NÝR DISCOVERY SPORT

FJÖLHÆFI SMÁJEPPINN

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
EFST
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá bíla og berðu þá saman.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Discovery Sport
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
HÖNNUN
HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Endurhugsað ytra byrðið á Discovery Sport heldur tryggð við sígilda og margverðlaunaða hönnunina og opnar fyrir nýjar og spennandi tæknilausnir.

SKOÐA MYNDASAFN

HÖNNUN INNANRÝMIS

Nýhannað innanrýmið skilar mjúku andrúmslofti með sterkum litum, ávölum flötum og endingargóðum efnum sem eru nauðsynleg í öllum fjölskyldujeppum.

SKOÐA MYNDASAFN

FJÖLHÆFNI
SNJALLAR GEYMSLULAUSNIR

Opið og bjart innanrýmið í Discovery Sport veitir mikla rýmistilfinningu – sem þú vilt örugglega ekki missa þegar bíllinn er fullhlaðinn. Snjallar geymslulausnir víðs vegar um bílinn gera þér kleift að hafa allt meðferðis – án þess að óreiða myndist.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
VIRKUR LÍFSSTÍLL

Stundaðu uppáhaldsútivistina þína án þess að þurfa að taka bíllyklana með. Tómstundalykillinn (aukabúnaður) er sterkbyggt, vatnshelt armband sem bera má á sér. Skildu lyklana eftir í bílnum og notaðu tómstundalykilinn til að læsa og opna Discovery Sport.

SKOÐA TÆKNI
yt:4aT3pMGC77M
AKSTURSGETA
GÓÐUR Í TORFÆRUM

Discovery Sport hleypir þér inn í gleðina og frelsið sem fylgir torfæruakstri.

yt:6HdlD62jMLE
VAÐ

Leyfðu þér að finna bæði til öryggis og frelsis, líka þegar ekið er í vatni. Með vaðskynjurum geturðu ekið með öryggi í vatni. Discovery Sport lætur þig vita ef þú nálgast vatn sem er dýpra en vaðdýpi bílsins.

FINNA SÖLUAÐILA
yt:oqnkhCLbmE0
DRÁTTUR

Discovery Sport getur dregið allt að 2500 kg. Einnig er hægt að fá laust dráttarbeisli eða rafknúið inndraganlegt dráttarbeisli. Þú getur aukið fjölhæfni bílsins enn frekar með því að velja ýmsan aukabúnað fyrir burð og drátt.

SÆKJA BÆKLING
yt:G116vB3W8eY
TÆKNI
MARGSKIPT LED-LJÓS

Margskipt LED-ljós eru aðeins ein ótal tæknilausna sem við bjóðum upp á, en ljósin státa af sjálfvirkum ljósgeisla sem stillir ávallt á mesta ljósmagn sem truflar ekki bíla sem koma á móti.

SKOÐA TÆKNI
yt:OdjfEiDzOkk
TOUCH PRO

Touch Pro skilar þér öllum nauðsynlegum upplýsingum og afþreyingu á skýran og skilvirkan hátt. Á 10" snertiskjánum geturðu skoðað leiðsagnarkerfi og margt fleira. Notaðu snertiviðmótið eða röddina til að stjórna kerfinu.

SKOÐA TÆKNI
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR

Stafræna mælaborðið birtir akstursupplýsingar, afþreyingu og akstursöryggisgögn, þar á meðal úr leiðsögukerfi, síma og margmiðlunarbúnaði, á skýran hátt án þess að það trufli ökumann bílsins.

SKOÐA TÆKNI
yt:3jqfwf7sPc
SKOÐA TÆKNI
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
Með Remote-forritinu er Discovery Sport ávallt í startholunum fyrir næsta ævintýri. Notaðu snjallsímann til að kanna eldsneytisstöðuna, opna bílinn og forhita eða kæla farþegarýmið.
NÝJUNGAR
Næsta kynslóð stöðluðu driflínutækninnar eykur enn á stöðugleika og grip við hálar aðstæður eða í torfærum. Hún er staðalbúnaður með völdum vélum.
Á VEGUM
Með vandlega þróuðum tæknilausnum líkt og virkri driflínu og Adaptive Dynamics-fjöðrun skilar Discovery Sport hrífandi akstri, hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.
Í TORFÆRUM
Með Terrain Response 2 nýturðu góðs af rúmlega 70 ára sérfræðiþekkingu okkar og bíllinn velur sjálfkrafa heppilegustu akstursstillinguna í torfærum.
AKSTURSAÐSTOÐ
Fjölbreytt úrval hugvitssamlegs öryggisbúnaðar, fyrir þunga umferð og aukið öryggi, er í boði sem staðalbúnaður, aukabúnaður eða hluti af pakka.
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
Hiti í stýri hentar sérlega vel í köldu loftslagi og eykur þægindin við akstur. Einfalt er að kveikja á hitanum með snertitökkum á stýrinu.
AFKÖST
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-fjöðrunarkerfið er aukabúnaður sem tryggir bæði nákvæmar hreyfingar og mjúkan akstur með því að greina stöðu hjóla og hreyfingar yfirbyggingarinnar. Rafstýrðir demparar ná fram bestu fjöðrunarstillingum og viðhalda fullkomnu jafnvægi milli þæginda, fágunar og lipurleika í akstri.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
TOGSTÝRING

Hemlatogstýring skilar öryggi og viðbragði í beygjum og dregur úr undirstýringu með stýrðri hemlun á innri hjólunum. Virk læsing mismunadrifs að aftan býður upp á meira grip í beygjum og meira grip í torfærum.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
yt:B_y9K6VMH6s
65 LÍTRA ELDSNEYTISGEYMIR

Það er ánægjulegt að elta uppi afskekkta og ósnortna staði í náttúrunni, en það getur dregið úr ánægjunni að þurfa að fylla nokkrum sinnum á bílinn á leiðinni. Aktu lengra og upplifðu meira með 65 lítra eldsneytisgeyminum í Discovery Sport.

SKOÐA TÆKNILÝSINGU
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
SNJALLSTILLINGAR

Með því að nota saman lykil með fjarstýringu og snjallsímann þinn getur Discovery Sport borið kennsl á þig og kjörstillingarnar þínar. Þegar lærdómseiginleikinn er virkjaður lagar bíllinn sig enn frekar að þínum þörfum, t.d. með því að sýna sjálfkrafa uppáhalds leiðina þína heim.

yt:PRiXDMH6G3A
TENGIMÖGULEIKAR

Discovery Sport er búinn tveimur USB-tengjum og 12 V innstungu í hólfinu. Aftursætisfarþegar geta notað 12 V innstungu og tvær USB-hleðslustöðvar til að hlaða tækin sín og nýtt sér smellukerfið til að horfa á efni í spjaldtölvunum.

SKOÐA TÆKNI
HITI OG KÆLING Í SÆTUM

Hægt er að fá bílinn afhentan með hita og kælingu í fram- og aftursætum til að tryggja hámarksþægindi án tillits til hitastigs. Þannig getur bæði ökumaður og farþegi stillt hitastigið eftir eigin óskum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN

Hljóðkerfin frá Meridian Audio™ og framúrskarandi stafræn hljóðvinnslureiknirit tryggja að taktur, áherslur og tímasetningar í tónlist skila sér nákvæmlega eins og tónlistarmaðurinn ætlaði sér. Veldu Meridian Sound – eða Meridian Surround-hljómkerfi ef þig langar í verulega magnaða hljóðupplifun.

SKOÐA MERIDIAN
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI

Jónað loft í farþegarými með Nanoe™-tækni eykur velferð þína og farþeganna með auknum loftgæðum í farþegarými bílsins, minna magni ofnæmisvalda og loftborinna baktería og minni lykt.

SKOÐA TÆKNI
ÖRYGGI
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ISOFIX-festing
ISOFIX-festingarnar festa barnasætin kyrfilega við bílinn og auka þannig öryggið í öllu innanrýminu.
LOFTPÚÐAR
Umfangsmikið loftpúðakerfi Discovery Sport (átta loftpúðar) býður ökumanni og öllum farþegum upp á framúrskarandi vörn.
DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
Dregur úr togi vélarinnar og beitir hemlum á viðeigandi hjól til að leiðrétta akstursstefnu bílsins með því að vinna á móti undirstýringu eða yfirstýringu.
AKSTURSKERFI
Discovery Sport er búinn nýjasta öryggistæknibúnaðinum, þar á meðal rafstýrðri EBD-hemlajöfnun sem stillir hemlunarkraft á hvern öxul sjálfkrafa til að stytta hemlunarvegalengd, um leið og búnaðurinn sér til þess að bílinn sé stöðugur og hægt sé að stýra honum.
NEYÐARHEMLUN
Neyðarhemlun skynjar þegar þú stígur snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega. Viðvörunarljósin kvikna sjálfkrafa við neyðarhemlun.
NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
Þessi aukabúnaður greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir Discovery Sport hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Neyðarhemlun er staðalbúnaður.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd.
Nanoe™ er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.