• Range Rover

  Range Rover

  Yfirburða þægindi og eiginleikar

 • Range Rover Sport

  Range Rover Sport

  Sá öflugasti og skemmtilegasti frá Land Rover

 • Range Rover Velar

  Range Rover Velar

  Okkar fágaðasti og afkastamesti jeppi í millistærð

 • Range Rover Evoque

  Range Rover Evoque

  Einstakur og sannur Range Rover í þæglegri stærð

 • DISCOVERY

  DISCOVERY

  Fjölhæfasti jeppinn

 • Discovery Sport

  Discovery Sport

  Ævintýragjarn og fjölhæfur sportjeppi

 • LAND ROVER PLUG-IN HYBRID

  LAND ROVER PLUG-IN HYBRID

  PHEV - FRAMSÆKNASTA AFLRÁS OKKAR HINGAÐ TIL

Þessi bíll er hlaðinn lúxus, þeim mesta hjá okkur hingað til, og hvert smáatriði er þaulhugsað og vandlega unnið.

JOHN EDWARDS
FRAMKVÆMDASTJÓRI SVO-SÉRSMÍÐADEILDAR

  Hönnun

  YTRA BYRÐI

  SVAutobiography er hannaður og þróaður í SVO-sérsmíðadeildinni, nýsköpunarmiðstöð Land Rover fyrir sérhannaða framleiðslu, lúxusútfærslur og sérlega afkastamiklar gerðir. Hönnun hvers einasta atriðis ber með sér vott hæverskrar fágunar og vandaðrar vinnu, hvort sem um ræðir einkennandi grillið, upphleypta Range Rover-áletrun á vélarhlíf og afturhluta eða einstakt SVAutobiography-merkið á afturhleranum. Flaggskipið okkar er táknmynd alls þess sem Range Rover stendur fyrir.

  INNANRÝMI

  Innanrými SVAutobiography með löngu hjólhafi ber öll merki fágaðs og ljúfs lífsstíls. Áhersla á smáatriðin er greinileg í öllu sem sést og hægt er að snerta. Hvort sem um er að ræða miðstokk í aftursæti með flöskukæli og rafknúnum borðum eða einstaka sætahönnunina með stuðningi við kálfa stafar öryggi og friðsæld frá þessum einstaka bíl. Upphleypt áferð á hlutum innanrýmisins, svo sem á hnappi Stop/Start-kerfisins, snúningsgírhnappi, stillibúnaði armpúða og satínburstuðum glasahaldara, eykur enn við fágað útlitið. Fjarstýringarlykillinn er einnig með upphleyptri áferð og Autobiography-áletrun.

  Finna söluaðila

  Séreinkenni

  • UPPHLEYPT HÖNNUNARÞEMA
   UPPHLEYPT HÖNNUNARÞEMA

   Upphleypt hönnunarþemað nær til ýmissa hluta innanrýmisins á borð við hnapp Stop/Start-kerfisins, snúningsgírhnappinn, stillibúnað armpúða, fótstig og fjarstýringarlykilinn. Þetta kallast á við satínburstaðan glasahaldara, fatasnaga úr gegnheilum, upphleyptum málmi og málmáferð á sætisbrautum.

  • VIRKNI SÆTA
   VIRKNI SÆTA

   Executive-sæti að aftan veita aukin þægindi og eru búin minni, rafknúnum höfuðpúðum, armpúða á miðstokki, stillanlegum púðum, nuddi í sætum og rafknúinni hallastillingu. Sætin eru aðskilin með stokki sem geymir stjórntæki og er hægt að fá afhentan með kælihólfi.

  • RAFDRIFIN BORÐ
   RAFDRIFIN BORÐ

   Fallega uppsett rými í aftursætum er búið opnanlegum borðum. Hægt er að fá þau klædd íbenholtslituðu leðri eða viðarklæðningu. USB-hleðslutengi er fellt inn í hönnunina til að tryggja aðgang að rafmagni.

  • MERIDIAN™ SURROUND-HLJÓÐKERFI
   MERIDIAN™ SURROUND-HLJÓÐKERFI

   Þetta 1700 W hljóðkerfi er búið 29 hátölurum, þar á meðal tveggja rása bassahátalara, sem staðsettir eru til að tryggja bestu mögulegu hljómgæði. Kerfið er einnig búið Meridian Trifield-tækni til að skila tónleikaupplifun fyrir alla farþega.

  Yfirlit yfir vélar

  Vél Hröðun 0-100 km/klst.
  í sek.
  Hámarkshraði km/klst. Hámarkstog Nm Innanbæjarakstur (l/100 km) Utanbæjarakstur (l/100 km) Blandaður akstur (l/100 km) Losun koltvísýrings g/km
  LR-TDV6 SJÁLFSKIPTING (4WD) 3,0 lítra dísilvél (258 hö.) með Stop/Start-kerfi Átta þrepa gírskipting SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL 8,3 209 600 7,8 6,4 6,9 182
  LR-SDV8 SJÁLFSKIPTING (4WD) 4,4 lítra dísilvél (339 hö.) með Stop/Start-kerfi Átta þrepa gírskipting SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL 7,2 218 740 10,8 7,6 8,4 219
  LR-V8 með forþjöppu SJÁLFSKIPTING (4WD) 5,0 lítra bensínvél (375 hö.) með Stop/Start-kerfi Átta þrepa gírskipting SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL *Hámarkshraði fyrir V8 með forþjöppu er 250 km/klst. þegar notaðar eru 22" felgur Allar tölur sem sýndar eru gilda fyrir hefðbundið hjólhaf. 5,5 225/250 680 18,3 9,8 12,8 299

  VELDU ÞÉR GERÐ

  • HSE
  • VOGUE
  • AUTOBIOGRAPHY
  • SVAutobiography DYNAMIC
  • SVAutobiography MEÐ LÖNGU HJÓLHAFI