Range Rover SV Coupé heldur í heiðri arfleifð Range Rover sem sést greinilega í nútímalegu útliti þessa ótrúlega fallega tveggja dyra og fjögurra sæta bíls. Range Rover SV Coupé er fáguð og framúrskarandi smíð, og mest afgerandi, íburðarmesti og einstakasti Range Rover bíllinn sem framleiddur hefur verið til þessa.

  GERRY MCGOVERN
  YFIRHÖNNUÐUR LAND ROVER

  HÖNNUN

  HANDVERK

  • SÉRHANNAÐAR LITASAMSETNINGAR
   SÉRHANNAÐAR LITASAMSETNINGAR

   Litaspjald Range Rover Coupé er eins og bíllinn sjálfur, á sér engan sinn líka. Hægt er að velja úr fjöldanum öllum af lakklitum bæði úr grunnvalinu og safni SVO-sérsmíðadeildarinnar. Við þetta bætist svo þjónusta okkar við sérhönnun litasamsetninga.

  • RÍKULEG EFNI
   RÍKULEG EFNI

   Mjúkt hálf-anilínleðrið okkar kemur allt frá einu og sama sútunarfyrirtækinu, sem stofnað var 1905. Fyrirtækið heldur náttúrulegri grófri áferð húðarinnar og skreytir hana með vatteruðu tíglamynstri.

  • SÉRSNIÐ
   SÉRSNIÐ

   Hægt er að sérsníða Range Rover SV Coupé enn frekar. Valkostirnir eru óþrjótandi þegar kemur að því að gera bílinn þinn þann eina sinnar tegundar, hvort sem þú vilt nota fangamarkið þitt, sérsníða sílsahlífarnar eða Range Rover-merkið.

  • KLÆÐNINGAR
   KLÆÐNINGAR

   Viðarklæðningar – sem fást í sjálfbærum náttúrlegum svörtum aski, Santos-dökkum viði eða Nautica-viði – eru notaðar í bílinn. Óháð því hvaða klæðningu þú velur geturðu treyst á að hún eykur enn við óviðjafnanlega hönnun Range Rover SV Coupé.

  • FYRSTA FLOKKS FRÁGANGUR
   FYRSTA FLOKKS FRÁGANGUR

   Áratugareynsla, vandlátt auga fyrir smáatriðum og handunnin efni eru allt undirstöður í gæðasmíði Range Rover Coupé. Allt sem þú sérð og snertir býður upp á ómengaða upplifun sem tryggir þér ánægjulega ferð í hvert skipti.

  • HRÍFANDI SMÁATRIÐI
   HRÍFANDI SMÁATRIÐI

   Hugað hefur verið vandlega að hverju einasta smáatriði í þessum bíl. Vatterað tíglamynstur og val um áherslusaum auka enn við handverkstilfinninguna og nákvæmnina í Range Rover SV Coupé.

  AFKÖST

  AKSTURSGETA