TÆKNI BÍLSINS

ALLTAF KVEIKT, ALLTAF TIL REIÐU. HÁÞRÓAÐASTA TÆKNI OKKAR HINGAÐ TIL

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
EFST Á SÍÐU
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
#component-6
ÚTSÝNI
#component-8
ÞÆGINDI
#component-10
TENGIMÖGULEIKAR
#component-15
ÞÆGINDI
#component-17
AÐSTOÐ
#component-19
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Defender
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir um Defender sendar

Nýtt ytra byrði og hönnun í innanrými, auk nýjustu gerðar akstursaðstoðar og tengimöguleika, skila byltingarkenndri nýjustu kynslóð Defender frá Land Rover.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
GLÆNÝTT UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
Innblásið af snjallsímanum þínum. Nýja upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar, Pivi Pro, býður upp á ótakmarkaða tengimöguleika og lykilupplýsingar á einfaldan máta.
LEIÐSÖGN
Connected Navigation Pro-kerfi Defender greinir og lærir þær leiðir sem þú ekur oftast og stingur upp á hjáleiðum þegar umferðarteppur myndast.
AUKIÐ ÚTSÝNI
Sjáðu betur í kringum þig. ClearSight-tæknin, sem er hluti af þrívíðu umhverfismyndavélinni, eykur útsýnið til muna.
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR
FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR

Sérsníðanlegur 10" snertiskjár. Pivi Pro-kerfið í Defender býður upp á einfalt útlit sem gerir þér kleift að framkvæma algeng verk og nota mikið notaða eiginleika á heimaskjánum. Þú getur sniðið útlitið að þínum þörfum og bætt við viðbótarupplýsingum eða eiginleikum.

CONNECTED NAVIGATION PRO
CONNECTED NAVIGATION PRO

Haltu tengingu við leiðina þína með rauntímaupplýsingum um umferðina og fáðu rauntímaaðgang að upplýsingum um eldsneytisverð, bílastæði og staði. Hægt er að birta upplýsingarnar í tvívídd eða þrívídd.

GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR

Birtu fjölbreytt úrval viðeigandi upplýsinga á skýrum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá Defender. Skjáinn má sérsníða til að sýna kort á öllum skjánum eða síma- og margmiðlunareiginleika.

SJÓNLÍNUSKJÁR
SJÓNLÍNUSKJÁR

Birtir grunnupplýsingar um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á skýra mynd í lit með mikilli upplausn sem gerir þér kleift að sjá allar upplýsingar á auðveldan máta, þar á meðal torfæruakstursupplýsingar á borð við halla og hjólhalla.

ÚTSÝNI
CLEARSIGHT-MYNDAVÉL
CLEARSIGHT-MYNDAVÉL

ClearSight-myndavél1 er í boði með þrívíða umhverfismyndavélakerfinu og gerir þér kleift að sjá „í gegnum“ vélarhlífina á Defender. Hægt er að velja á milli mismunandi mynda, s.s. upp undir bílinn og hjólin. Þetta veitir þér öryggi óháð akstursaðstæðum.

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL
CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

Hvort sem búnaður eða hávaxið fólk er að þvælast fyrir sjónlínunni geturðu alltaf treyst á að ClearSight-baksýnisspegillinn birti þér ótakmarkað útsýni aftur fyrir bílinn.2

AÐALLJÓS
AÐALLJÓS

LED-ljós á ytra byrði Defender bjóða upp á birtu sem líkir eftir dagsbirtu og eru hönnuð til að minnka álag við akstur í myrkri. Margskipt LED-aðalljós bjóða upp á háljósalýsingu án þess að trufla ökumenn sem koma úr gagnstæðri átt.

ÞÆGINDI
STÖÐUG HLEÐSLA

Defender býður upp á stöðuga tengingu. Þráðlaus hleðsla í miðstokknum, USB-tengi við allar sætaraðir og rafmagnsinnstunga bjóða upp hleðslu margra tækja í einu.

https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/l663/features/stay-charged/00.jpg
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/l663/features/stay-charged/**.jpg
Smelltu til að hreyfa
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/l663/features/stay-charged/00_m.jpg
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/l663/features/stay-charged/**_m.jpg
Snertu til að hreyfa
TÓMSTUNDALYKILL

Venjulegs lykils er ekki lengur þörf. Glænýr vatns- og höggþolinn tómstundalykill3 gerir þér kleift að opna, læsa, gangsetja og aka bílnum þínum. Hann sýnir þér einnig hvað klukkan er.

ÞINN DEFENDER

Tilbúinn í allt. Defender eftir þínu höfði.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TENGIMÖGULEIKAR
NETTENGINGARPAKKI
Býður upp á enn meiri tengingu í akstri. Veitir þér einfaldan aðgang að öllu sem þarf í ferðina, þar á meðal nettengdri margmiðlun, veðurupplýsingum, dagbókarupplýsingum og áhugaverðum stöðum. Ótakmörkuð gögn4 með innbyggðu SIM-korti.
REMOTE-FORRIT
Notaðu snjallsíma eða snjallúr til að hita eða kæla bílinn fyrir brottför, læsa, opna eða finna bílinn og skrá aksturinn. Samhæft við flestar gerðir snjallsíma og snjallúra.
HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR
Hugbúnaðaruppfærslur5 tryggja að Defender er alltaf með nýjustu útgáfuna. Hægt er að uppfæra upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins, fjarvirkni og ýmsar stjórneiningar í gegnum ytri tengingu til að tryggja hámarksafköst.
WI-FI
Tryggðu fjölskyldunni tengingu og afþreyingu5. 4G Wi-Fi býður upp á aðgang að samhæfum farsímakerfum í bílnum. Það býður einnig upp á tengingu fyrir allt að átta tæki.
ÞÆGINDI
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
MERIDIAN<sup>TM</sup> SURROUND-HLJÓÐKERFI
Valkvæma 700 W Meridian Surround-hljóðkerfið er búið 14 hátölurum og tveggja rása bassahátalara sem skila kristaltærum háum tónum og drynjandi bassa um allt farþegarýmið. Nú hljómar tónlistin eins og hún á að hljóma.
LOFT Í INNANRÝMI
Ökumaður og farþegar njóta ákjósanlegs hitastigs með tveggja og þriggja svæða hita- og loftstýringu, alveg óháð skilyrðum utandyra. Auk þess fjarlægir jónað loft í farþegarými ofnæmisvalda, bakteríur og lykt.
HITI OG KÆLING Í SÆTUM
Hiti og kæling í sætum bæta þægindum við akstursgetu bílsins og tryggja hámarksvellíðan við akstur.
FYRSTA FLOKKS LÝSING Í FARÞEGARÝMI
Fyrsta flokks lýsing í farþegarými býður upp á 10 stillanlega valkosti innilýsingar í samræmi við stemmningu, smekk eða aksturslag.
AÐSTOÐ
<span style="text-transform: lowercase; ">i</span>GUIDE

iGuide-forritið frá Land Rover veitir þér skjótar og einfaldar upplýsingar um búnað og stjórntæki bílsins. Forritið verður bráðlega í boði fyrir bæði Apple®- og AndroidTM-tæki.

AKSTURSAÐSTOÐ

Defender er búinn fjölbreyttum akstursaðstoðarbúnaði sem tryggir enn meira öryggi og þægindi við akstur bílsins – í boði með blindsvæðishjálp, akstursaðstoðarpakka og þrívíðri umhverfismyndavél.

BLINDSVÆÐISHJÁLPARPAKKI
AKSTURSAÐSTOÐARPAKKI
ÞRÍVÍÐ UMHVERFISMYNDAVÉL
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Ef Defender greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar skipt er um akrein kviknar viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og stýrisátakið hvetur þig til að stýra bílnum þínum frá aðvífandi bíl.
ÚTGÖNGUSKYNJARI
Skynjarinn eykur öryggi farþega með því að láta þá vita af aðvífandi hættu þegar stigið er út úr Defender, t.d. bílum sem aka framhjá eða hjólreiðamönnum á ferð.
UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
Varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kemur sér afar vel, sérstaklega þegar bakkað er út úr stæði.
BLINDSVÆÐISHJÁLPARPAKKI
Inniheldur búnað blindsvæðishjálparpakka: blindsvæðishjálp, umferðarskynjara að aftan og útgönguskynjara.
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR
Sjálfvirkur hraðastillir heldur bílnum sjálfkrafa í öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan ef hann hægir á sér eða stöðvast við akstur eða í hægri umferð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast alveg mun kerfið stöðva bílinn varlega.
BAKKMYNDAVÉL MEÐ ÁREKSTRARÖRYGGI
Ef ökutæki sem nálgast að aftan hægir ekki á sér reynir Defender að vara viðkomandi ökumann við með því að blikka hættuljósunum.
ÞRÍVÍÐ UMHVERFISMYNDAVÉL
Nú í boði með 360° bílastæðakerfisbúnaði. Myndir frá fjórum myndavélum hringinn í kringum bílinn eru felldar saman til að bjóða upp á þrívíða mynd af bílnum og umhverfi hans á snertiskjánum, sem annars væri ekki hægt að sjá nema með því að stíga út úr honum. Þetta aukna útsýni einfaldar akstur þar sem ökumaður hefur betri yfirsýn yfir landslagið.
VELDU DEFENDER

Mikilfengleiki finnst í öllum formum, stærðum og yfirbyggingarhönnun.

VELDU GERÐ
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Defender
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
SENDA MÉR FRÉTTIR
Fáðu nýjustu fréttir um Defender sendar

1ClearSight-myndavél reiðir sig á þrívíða umhverfismyndavél. Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.
2Búnaður ræðst af gildandi lögum. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að stilla fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndinni geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.
3Fæst um mitt ár 2020.
4Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar.
5Þegar tengst er við Wi-Fi eða farsímakerfi.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila.
Apple® er skráð vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.