  • HÖNNUN YTRA BYRÐIS
   HÖNNUN YTRA BYRÐIS

   Ytra byrðið er kallað fram með einstakri hönnun vélarhlífar úr koltrefjablöndu sem hægt er að fá samlita eða gljáandi koltrefjasvarta. Kröftug staða SVR er undirstrikuð með grilli með SVR-merki og nýjum Narvik-svörtum hliðarloftunaropum á aurbrettum. Útlitið er loks fullkomnað með aðalljósum með margskiptum LED-perum og einkennandi dagljósum.

  • FELGUR
   FELGUR

   21" Style 5091 álfelgur með fimm skiptum örmum og satínáferð eru staðalbúnaður á SVR. 22" Style 5083 með fimm skiptum örmum og gljásvartri áferð eða satínáferð eru í boði sem aukabúnaður.

  • VIRKT ÚTBLÁSTURSKERFI
   VIRKT ÚTBLÁSTURSKERFI

   Virkt útblásturskerfi er búið tveggja þrepa virkum útblæstri með rafknúnum lokum sem mynda einkennandi kraftmikið hljóð. Punkturinn yfir útblásturskerfið eru svo fjögur flott útblástursrör.

  • UNDIRVAGN
   UNDIRVAGN

   Léttar felgur bjóða upp á aukin afköst um leið og endurstillt fjöðrun, demparar og stýrisbúnaður bjóða upp á nákvæma stjórnun og hrífandi akstursupplifun.

  Yfirlit yfir vélar

  Vél Hröðun 0-100 km/klst.
  í sekúndum
  Hámarkshraði km/klst. Tog Nm Innanbæjarakstur l/100 km Utanbæjarakstur l/100 km Blandaður akstur l/100 km Losun koltvísýrings g/kg
  5,0 l 575 ha. V8-bensínvél með forþjöppu AFKASTAGETA VÉLAR 5,0 lítra Átta gíra sjálfskipting SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL *Allar tölur eru áætlaðar og bíða opinberrar vottunar 4.5 280 700 18 9.9 12.8 294

  VELDU GERÐ

  • S
  • SE
  • HSE
  • HSE MEÐ DYNAMIC-PAKKA
  • Autobiography með kraftútlitspakka
  • SVR