LOSUN KOLTVÍSÝRINGS (CO2) í g/km
Frá 194†
ELDSNEYTISNOTKUN Blandaður akstur l/100km
Frá 7,3†
Nýjungar í hönnun gefa Discovery lægri og breiðari stöðu. Allt frá nýjum aðalljósum og afturljósum til fallegs framgrills og nýrra stuðara. Aukin samfella í útliti afturhluta og nýjar 20–22" felgur gefa bílnum enn nútímalegra yfirbragð.
Hægt er að fá bílinn afhentan með þriðju sætaröðinni með góðu rými fyrir sjö fullorðna. Blautvigtargildið hér að ofan jafngildir 172 lítrum í þurrvigt.
Niðurfelling eins sætis í þriðju sætaröð skapar nægt pláss fyrir töskurnar. Blautvigtargildið hér að ofan jafngildir 547 lítrum í þurrvigt.
Aktu fjölskyldunni inn í helgina í framúrskarandi þægindum og með nógu plássi fyrir farangurinn. Blautvigtargildið hér að ofan jafngildir 922 lítrum í þurrvigt.
Með fjórum sætum er meira pláss fyrir stærri hluti á borð við skíðatösku. Blautvigtargildið hér að ofan jafngildir 1352 lítrum í þurrvigt.
Þegar aðeins eru notuð þrjú sæti hefurðu úr nógu plássi að moða. Blautvigtargildið hér að ofan jafngildir 1567 lítrum í þurrvigt.
Þegar búið er að leggja fimm sæti niður er hægt að hlaða vel í farangursrýmið, íþróttabúnaði, töskum og miklu meira. Blautvigtargildið hér að ofan jafngildir 1997 lítrum í þurrvigt.
Blautvigt er staðlað gildi sem mælt er með því að fylla farangursrýmið af vökva. Þurrvigt er mæld með gegnheilum kubbum (200 x 50 x 100 mm) og hún sýnir hversu mikið pláss er nýtanlegt í innanrými bílsins.
Hreinni. Sparneytnari. Vélar í hybrid-bíl með samhliða kerfi nota rafhlöðu til að endurheimta, geyma og endurnýta orku sem allajafna glatast við hraðaminnkun. Í boði með D250-, D300- og P360-vélum.
Framúrskarandi dráttargeta Land Rover Discovery ræður við allt að 3500 kg og með fjölbreyttum dráttarhjálparbúnaði, svo sem háþróaðri dráttarhjálp, tryggir hún að þú getir dregið allt frá hestakerrum til eftirvagna áhyggjulaust.
Öruggur akstur, hvort sem er á vegum eða í torfærum. Á sleipu yfirborði, svo sem grasi eða snjó, vinna aldrifið og Terrain Response saman við að jafna togið á milli fram- og afturhjólanna til að hámarka spyrnu.
Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar er einstaklega einfalt í notkun og alltaf virkt og alltaf til taks. Á meðal staðalbúnaðar er:
- 11,4” snertiskjár
- Stafrænt útvarp
- Nýhannað viðmót
- Apple CarPlay® 1
- Android Auto™ 2
- Remote3
Þú nýtur einnig ávinnings eftirfarandi eiginleika:
- Hröð ræsing
- Gervigreind
- Glæný hugvitssamleg leiðsögn4
- Tvívíð og þrívíð kort með sjálfvirkum uppfærslum
- Umferðarupplýsingar í rauntíma
Hægt er að velja á milli margra mismunandi viðmótsútgáfa, þar á meðal þrívíddarleiðsagnar á öllum skjánum, akstursupplýsinga eða yfirlits yfir hvað þú ert að hlusta á, allt á nýjum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá með mikilli upplausn.
Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður 6 sem birtir helstu upplýsingar um aksturinn á framrúðunni. Sjáðu hraða bílsins, gírstöðu og leiðarlýsingu á einfaldan hátt á litaskjánum.
Virkilega skemmtileg tónlistarupplifun eins og í tónleikasal. Ökumaður og farþegar eru umvafðir dýpt og tærleika tónlistarflutnings gegnum hátalara í hliðum, að framan og að aftan. Jafnframt er allt samtvinnað með Trifield TM-tækni sem gerir þér kleift að halla þér aftur og njóta sérhvers smáatriðis.
14 hátalarar og tveggja rása bassahátalari, 700W magnari.
Búnaður: DSP-tækni, Meridian Cabin Correction-hljóðstilling, Meridian Digital Dither Shaping, Trifield.
Fjölhæfasti jeppinn okkar til þessa. Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Land Rover Discovery.
Glæsilegur, öflugur og hentugur: Sérsníddu þinn Discovery enn frekar með góðu úrvali aukahluta og pakka fyrir ytra byrði og innanrými.
Aukahlutalínan okkar hefur fengið innblástur frá bílunum okkar og er framleidd í fáguðum sérbreskum stíl.
The figures provided are manufacturer’s estimates and will be replaced with the official EU test figures as soon as they are available. For comparison purposes only. Real world figures may differ. CO2 and fuel economy figures may vary according to factors such as driving styles, environmental conditions, load, wheel fitment and accessories.
† Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.
Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.
1 Bíllinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.
2 Bíllinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem Android Auto veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.android.com/auto/.
3 Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover. Land Rover Remote-forritið þarf að sækja í Apple App Store/Google Play Store.
4 Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Land Rover.
5 Requires Solar attenuating windscreen in some markets.
6 Updates will require data connection.
7 Fair use policy may apply. Includes 1-year subscription which can be extended after the initial term advised by your Land Rover Retailer.
8 Fair use policy applies. After 20GB of data is used within a month, data speeds and functionality on the vehicle may reduce for the rest of the month.
For details of the Fair Usage Policy associated with this feature, please refer to the InControl Pivi Pro Terms at www.landrover.com/pivi-pro-terms.
Playback time is dependent on streaming provider and the definition of the video content.
HD video will significantly increase data usage.
In car features should be used by drivers only when safe to do so. Drivers must ensure they are in full control of the vehicle at all times.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.
Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. gætu átt við.
Android Auto er vörumerki Google LLC.
Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.
NanoeTM er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.