Aukahlutir og aukabúnaður

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Aukabúnaður fyrir ytra byrði

Aukabúnaður fyrir ytra byrði

ÞAKGLUGGI

Hægt er að velja á milli fasts þakglugga eða opnanlegs þakglugga en báðir auka tilfinningu fyrir rými í bílnum. Að auki er hægt að hafa þakið samlitt eða í svörtum áherslulit.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Aukahlutir fyrir innanrými

 • KLÆÐNING
  KLÆÐNING

  Fjölbreytt úrval klæðningar er í boði, þar á meðal úr koltrefjum með koparvír og áli, auk Argento-línuskreyttrar klæðningar með hágljáa, á innra byrði hurðar, fyrir ofan armpúða. Þessar klæðningar er að finna á áferðarlitaspjaldinu sem nota má til að gefa innanrýminu enn áhrifameira yfirbragð.

 • SÆTI
  SÆTI

  Fjölbreytt úrval sæta er í boði, rafknúin, með 8, 10, 18 eða 20 stefnustillingar, með fjölbreyttum eiginleikum á borð við minni, nudd, hita og kælingu í framsætum. Þægindin eru fyrir öllu.

 • LITAÞEMU Í INNANRÝMI
  LITAÞEMU Í INNANRÝMI

  Þeir litir sem þú velur í innanrýmið lýsa þínum innri manni. Vintage-ljósbrúnn, íbenholt og margir fleiri eru í boði, bæði á sæti og þakklæðningu.

 • PAKKAR FYRIR INNANRÝMI
  PAKKAR FYRIR INNANRÝMI

  Með vali á lúxuspakka eða ítarlegum lúxuspakka í innanrýmið fást aukin þægindi og stíll í fallegt farþegarými Range Rover Velar.

Aukahlutir fyrir innanrými

Aukahlutir fyrir innanrými

Aukahlutir fyrir innanrými

FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

Þetta kerfi er búið aðskildum stjórntækjum fyrir ökumann, farþega í framsæti og sinn hvoru megin í aftursæti. Að auki eru viðbótarloftunarop á miðstoðum.

SÆKJA BÆKLING

Aukahlutir fyrir innanrými

Aukahlutir fyrir innanrými

LÆST HANSKAHÓLF MEÐ KÆLINGU

Hanskahólfið er kælt með því að leiða inn í það kælt loft úr loftkælingunni.

SÆKJA BÆKLING

Aukahlutir fyrir innanrými

Aukahlutir fyrir innanrými

STILLANLEG LÝSING Í INNANRÝMI

Þessi eiginleiki gerir þér kleift að stilla lit og áferð lýsingarinnar til að hún falli að stemmningunni hverju sinni. Hægt er að velja á milli tíu ólíkra lita, allt frá íshvítum til mánaskins til skærrauðs.

SÆKJA BÆKLING

AUKABÚNAÐUR OG LAND ROVER GEAR - AUKAHLUTIR

 • AKSTURSGETUPAKKI
  AKSTURSGETUPAKKI

  Þessi pakki inniheldur: 22” Dynamic Baratheon-felgur, svarta þakboga, þverbita, lítið farangursbox, reiðhjólafestingu á þak - Land Rover-fjallhjól, inndraganleg stigbretti og aurhlífar að framan og aftan.

 • SPORTPAKKI
  SPORTPAKKI

  Þessi pakki inniheldur: 22” Dynamic Baratheon-felgur, inndraganleg stigbretti, svarta áletrun/svartar speglahlífar og vindskeið að aftan.

 • INNDRAGANLEG STIGBRETTI
  INNDRAGANLEG STIGBRETTI

  Þessi snjöllu og hagnýtu þrep auðvelda ökumanni og farþegum að stíga út úr og inn í bílinn. Brettin eru haganlega geymd undir sílsunum og ganga sjálfkrafa út um leið og dyrnar eru opnaðar, auk þess sem hægt er að virkja þau lykli með fjarstýringu. Þau ganga sjálfkrafa í geymslustöðu þegar dyrunum er lokað. Stigbrettin eru viðkvæm fyrir hindrunum og virka ekki í torfærustillingu eða með lágu drifi. Hægt er að hnekkja sjálfvirku stillingunni til að hægt sé að ná upp á þak þegar dyrnar eru lokaðar. Inndraganlegu stigbrettin eru samhæf aurhlífum að framan og með ryðfría stállista með leysigeislaskorna Range Rover Velar-áletrun.

 • SMELLUKERFI
  SMELLUKERFI

  Smellukerfið er fjölnotakerfi fyrir aukahluti á sætisbak til hægðarauka fyrir farþega í annarri sætaröð. Smelluundirstaðan er fest á milli festinga höfuðpúðanna og hægt er að bæta við fleiri festingum til að geyma spjaldtölvur, töskur, skyrtur og jakka. Festingar eru seldar sér. Auðvelt er að fjarlægja undirstöðuna þegar hún er ekki í notkun.