Við byggðum glænýja hátækniaðstöðu við Oxford Road sem mun framleiða sérhannaða bíla með allt að því ótakmörkuðu lakkúrvali - hvaða litur sem er, hvaða áferð sem er.

  JOHN EDWARDS
  FRAMKVÆMDASTJÓRI SVO-SÉRSMÍÐADEILDAR

  FRAMÚRSKARANDI SPRAUTUTÆKNI

  LITAÚRVAL

  • MADAGASCAR-APPELSÍNUGULUR
   MADAGASCAR-APPELSÍNUGULUR

   Líflegt appelsínugult lakk með ChromaFlair™ sem kallar fram flæði á milli hlýlegra gulra og rauðra tóna.

  • SPECTRAL RACING-RAUÐUR
   SPECTRAL RACING-RAUÐUR

   Inniheldur ChromaFlair™ sem kallar fram áhrifaríkt flæði úr blóðrauðum lit í rauðan og svo áfram í afgerandi skarlatsrauðan.

  • RUFFINA-RAUÐUR
   RUFFINA-RAUÐUR

   Munúðarfullt og sindrandi rautt lakk.

  • WINDWARD-GRÁR
   WINDWARD-GRÁR

   Fágað og glitrandi ljósgrátt lakk.

  • SPECTRAL-BLÁR
   SPECTRAL-BLÁR

   Þetta lakk inniheldur ChromaFlair™ sem kallar fram áhrifaríkt flæði úr dökkfjólubláu yfir í blátt og þaðan yfir í grænblátt og dökkgrænt.

  • BALMORAL-BLÁR
   BALMORAL-BLÁR

   ChromaFlair™ vekur þetta djúpbláa lakk til lífsins með sterkum bláum áherslulit og litríku glitri.

  • SPECTRAL BRITISH RACING-GRÆNN
   SPECTRAL BRITISH RACING-GRÆNN

   ChromaFlair™ gefur þessu hefðbundna græna lakki nútímalegt yfirbragð. Liturinn flæðir úr dökkum blágrænum lit yfir í sterkan grænan og þaðan í bjartan og sindrandi grænan með gylltri áherslu.

  • BRITISH RACING-GRÆNN
   BRITISH RACING-GRÆNN

   Hefðbundið grænt kappaksturslakk sem gætt er lífi með nútímalegri sindrandi Xirallic-sanseraðri áferð.

  • LÍGÚRÍUSVARTUR
   LÍGÚRÍUSVARTUR

   Þetta lakk inniheldur ChromaFlair™-litarefni sem lifnar við í heiðbláu, grænu og blárauðu glitri.

  • MESCALITO-SVARTUR
   MESCALITO-SVARTUR

   Mescalito-svartur er hlýtt svart lakk með sindrandi áferð sem flæðir úr djúpum vínrauðum tóni yfir í hlýrri kopartón.

  • BOSPORUS-GRÁR
   BOSPORUS-GRÁR

   Þetta mjög svo afgerandi dökkblágráa lakk er með grófa, háglitrandi áferð.

  • NORÐURSVARTUR
   NORÐURSVARTUR

   Þetta er fallegt svart lakk með mjög grófri og glitrandi áferð og dýpt.

  • SCAFELL-GRÁR
   SCAFELL-GRÁR

   Þetta lakk inniheldur ChromaFlair™ sem skapar lágstemmdar litabreytingar úr hlýju plómugráu yfir í svalt dökkgrátt.

  • FLÆÐANDI GRÁR
   FLÆÐANDI GRÁR

   Þetta lakk inniheldur örþunnar álflögur og gefur hlýlegan áherslulit og skörp skil á milli dökkra og ljósra tóna.

  • VERBIER-SILFRAÐUR
   VERBIER-SILFRAÐUR

   Verbier-silfrað lakk er með mjög grófri flöguáferð sem glitrar ákaft.

  • RIO-GYLLTUR
   RIO-GYLLTUR

   ChromaFlair™ skapar lágstemmdar litabreytingar. Þetta fallega sanseraða lakk flæðir úr hlýlega rósagylltum lit yfir í svalan grængylltan.

  • VALLOIRE-PERLUHVÍTUR
   VALLOIRE-PERLUHVÍTUR

   Þetta lakk er í íburðarmiklum og hlýjum perluhvítum lit með litríkum pastelglans.

  • MERIBEL-PERLUHVÍTUR
   MERIBEL-PERLUHVÍTUR

   Nútímalegt og tært perluhvítt lakk með litríkum pastelglans.

  LAKKÁFERÐ

  • GLANSANDI ÁFERÐ
   GLANSANDI ÁFERÐ

   Þessi lakkáferð gefur íburðarmikinn og endingargóðan gljáa með eftirtektarverðri og jafnri glansáferð.

  • SATÍNMÖTT ÁFERÐ
   SATÍNMÖTT ÁFERÐ

   Satínmött áferð hefur lægra gljástig í tærri áferð til að dreifa litnum og gefa mýkra útlit.

  • TÆR ÁFERÐ MEÐ SKYGGINGU
   TÆR ÁFERÐ MEÐ SKYGGINGU

   Í þessari áferð er litarefnum bætt við glært efsta lagið til að undirstrika lit lakksins.

  FRAMÚRSKARANDI SPRAUTUTÆKNI

  FRAMÚRSKARANDI SPRAUTUTÆKNI

  TVÍTÓNA ÁFERÐ

  Hægt er að fá Range Rover SVAutobiography í afgerandi tvískiptum lit til að auka enn við fágunina. Sextán litatónar af SVO-litaspjaldinu eru í boði með Santorini-svörtum efri hlutanum og glært lakk er að lokum notað sem efsta lag til að tryggja rennislétta áferð. Hægt er að fá aðra liti á efri hlutann í sérhönnunardeildinni.

  OXFORD ROAD

  • TÆKNI
   TÆKNI

   SVO-sérsmíðadeildin leggur metnað sinn í að nota aðeins nýjustu og bestu tæknina, hvort sem það eru hárnákvæmar hreyfingar vélmennanna eða loftblásarar sem blása hverri rykörðu af samfestingum starfsfólksins. Á þennan hátt tryggjum við að við getum sérsniðið þjónustu okkar að þörfum hvers einasta viðskiptavinar með mestu mögulegu gæðum og nákvæmni.

  • HANDVERK
   HANDVERK

   Kunnáttan og áherslan á smáatriði sem faglært starfsfólkið leggur til er undirstöðuatriði í sérhönnun bíla. Þess vegna nota sérfræðingar SVO-sérsmíðadeildarinnar enn vaxblýanta (e. chinagraph pencil) og sérstaka hnífa við skoðun til að tryggja fullkomna áferð.

  • UMHVERFI
   UMHVERFI

   Þegar bíll er sprautaður blæs loftstraumur öllum lakkdropum sem ekki lenda á bílnum niður í gegnum gólfið í síukerfi sem safnar lakkinu til endurvinnslu. Með því að draga úr sóun og vatnsnotkun er skilvirkni aukin um leið og stuðlað er að sjálfbærara umhverfi.