GJALDFRJÁLS INCONTROL-UPPFÆRSLA

GJALDFRJÁLS INCONTROL-UPPFÆRSLA

BÆTTU VIÐ NÝJUM EIGINLEIKUM, ÞRÁÐLAUSUM HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUM OG SNJALLSÍMAPAKKA

Nýjasta uppfærslan fyrir InControl Touch Pro-kerfin býður upp á nýja eiginleika og nýtt viðmót á snertiskjá. Uppfærslan er gjaldfrjáls fyrir gjaldgeng ökutæki og inniheldur snjallsímapakka og þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur.

SNJALLSÍMAPAKKI

SNJALLSÍMAPAKKI

Með snjallsímapakkanum geturðu varpað snjallsímaskjánum yfir í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins. Forrit í snjallsímapakkanum eru m.a.:

- Apple CarPlay®
- Android AutoTM
- Baidu CarLifeTM

Þjónustan sem boðið er upp á í Apple CarPlay® og Android Auto™ ræðst af framboði eiginleika í þínu landi. Nánar á Apple CarPlay® og Android Auto™.
ÞRÁÐLAUS HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLA

ÞRÁÐLAUS HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLA

Það er einfalt mál að fá nýjustu uppfærsluna hjá næsta söluaðila. Eftir uppfærslu er hægt að stilla kerfi bílsins enn frekar þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum með Wi-Fi eða SIM-korti og án þess að þurfa að fara til söluaðila. Hugbúnaðaruppfærslurnar ná til aðalkerfa bílsins, s.s. InControl Touch Pro, og tryggja að þú fáir sem allra mest út úr þínum Land Rover.

SVONA FÆRÐU UPPFÆRSLUNA

Hafðu samband við söluaðila til að kanna hvort þinn Land Rover er gjaldgengur fyrir þessa hugbúnaðaruppfærslu. Söluaðilinn kannar árgerð bílsins, upplýsinga- og afþreyingarkerfið og notandaviðmótið til að staðfesta hvort uppfærslan gildir um þinn Land Rover.

ÁRGERÐ BÍLSINS

Nýjasti hugbúnaðurinn er staðalbúnaður þegar þú kaupir nýjan Land Rover en sumir gerðir bíla af árgerðunum 2016 – 2018 eru einnig gjaldgengir.
ÁRGERÐ BÍLSINS
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFIÐ ÞITT
NOTANDAVIÐMÓTIÐ ÞITT

HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUAÐILA

Hafðu samband við söluaðila til að staðfesta hvort þinn Land Rover sé gjaldgengur fyrir nýjustu hugbúnaðaruppfærsluna.