• Range Rover

  Range Rover

  Yfirburða þægindi og eiginleikar

 • Range Rover Sport

  Range Rover Sport

  Sá öflugasti og skemmtilegasti frá Land Rover

 • Range Rover Velar

  Range Rover Velar

  Okkar fágaðasti og afkastamesti jeppi í millistærð

 • Range Rover Evoque

  Range Rover Evoque

  Einstakur og sannur Range Rover í þæglegri stærð

 • DISCOVERY

  DISCOVERY

  Fjölhæfasti jeppinn

 • Discovery Sport

  Discovery Sport

  Ævintýragjarn og fjölhæfur sportjeppi

 • LAND ROVER PLUG-IN HYBRID

  LAND ROVER PLUG-IN HYBRID

  PHEV - FRAMSÆKNASTA AFLRÁS OKKAR HINGAÐ TIL

  Upplýsinga- og afþreyingarkerfi

  • SJÓNLÍNUSKJÁR
   SJÓNLÍNUSKJÁR

   Þessi aukabúnaður varpar grunnupplýsingum á borð við ökuhraða, gírastöðu og akstursleiðsögn á framrúðuna til þess að ökumaðurinn þurfi ekki að líta af veginum. Búnaðurinn nýtir leysigeisla til að forðast óskýra mynd og hann er hægt að stilla að vild. Aukabúnaður með umferðarskiltagreiningu notar sjónlínuskjáinn. Þessi eiginleiki greinir mismunandi hámarkshraða og tryggir að ökumaðurinn hafi réttar upplýsingar með því að birta tiltekin umferðarskilti greinilega á mælaborðinu og á framrúðunni.

  • INCONTROL TOUCH PRO
   INCONTROL TOUCH PRO

   Nýjasta kynslóð vél- og hugbúnaðar í InControl Touch Pro býður upp á fyrsta flokks tengimöguleika og afþreyingu í Range Rover Sport. InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Land Rover hingað til. Viðbragðsfljótur 10" snertiskjárinn styður stroku og klemmu og býður upp á tærustu upplifun sjón- og hljóðrænnar afþreyingar sem við höfum boðið upp á. Sérstillanlegur upphafsskjárinn eykur enn við upplifunina og það gerir raddstjórnunin einnig.

  • INCONTROL CONNECT PRO
   INCONTROL CONNECT PRO

   Þessir tæknipakkar auka enn við tengimöguleika bílsins og hægindi. InControl Apps gerir þér kleift að gera upplifun þína af bílnum enn ríkari í gegnum samhæf snjallsímaforrit og 10" snertiskjá. Ofan á þetta gerir Remote Premium þér kleift að fylgjast með og stjórna bílnum. Um leið tryggja heitur Wi-Fi-reitur og InControl Pro-þjónusta þér tengingu við umheiminn. Lífið verður einfaldara - hvort sem þú ert í viðskiptaferð eða skemmtiferð.

  • INCONTROL PROTECT
   INCONTROL PROTECT

   Snjallsíminn er notaður sem gátt fyrir tengingu við Land Rover í gegnum InControl Protect. Þar er hægt að sjá eldsneytisstöðuna og finna Range Rover Sport á stóru og fjölsetnu bílastæði, skrá ferðir og meira að segja athuga hvort skilinn hafi verið eftir opinn gluggi. Sérsniðin Land Rover-aðstoð fylgir einnig og hún, ef svo ólíklega vill til að til bilunar komi, getur sent greiningargögn og staðsetningarupplýsingar til fyrirtækisins sem aðstoðar. Í alvarlegum tilvikum tilkynnir neyðarsímtalaeiginleikinn neyðarþjónustu um staðsetningu þína.

  • SPOTIFY FYRIR INCONTROL APPS
   SPOTIFY FYRIR INCONTROL APPS

   Með ítarlegu tengipökkunum InControl Connect og Connect Pro fylgir forritið Spotify fyrir InControl Apps sem býður upp á safn meira en 30 milljóna laga, hvar sem er, hvenær sem er. Forritið er samvinnuverkefni Land Rover og Spotify og var sérstaklega hannað fyrir snertiskjá Range Rover Sport til að gera það jafn einfalt og skemmtilegt í notkun og snjallsímaforrit Spotify. Hægt er að leita að og fletta í gegnum lög, útvarpsstöðvar og meðmæli, búa til spilunarlista og njóta ótakmarkaðs aðgangs að lögum án tengingar.

  • TFT-SÝNDARMÆLABORÐ
   TFT-SÝNDARMÆLABORÐ

   Hægt er að fá bílinn afhentan með 12,3" sýndarmælaborði sem byggt er á háupplausnartækni og litagrafík sem skilar skýrri mynd af grunnvirkni og -gögnum bílsins. Hægt er að stilla fágaða sýndarmæla með krómaðri þrívíddaráferð á að birta aðeins upplýsingar sem eiga við akstursaðstæður hverju sinni.

  • AFÞREYING Í AFTURSÆTUM
   AFÞREYING Í AFTURSÆTUM

   Í boði er afþreyingarkerfi fyrir farþega í aftursætum með annaðhvort 8" eða 10" skjáum. Báðum útfærslum fylgja stafræn þráðlaus WhiteFire®*-heyrnartól, HDMI-tengi, Mobile Hi-Definition Link, USB-tengi og fjarstýring. WhiteFire® er skráð vörumerki Unwired Technology LLC og notkun Land Rover merkisins er samkvæmt leyfi.

  • MERIDIAN™ REFERENCE-HLJÓÐKERFI
   MERIDIAN™ REFERENCE-HLJÓÐKERFI

   Hægt er að velja 1700 W Meridian™ Reference-hljóðkerfi með 22 hátölurum og bassahátalara, 22 rásum og Trifield-þrívíddartækni*. Þetta skilar þrívíðri hlustunarupplifun í öllum sætum. Bjartur diskantur og þéttur bassi tryggja hlustun á heimsmælikvarða. Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. *Trifield og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.

  Nýjungar

  • NÝJUNGAR
   NÝJUNGAR

   Við einsetjum okkur að framleiða vélar sem skila mestu afkastagetu, skilvirkni og sjálfbærni sem völ er á, allt frá SD4-vélinni okkar til V8-vélarinnar með forþjöppu. Þess vegna notum við allt það nýjasta á sviði hönnunar, verkfræði og tækni.

  • YFIRBYGGING ÚR GEGNHEILU ÁLI
   YFIRBYGGING ÚR GEGNHEILU ÁLI

   Léttari, sterkari og sjálfbærari sjálfberandi yfirbygging Range Rover Sport úr gegnheilu áli er sú fyrsta sinnar tegundar í þessum flokki bíla. Yfirbyggingin er hönnuð á þann veg að styrkur hennar er mestur nákvæmlega á þeim stöðum þar sem álagið er mest; þetta er framsækin lausn sem skilar óviðjafnanlegri stífni og fágun. Yfirbyggingin þolir að auki sömu torfæruhögg og allir Land Rover-bílar.

  Afköst

  • ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
   ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

   Kerfið býður upp á fullkomið jafnvægi á milli aksturs og stýringar með sístillingu dempara. Kerfið greinir hreyfingar bílsins allt að 500 sinnum á sekúndu og bregst við aðgerðum ökumanns og ástandi vegar til að tryggja yfirvegaðan og þægilegan akstur.

   BÓKA REYNSLUAKSTUR
  • TOGSTÝRING
   TOGSTÝRING

   Þetta kerfi eykur lipurð og stöðugleika bílsins í beygjum. Kerfið vaktar og jafnar tog á milli hjóla til að auka grip og stýringu, hvort sem er á vegi eða í torfærum. Það getur einnig stutt við beygju og dregið úr undirstýringu.

   BÓKA REYNSLUAKSTUR
  • KRAFTSTILLING
   KRAFTSTILLING

   Þegar kraftstillingin er valin með Terrain Response 2 er fjöðrun stillt á meiri stífni með flatari stjórn og meira viðbragði sem skilar sér í sportlegri akstri á vegum.

   BÓKA REYNSLUAKSTUR
  • DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI
   DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI

   Nýjasta tveggja rása kerfið er hér til umræðu. Hér fer kerfi með aðskilda stjórn á fram- og afturöxlum sem býður upp á stillingu fyrir aukna lipurð á lágum hraða og aukinn stöðugleika á miklum hraða.

   BÓKA REYNSLUAKSTUR

  Akstursgeta

  • MILLIKASSI MEÐ TVEIMUR DRIFUM
   MILLIKASSI MEÐ TVEIMUR DRIFUM

   Val á milli hás og lágs drifs í þessum aukabúnaði skilar sér í framúrskarandi sveigjanleika í akstri bæði á vegum og í torfærum. Lága drifið tryggir öruggan akstur niður erfitt undirlag á meðan háa drifið hentar fyrir akstur á vegum úti.

  • TERRAIN RESPONSE 2
   TERRAIN RESPONSE 2

   Terrain Response 2-kerfið okkar (aukabúnaður) greinir undirlagið og velur sjálfkrafa akstursstillingar til að laga undirvagn og aflrás fullkomlega að akstursskilyrðunum.

  • FJÖÐRUN
   FJÖÐRUN

   Range Rover Sport er búinn rafrænni loftfjöðrun* sem skilar frábærum þægindum á vegum og skiptir sjálfkrafa á milli tveggja aksturshæða í torfærum til að tryggja yfirvegaðan akstur við erfiðustu skilyrðin. *SD4-vél fylgir gormfjöðrun.

  • GRIPSTJÓRNUN
   GRIPSTJÓRNUN

   Þessi eiginleiki tryggir að hægt er að taka mjúklega af stað, jafnvel á mjög hálu yfirborði eins og ís, snjó eða blautu grasi.

  • DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
   DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

   DSC-stöðugleikastýring greinir undirstýringu og stillir hemla og vélarafl í samræmi við það til að tryggja að bílinn fari alltaf rétta leið í gegnum beygjuna.

  • TORFÆRUHRAÐASTILLIR
   TORFÆRUHRAÐASTILLIR

   Hægt er að stilla hraðann á milli 2-30 km/klst. og viðhalda honum án þess að snerta þurfi inngjöfina til að ökumaður geti einbeitt sér að stýrinu.

  Aðstoð fyrir ökumann

  • 360° BÍLASTÆÐAKERFI
   360° BÍLASTÆÐAKERFI

   Þegar bakkað er í þröngt stæði verða skynjarar allan hringinn á bílnum virkir. Þegar lagt er í stæði birtir snertiskjárinn loftmynd af bílnum og hljóðmerki segja til um fjarlægð að hindrunum.

  • SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU OG HUGVITSAMLEGRI NEYÐARHEMLUN
   SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU OG HUGVITSAMLEGRI NEYÐARHEMLUN

   Þegar þú ekur á hraðbrautinni eða í þungri og hægri umferð hjálpar kerfið þér að halda öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan, ef ske kynni að hann hægi á sér eða stöðvi. Þegar bílinn fyrir framan eykur hraðann á ný gerir Range Rover Sport það líka.

  • BLINDSVÆÐISSKYNJARI MEÐ BAKKSKYNJARA
   BLINDSVÆÐISSKYNJARI MEÐ BAKKSKYNJARA

   Þessi aukabúnaður lætur vita af bílum sem staðsettir eru á blindsvæðum eða nálgast þau hratt með litlu viðvörunarljósi í hliðarspeglinum. Bakkskynjarinn varar við mögulegri hættu beggja vegna bílsins.

  • SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
   SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

   Ef yfirvofandi árekstur greinist og bíllinn er á miðlungshraða birtir þetta kerfi ákeyrsluviðvörun sem gefur þér tíma til að bregðast við. Ef þú bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.

  • AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI
   AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI

   Þessi tækni greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og beinir þér mjúklega til baka. Ökumannsskynjarinn greinir hreyfingar bílsins sem benda til þess að ökumaður sé orðinn þreyttur og birtir viðvörun um að gera þurfi hlé á akstri.

  • BÍLASTÆÐASKYNJARI
   BÍLASTÆÐASKYNJARI

   Þetta kerfi auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði eða aka út úr því með því að stýra bílnum í og úr stæðinu. Eingöngu þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins með hemlum og inngjöf.

  • BAKKMYNDAVÉL
   BAKKMYNDAVÉL

   Til að auðvelda ökumönnum að leggja bílnum í þröng stæði er snertiskjárinn notaður til að birta línur fyrir ytri mörk bílsins og áætlaða stefnu ofan við mynd bakkmyndavélarinnar.

  • 360° MYNDAVÉLARKERFI
   360° MYNDAVÉLARKERFI

   Kerfið býður upp á 360° útsýni í kringum bílinn á snertiskjánum sem hjálpar til við ýmsar athafnir, svo sem að leggja við gangstéttarbrún eða aka inn og út úr þröngum stæðum.

  • HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP
   HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP

   Þessi tækni gerir ökumanni kleift að stýra stefnu eftirvagns þegar verið er að bakka. Með snúningsstjórnbúnaði Terrain Response 2 er hægt að stjórna stýri bílsins til að ná æskilegri stefnu á eftirvagninn. Snertiskjárinn birtir upplýsingar um stöðu, þar á meðal núverandi og æskilega stefnu eftirvagnsins.

  Þægindi og búnaður

  • RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ BENDISTJÓRNUN
   RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ BENDISTJÓRNUN

   Rafknúinn afturhleri með bendistjórnun gerir þér kleift að opna og loka afturhleranum án þess að snerta bílinn. Bendistjórnunin er rafræn með tveimur skynjurum sitt hvoru megin á bílnum. Eingöngu þarf að hreyfa fótinn undir öðrum hvorum skynjaranum til að virkja eiginleikann.

   SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
  • SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING
   SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING

   Sjálfvirka hæðarstillingin lækkar bílinn af mikilli nákvæmni um allt að 50 mm til að auðveldara sé að stíga upp í og út úr honum. Þessi eiginleiki er eingöngu í boði með rafrænni loftfjöðrun.

   SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
  • DEMPUÐ LOKUN HURÐA
   DEMPUÐ LOKUN HURÐA

   Dempuð lokun hurða er búin rafdrifnum klinkum í öllum hurðum og hefur í för með sér aukin þægindi. Síðustu 6 mm hurðarinnar að dyrastaf er stjórnað til að tryggja að bæði fram- og afturhurðir lokist mjúklega.

   SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
  • FJARSTÝRÐ MIÐSTÖÐ OG TÍMASTILLT HITA- OG LOFTSTÝRING
   FJARSTÝRÐ MIÐSTÖÐ OG TÍMASTILLT HITA- OG LOFTSTÝRING

   Þetta snjalla kerfi býður upp á fjarstýrða forhitun eða loftræstingu bílsins og sjö daga tímastillingu. Á þennan hátt er hægt að ganga að kjörhita í farþegarými sem sjálfsögðum hlut.

   SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL