Hönnun

  Tækni

  Afköst

  • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
   UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

   Nýja InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfið Touch Pro Duo er aðeins að finna í Land Rover, notadrjúgt og ólíkt öllum öðrum. Kerfið býður upp á afar fjölbreytt úrval upplýsinga og afþreyingar og er búið einstaklega hugvitsamlegri og framsækinni tækni sem tryggir að þú njótir ferðarinnar til fulls.

  • NÝJUNGAR
   NÝJUNGAR

   Range Rover Velar skilar sparneytnum, fáguðum og viðbragðsgóðum akstri með fjölbreyttri línu V6 og fjögurra strokka Ingenium-véla. Vélin er úr léttu áli og er hönnuð með áherslu áhrif hennar út endingartímann með meiri notkun endurunninna efna, minni útblæstri og minni eldsneytisnotkun.

  • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
   AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

   Öruggur, þægilegur og umfram allt ánægjulegur akstur. Nýjungar á borð við Adaptive Dynamics-fjöðrun og rafræna loftfjöðrun vinna gegn ójöfnum til að tryggja gæðaakstur á vegum. Range Rover Velar er lipur, viðbragðsfljótur og næmur í stýri sem tryggir afbragðsöryggi í beygjum.

  • GÓÐUR Í TORFÆRUM
   GÓÐUR Í TORFÆRUM

   Til að tryggja öruggan torfæruakstur við ýmis konar skilyrði er Range Rover Velar með hallastýringu sem staðalbúnað, auk þess sem hægt er að fá hann afhentan með Terrain Response 2. Þá er ónefnt hugvitsamlegt sítengt fjórhjóladrif Land Rover sem skilar óviðjafnanlegri akstursgetu í hvers kyns veðri, á hvers kyns undirlagi.

  • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
   AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

   Range Rover Velar er búinn fjölbreyttu úrvali akstursaðstoðar, bæði auka- og staðalbúnaði, til að tryggja bestu mögulegu akstursupplifunina. Þessir eiginleikar eru byggðir á framsækinni hugsun, verkfræði og ökutækjatækni og gera þér kleift að takast á við flest það sem komið getur upp í umferðinni, bæði innan- sem utanbæjar og þegar ekið er í myrkri.

  • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
   ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

   Hægt er fá sæti klædd Luxtec-áklæði og rúskinni, götuðu Windsor-leðri eða fyrsta flokks ofnu áklæði og rúskinni. Einnig er hægt að fá framsæti með hita og loftræstingu og aftursæti með hita og hallastillingu.

  Þægindi og búnaður

  Akstursgeta

  Þaulprófaður

  • Bergmálslaus klefi
   Bergmálslaus klefi

   Í bergmálslausa klefanum er ýmis konar tíðni og titringi beitt á farþegarýmið til að tryggja fágað hljóðstig í nýjum Range Rover Velar.

  • Vindhraði
   Vindhraði

   Aðeins með því að reyna öll kerfi til hins ýtrasta getum við sannreynt áreiðanleika þeirra og í veðurklefunum okkar getum við endurskapað verstu vindaðstæður sem hægt er að takast á við.

  • Mikill hiti eða kuldi
   Mikill hiti eða kuldi

   Við frystum bílana okkar við -40 °C og steikjum þá við 50 °C, bæði úti undir beru lofti og inni í veðurklefunum okkar. Þetta er gert til að tryggja þægindi og hugarró, líka á allra afskekktustu stöðunum.

  • Í torfærum
   Í torfærum

   Við göngum úr skugga um að margrómaðir torfærueiginleikar bílanna okkar fylgi hverjum einasta bíl, hvort sem er við prófanir á ís í Arjeplog í Svíþjóð eða í eyðimerkursöndum Dubai.

  Fjölhæfni

  Öryggi

  • ISOFIX
   ISOFIX

   ISOFIX-festingar í aftursætum Range Rover Velar bjóða upp á einfalda festingu barnabílstóla. Trygg festing barnabílstólsins við bílinn eykur einnig öryggi hans.

  • LOFTPÚÐAR
   LOFTPÚÐAR

   Sex loftpúðar Range Rover Velar bjóða ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.

  • ÖRYGGISBELTI
   ÖRYGGISBELTI

   Forstrekkjarar á öryggisbeltum verða virkir ef bíllinn hægir mjög skyndilega á sér. Forstrekkjararnir halda þeim sem situr í sætinu mjög þétt upp að sætinu til að verja þig og farþegana ef til áreksturs kemur.

  • TRAUST AKSTURSSTAÐA
   TRAUST AKSTURSSTAÐA

   Traust akstursstaða Range Rover Velar skilar sér í öruggari akstri. Há staðan eykur útsýni og leiðir til aukins öryggis.

  • AKSTURSKERFI
   AKSTURSKERFI

   Range Rover Velar er búinn nýjasta öryggistæknibúnaðinum, þar á meðal rafstýrðri spólvörn sem fínstillir grip og rafstýrðri hemlajöfnun sem stillir hemlunarkraft á hvern öxul sjálfkrafa til að stytta hemlunarvegalengd.

  • NEYÐARHEMLUN
   NEYÐARHEMLUN

   Neyðarhemlun skynjar þegar stigið er snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn með ABS-dælunni til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega.