„Í framhaldi af bílahönnunarverðlaunum ársins 2018 sem Velar hlaut hefur 5,0 lítra V8 SVAutobiography Dynamic fært fágun og afköst upp á næsta stig.“

  Michael Van Der Sande,
  Framkvæmdastjóri SVO-sérsmíðadeildar

  HÖNNUN

  Séreinkenni

  • FELGUR
   FELGUR

   Hönnun 21" steyptra álfelganna (staðalbúnaður) eykur við nákvæma snerpu og aksturseiginleika bílsins. Einnig er hægt að fá 22" felgur með tvenns konar áferð.

  • LÚXUSSÆTI
   LÚXUSSÆTI

   Til að hámarka munaðinn eru framsæti klædd götuðu Windsor-leðri með einstöku vatteruðu tíglamynstri, 20 stefnustillingum, hita, kælingu, minni og nuddstillingum. Hiti og hallastilling í aftursætunum tryggja hámarksþægindi.

  • NÚTÍMALEGT UMHVERFI
   NÚTÍMALEGT UMHVERFI

   Hvort sem litið er til álgírskiptirofana eða upphleyptrar áferðarinnar á snúningsgírhnappnum og stjórnhnöppunum hefur sérhvert smáatriði þessa bíls verið hannað með einstakan munað og fágun að markmiði.

  • AKSTURSGETA
   AKSTURSGETA

   Land Rover hefur alltaf verið þekktur fyrir akstursgetu. Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic er þar engin undantekning. Einstök og nákvæmlega hönnuð tækni bílsins tryggir að hægt er að takast á við hvaða aðstæður sem er af fyllsta öryggi, allt frá grasi, möl og snjó yfir í aur, djúp hjólför og sand.

  • VIRKT ÚTBLÁSTURSKERFI
   VIRKT ÚTBLÁSTURSKERFI

   Range Rover Velar SVAutobiography Dynamic er með virku útblásturskerfi. Með því að nota fyrsta flokks „Fluid Dynamic“-hugbúnað tryggir þetta létta kerfi hrífandi afköst og ljær bílnum einkennandi vélarhljóð.

  • AKSTURSEIGINLEIKAR
   AKSTURSEIGINLEIKAR

   Þessi bíll skilar líflegum akstri eins og hann gerist bestur, með framúrskarandi afköstum bæði á vegum og í torfærum. Aldrif og IDD-kerfi vinna saman til þess að hámarka bæði spyrnu og sparneytni.

  AFKÖST

  FÁGUN

  Yfirlit yfir vélar

  Vél Hröðun 0-100km/klst.
  í sek.
  Hámarkshraði km/klst. Tog Nm
  5,0 LÍTRA V8-VÉL MEÐ FORÞJÖPPU Gögn eru byggð á hugmyndabíl sem ætlaður er til almennrar framleiðslu og geta því breyst 4,5 274 680