Upplýsinga- og afþreyingarkerfi

  • TOUCH PRO DUO
   TOUCH PRO DUO

   Touch Pro Duo-kerfið, nýtt kerfi með tveimur snertiskjáum, gerir notandanum kleift að fylgjast með og nota marga eiginleika í einu. Þetta býður upp á meiri sveigjanleika og aukið notagildi þegar verið er að skoða mikilvægar upplýsingar. Sem dæmi er hægt að nota leiðsögukerfið á efri skjánum og myndefni á þeim neðri.

  • STÝRI
   STÝRI

   Einstakir rofarnir sjást ekki fyrr en þeir lýsast upp, auk þess sem þeir draga úr fjölda stjórntækja í farþegarýminu. Þessir snertirofar stjórna ýmis konar eiginleikum bílsins. Nú er hægt að stjórna mikið notuðum eiginleikum á borð við efnisspilun og síma að öllu leyti í nýja stýrinu og á gagnvirka ökumannsskjánum til að draga úr truflun hjá ökumanni.

  • GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR
   GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR

   Þessi aukabúnaður er með 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá í háskerpu. Á skjánum er hægt að stjórna margmiðlunarefni, hringja og svara símtölum og velja eiginleika á skjáyfirlitið. Hægt er að velja á milli þrenns konar yfirlita: Tveggja mæla, eins mælis og ítarlegt.

  • AFÞREYING Í AFTURSÆTUM
   AFÞREYING Í AFTURSÆTUM

   Þessi aukabúnaður er búinn tveimur 8" skjáum í höfuðpúðum framsætanna sem bjóða upp á áhorf á kvikmyndir og sjónvarp, þar með talið stafrænt sjónvarp. Skjáirnir eru ekki tengdir. Kerfið er einnig búið tveimur USB 3.0-tengjum, einu HDMI-tengi og Mobile High-Definition Link sem styður flestar gerðir snjallsíma, spjaldtölva og annarra tækja. Tvö WhiteFire®-heyrnartól og þráðlaus fjarstýring fylgja.

  • REMOTE
   REMOTE

   Remote er fjölhæft forrit sem gerir þér kleift að fylgjast með og stjórna Range Rover Velar í snjallsíma eða snjallúri.* Þú getur gangsett vélina** til að hita eða kæla farþegarýmið, læst og opnað bílinn, fundið hann á korti eða með því að nota eiginleika sem flautar og blikkar ljósunum og rakið ferðir þínar, allt í einu forriti. *Aðeins samhæf tæki **Aðeins í boði með tímastilltri hita- og loftstýringu

  • TENGIMÖGULEIKAR INCONTROL
   TENGIMÖGULEIKAR INCONTROL

   Eiginleikar InControl bjóða upp á fleiri tengimöguleika og ítarlegri upplýsingar og afþreyingu með Connect Pro-þjónustunni, tækni og forritum til að þú og farþegar þínir njótið bestu mögulegu tengigetu og hámarksþæginda. Innifaldir eiginleikar eru InControl Apps, Remote Premium og Pro-þjónusta, þ.m.t. heitur Wi-Fi-reitur.

  Nýjungar

  • INGENIUM-VÉLAR
   INGENIUM-VÉLAR

   Ingenium-vélarnar eru nýjustu vélar Land Rover sem aðeins eru úr áli. Vélarnar eru léttari, sparneytnari og öflugri en fyrirrennarar þeirra og eru búnar nýjustu nýjungum, á borð við CIV-undirlyftukerfi, sem bæta allt sem viðkemur afköstum, sparneytni og minni losun koltvísýrings.

  • LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI
   LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI

   Yfirbygging Range Rover Velar úr áli er hönnuð með hámarksöryggi og -styrk og aukna sparneytni í huga. Sterkbyggðar hliðar úr málmblendi og þykk höggvörn eru innbyggð ásamt stífu að aftan til að draga úr þyngd án þess að það komi niður á öryggi.

  • LAND ROVER IGUIDE
   LAND ROVER IGUIDE

   Forritið Land Rover iGuide nýtir nýjustu tækni í auknum raunveruleika til að útskýra nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í Range Rover Velar. Í því er einnig að finna farsímaútgáfu notandahandbókarinnar til að tryggja að þú hafir nauðsynlegar upplýsingar ávallt við höndina.

  Afköst

  • TOGSTÝRING
   TOGSTÝRING

   Hemlastýrð togstýring og IDD-kerfi skilar öryggi og viðbragði í beygjum. Saman dreifa þessi kerfi átaki frá vél jafnt á milli hjólanna til að tryggja stöðugleika bílsins.

  • ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
   ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

   Þetta kerfi skilar rennisléttum akstri og hámarksstjórn með því að greina hreyfingar yfirbyggingar og stýris allt að 500 sinnum á sekúndu. Kerfið bregst við aðgerðum ökumanns og yfirborði vegar með sístillingu á milli mjúkrar og stífrar fjöðrunar.

  • DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
   DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

   DSC-stöðugleikastýringin greinir hreyfingar bílsins og grípur inn í ef kerfið metur sem svo að bíllinn svari ekki aðgerðum ökumannsins. Stýringin tryggir að nýi Range Rover Velar skilar jöfnum og öruggum akstri. Akstri sem þú nýtur jafnt innan sem utan vega.

  • VELTIVARNARSTÝRING
   VELTIVARNARSTÝRING

   Veltivarnarstýring innbyggð í DSC-stöðugleikastýringu og lágmarkar hættu á veltu um leið hún býður upp á hægt sé að stýra fram hjá hindrun eða bíl eða vegfaranda. Kerfið greinir hreyfingar bílsins og beygjukrafta til að greina hættu á veltu. Ef slík hætta greinist er hemlum beitt ytra framhjólið til að draga úr kröftum sem draga úr stöðugleika.

  Akstursgeta

  • VIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN
   VIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN

   Virk læsing mismunadrifs að aftan* býður upp á meira grip í beygjum og meira grip í torfærum. Þetta er gert með því að stýra snuði á milli vinstra og hægra hjóls á afturöxlinum. *Aukabúnaður með D300- og P380-aflrásum.

  • GRIPSTJÓRNUN
   GRIPSTJÓRNUN

   Á hálu yfirborði á borð við gras og snjó er hægt að dreifa átaki á milli fram- og afturhjóla til að hámarka grip. Við verulega erfið skilyrði þar sem eingöngu næst grip á framhjólum er hægt að beina allt að 100 prósent átaki í framhjólin til að ná mesta mögulega gripi.

  • RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN
   RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN

   Nýjasta fjögurra punkta rafstýrða loftfjöðrunin skilar frábærri lóðréttri hreyfigetu hjóla og stöðugleika fyrir öruggan akstur. Kerfið ræður við erfiðar aðstæður og heldur Range Rover Velar stöðugum á hvers kyns yfirborði. Bíllinn stillir hæð sína snurðulaust þegar nauðsyn krefur og skilar betri aksturseiginleikum. *Staðalbúnaður með D300- og P380-aflrásum, aukabúnaður með D180-, D240- og P300-aflrásum.

  • TERRAIN RESPONSE
   TERRAIN RESPONSE

   Einstakt Terrain Response-kerfið okkar er staðalbúnaður í Range Rover Velar og gerir ökumanninum kleift að laga bílvélina, gírkassann, mismunadrifið og undirvagninn að þörfum landslagsins með því að velja eina af auðgreinanlegum akstursstillingum. Terrain Response 2 er aukabúnaður sem færir eiginleika þessa verðlaunaða kerfis upp á annað stig. Því kerfi fylgir sjálfvirk stilling sem greinir akstursskilyrði og velur hentugustu stillinguna hverju sinni.

  • HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP
   HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP

   Háþróuð dráttarhjálpin er aukabúnaður sem gerir ökumanni kleift að stýra stefnu eftirvagns þegar verið er að bakka. Í gegnum stillanlega snúningsskífu Terrain Response 2 með Touch Pro-stjórntækjunum getur kerfið stjórnað stýri bílsins til að ná æskilegri stefnu á eftirvagninn, sem sýnd er á snertiskjánum.

  • HALLASTÝRING
   HALLASTÝRING

   Einkaleyfisvarin hallastýringin Land Rover auðveldar ökumanni að aka örugglega niður erfiðan halla. Þetta er gert með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlum sjálfstætt á hvert hjól. Brekkuaðstoðin er staðalbúnaður og tryggir að bíllinn renni ekki afturábak þegar tekið er af stað í halla.

  Staðlaður akstursaðstoðarbúnaður

  • SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
   SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

   Ef yfirvofandi árekstur greinist á hraðanum 5-80 km/klst. birtir sjálfvirka neyðarhemlunin viðvörun sem gefur þér tíma til að bregðast við. Ef ekkert er gert beitir kerfið hemlunum.

  • AKREINASKYNJARI
   AKREINASKYNJARI

   Akreinaskynjari skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Hann skynjar þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og varar við því með sjónrænni viðvörun og léttum titringi í stýrinu.

  • BÍLASTÆÐAKERFI AÐ AFTAN
   BÍLASTÆÐAKERFI AÐ AFTAN

   Bílastæðakerfi að aftan auðveldar ökumanni að bakka í stæði á öruggari máta. Þegar sett er í bakkgír kviknar sjálfkrafa á skynjurum á afturstuðaranum. Með snertiskjánum og í hljóðkerfinu eru gefnar vísbendingar um hversu langt er í hindranir á meðan bílnum er lagt.

  • HRAÐASTILLIR MEÐ HRAÐATAKMÖRKUN
   HRAÐASTILLIR MEÐ HRAÐATAKMÖRKUN

   Þegar þú ekur á hraðbrautinni eða í þungri og hægri umferð hjálpar kerfið þér að halda öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan, ef ske kynni að hann hægi á sér eða stöðvi.

  Pakkar í boði

  • AKSTURSPAKKI
   AKSTURSPAKKI

   Aksturspakkinn býður upp á fjölbreytta eiginleika sem tryggja öryggi þitt og farþega þinna, þar á meðal: - ökumannsskynjara - blindsvæðisskynjara - umferðarskiltagreiningu

  • ÍTARLEGUR AKSTURSPAKKI
   ÍTARLEGUR AKSTURSPAKKI

   Ítarlegi aksturspakkinn gerir hverja einustu ökuferð öruggari og afslappaðri. Hann inniheldur aksturspakkann, auk: - akreinastýringar - blindsvæðishjálpar - sjálfvirk hraðastillis

  • BÍLASTÆÐAPAKKI
   BÍLASTÆÐAPAKKI

   Bílastæðapakkinn auðveldar þér að athafna þig á þröngum svæðum og í þéttbýli. Hann er búinn: - 360° bílastæðakerfi - Umferðarskynjari að aftan

  • ÍTARLEGUR BÍLASTÆÐAPAKKI
   ÍTARLEGUR BÍLASTÆÐAPAKKI

   Ítarlegi bílastæðapakkinn gerir þér kleift að leggja og færa bílinn til auðveldlega og örugglega í þröngum stæðum. Pakkinn er búinn: - umferðarskynjara að aftan - bílastæðaskynjara

  Þægindi og búnaður

  • STILLANLEG LÝSING
   STILLANLEG LÝSING

   Þessi aukabúnaður gerir þér kleift að stilla lit og áferð lýsingarinnar til að hún falli að stemmningunni hverju sinni. Hægt er að velja á milli tíu lita.

  • SKIPTUR ARMPÚÐI
   SKIPTUR ARMPÚÐI

   Skiptir armpúðar á brautum sem hreyfast sjálfstætt tryggja þægindi allra.

  • FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING
   FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

   Þessi aukabúnaður er búinn aðskildum stjórntækjum fyrir ökumann, farþega í framsæti og sinn hvoru megin í aftursæti. Að auki eru viðbótarloftunarop á miðstoðum.

  • SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING
   SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING

   Sjálfvirk hæðarstilling, hluti af rafrænu loftfjöðruninni, býður upp á enn meiri þægindi með því að gera þér kleift að stíga inn í og út úr bílnum áreynslulaust með því að lækka bílinn um 40 mm. *Staðalbúnaður með V6-vélum. Aukabúnaður með D420.