AKSTURSGETA

ÓSTÖÐVANDI. HVAR SEM ER

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
EFST Á SÍÐU
AKSTURSGETA
#component-6
Á ÓKANNAÐAR SLÓÐIR
#component-8
TORFÆRUR
#component-13
AFLRÁSIR
#component-16
SÉRSNIÐ
#component-18
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Defender
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir um Defender sendar

Defender gerir þér kleift að dreyma stærri drauma. Leggja meira á þig. Fara fram úr væntingum.


SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TORFÆRUGETA
Kannaðu nýjar lendur. Reyndu þig við illkleifar torfærur. Ótrúleg torfærugeta Defender og sítengt aldrif gera hann óstöðvandi. Hvort sem er á vegi eða í torfærum.
STILLANLEGT TERRAIN RESPONSE
Skoðaðu þig um. Á þinn hátt. Sérsníddu torfærukerfið þitt með stillanlegri Terrain Response-tækni.
UPPSETNING
Framúrskarandi aðkeyrslu-, upphækkunar- og afakstursfláar. Minni skögun að framan og aftan. Uppsetning Defender tryggir frábæra akstursgetu.
AKSTURSGETA
Í TORFÆRUM
Í TORFÆRUM

Aldrif, millikassi með tvö drif, Rafrænt mismunadrif og stórir hjólbarðar gera Defender að öflugasta Land Rover-bílnum. Frá upphafi.

UPPSETNING
UPPSETNING

Frábær uppsetning eykur torfærugetu bílsins. Aðkeyrslufláinn er 38 gráður1. Við þetta bætast 31 gráðu upphækkunarflái og 40 gráðu afakstursflái1.

Á VEGI
Á VEGI

Þessi bíll er jafnöruggur á vegi og í torfærum. Njóttu fágaðra þæginda með sjálfstæðri fjöðrun að framan og aftan og veldu á milli gormafjöðrunar eða rafrænnar loftfjöðrunar með Adaptive Dynamics-fjöðrun.

Á ÓKANNAÐAR SLÓÐIR
FARANGUR

Engar málamiðlanir. Hreyfanlegur farmur í Defender má vera allt að 168 kg2. Kyrrstæður farmur má vera allt að 300 kg. Og ef þú ákveður að gista notarðu einfaldlega þaktjaldið.

VAÐ
VAÐ

Vaðgeta Defender er allt að 900 mm sem býður upp á akstur yfir ár.3 Vaðstilling Terrain Response hækkar bílinn upp með rafrænu loftfjöðruninni. Þrívíð umhverfismyndavél með vaðskynjurum segir til um hversu djúpt vatnið er.

DRÁTTUR
DRÁTTUR

3500 kg dráttargeta Defender ræður við erfiðustu verk. Háþróuð dráttarhjálp gerir þér einnig kleift að bakka með eftirvagn og láta Defender sjá um að stýra.

DRÁTTARSPIL
DRÁTTARSPIL

Dráttarafl og einstakur styrkur eru í boði með rafknúnu, fjarstýrðu dráttarspilinu4. Hámarksdráttargeta þess er 4536 kg og því er hægt að stjórna úr allt að 45 metra fjarlægð.

ÞINN DEFENDER

Tilbúinn í allt. Defender eftir þínu höfði.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TORFÆRUR
ALDRIF
Þegar ekið er við aðstæður þar sem grip er lítið, t.d. á ís eða í snjó, er hægt að stilla átak á milli fram- og afturhjóla til að auka stöðugleika og stjórn.
GÍRKASSI MEÐ TVEIMUR DRIFUM
Fleiri lægri gírar geta verið ómetanlegir við erfiðar aðstæður, svo sem í miklum halla, torfæruakstri eða við drátt.
RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN
Lækkaðu bílinn um 40 mm frá eðlilegri aksturshæð þegar stigið er inn í bílinn eða hækkaðu hann um 75 mm, og svo 70 mm ofan á það þegar torfærurnar eru orðnar mjög erfiðar.
RAFRÆNT MISMUNADRIF
Þetta kerfi býður upp á betra grip í beygjum og torfærum. Þetta er gert með því að stýra snuði á milli vinstra og hægra hjóls á afturöxlinum.
STILLANLEGT TERRAIN RESPONSE
Nú í fyrsta skipti býður Terrain Response upp á stillingu aflrásarinnar, mismunadrifs og spólvarnar til að hægt sé að takast á við þær torfærur sem þú kýst að aka um.
TORFÆRUTÆKNI
Fullkomið öryggi og stjórn, óháð aðstæðum. Þetta næst með búnaði á borð við gripstjórnun, GRC-hemlastjórnun og hallastýringu.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
Skilar rennisléttum akstri og hámarksstjórn með því að greina hreyfingar yfirbyggingar og stýris allt að 500 sinnum á sekúndu. Þetta kerfi bregst við aðgerðum ökumanns og undirlagi með sístillingu á milli mjúkrar og stífrar fjöðrunar.
TORFÆRUHRAÐASTILLIR
Stilltu og viðhaltu stöðugum hraða í erfiðum torfærum. Torfæruhraðastillirinn er nokkurs konar hraðastillir fyrir lítinn hraða og vinnur á hraða á milli 1,8 km/klst. og 30 km/klst.
AFLRÁSIR
BENSÍN OG DÍSILOLÍA
Defender fæst með fjölbreyttu úrvali fágaðra og sparneytinna Ingenium-véla. Hægt er að velja á milli háþróaðra bensínvéla og dísilvéla.
BENSÍNVÉL OG HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI
Í því skyni að draga úr eldsneytiseyðslu og losun koltvísýrings safnar P400-vélin og geymir orku sem yfirleitt fer forgörðum við hemlun og endurnýtir hana.
BENSÍNVÉL OG TENGILTVINNBÍLL
Brátt mun P400e-vél PHEV-tengiltvinnbílsins skila ávinningi rafmagnsins í Defender.
SÉRSNIÐ
HJÓLBARÐAR FYRIR ALLT UNDIRLAG

Heilsárshjólbarðar eru í boði sem staðalbúnaður. Auk þess er hægt að fá sérstaka torfæruhjólbarða.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
VELDU DEFENDER

Mikilfengleiki finnst í öllum formum, stærðum og yfirbyggingarhönnun.

VELDU GERÐ
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Defender
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir um Defender sendar

1Með rafrænni loftfjöðrun í torfæruhæð.
2Defender 110 á torfæruhjólbörðum.
3Kannið alltaf akstursleið og uppakstursleið áður en ekið er yfir vatn.
4Fæst um mitt ár 2020. A-LAGA VARNARGRIND aðeins í boði fyrir Defender 110.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila.