TÆKNI
EFST
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
ONLINE MEDIA
Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína, útvarpsstöðvar og hlaðvörp á meðan þú ekur – án þess að nota snjallsímann. Tengdu Deezer- og TuneIn-reikningana þína við InControl-gáttina til að hafa aðgang að margmiðlunarefni á snertiskjá bílsins. Aðeins í boði með Connected Navigation Pro og nettengingarpakka.
CONNECTED NAVIGATION PRO
Með Connected Navigation Pro og nettengingarpakkanum færðu greiðan aðgang að umferðarupplýsingum í rauntíma og leitarmöguleika. Vistaðu uppáhaldsstaði, notaðu bendistjórnunareiginleika til að skoða kort og fáðu helstu upplýsingar frá Map Care.
SNJALLSÍMAPAKKI
Með þessum pakka geturðu stjórnað snjallsímaforritum, sérsniðnum fyrir bílinn, í Android™- eða Apple®-snjallsímum á snertiskjánum.
SJÓNLÍNUSKJÁR
Birtir grunnupplýsingar um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Býður upp á afar skýrar myndir í lit og háskerpu sem auðveldar þér að lesa í allar upplýsingar.
STÝRI
Hnappar á leðurklæddu stýrinu stjórna efnisspilun og síma á einfaldan máta. Til að tryggja enn sportlegra útlit er stýrið í Discovery Sport R-Dynamic með gljáandi krómi.
REMOTE-FORRIT
Notaðu snjallsíma eða snjallúr til að hita eða kæla bílinn fyrir brottför, læsa, opna eða finna bílinn og skrá aksturinn. Þessi búnaður er samhæfur við flesta snjallsíma, Android Wear™ eða Apple Watch®.
NÝJUNGAR
VÉLAR
Akstursánægja, eldsneytisnýting, fágun – þér býðst úrval véla sem uppfylla ólíkar þarfir þínar.
HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI (MHEV)
MHEV-kerfið er samhliða kerfi sem safnar og geymir orku sem yfirleitt tapast þegar dregið er úr hraða og nýtir hana á snjallan hátt til að hámarka afköst vélarinnar.
yt:LpHRVOL5b_M
IGUIDE (VÆNTANLEGT)
iGuide, farsímaútgáfa notandahandbókarinnar, tryggir að þú hafir ávallt nauðsynlegar upplýsingar við höndina. Forritið Land Rover iGuide útskýrir alla nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í Discovery Sport.
AFKÖST
FJÖÐRUN
Sjálfstætt fjöðrunarkerfið er sérhannað fyrir torfæruakstur og það státar af fjölliða afturfjöðrun.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
Þegar Adaptive Dynamics-fjöðrunin er valin á snertiskjánum skilar Discovery Sport enn meiri stífni, flatari stjórn og snarpara viðbragði.
NÍU ÞREPA SJÁLFSKIPTING
Níu þrepa sjálfskiptingin með stuttu gírhlutfallssviði í Discovery Sport er einstaklega viðbragðsþýð. Hún sér til þess að réttur gír sé ávallt valinn og tryggir þannig hámarkseldsneytisnýtingu og -hröðun. Gírskiptingarnar finnast varla og eru lagaðar á snjallan hátt að aksturslagi ökumannsins.
DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
DSC-stöðugleikastýringin greinir hreyfingar Discovery Sport og grípur inn í til að hámarka stöðugleika bílsins. DSC-stöðugleikastýring dregur úr togi vélarinnar og beitir hemlum á viðeigandi hjól til að leiðrétta akstursstefnu bílsins með því að vinna á móti undirstýringu eða yfirstýringu.
AKSTURSGETA
REYNSLUAKSTUR
GRIPSTJÓRNUN
Tryggir akstursgetu á hálu yfirborði með því að tryggja hámarksgrip þegar tekið er af stað.
HALLASTÝRING
Þetta kerfi auðveldar öruggan akstur niður mikinn halla með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlunum.
GRC-HEMLASTJÓRNUN
Kemur í veg fyrir að bíllinn taki of skarpt af stað í miklum halla þegar stigið er af hemlunum.
HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP
Gerir ökumanni kleift að stýra stefnu eftirvagns þegar verið er að bakka. Í gegnum stillanlega snúningsskífu getur kerfið stjórnað stýri Discovery Sport til að ná æskilegri stefnu á eftirvagninn, sem sýnd er á snertiskjánum.
VAÐSKYNJARAR
Létta þér lífið þegar ekið er í vatni. Vaðskynjarar sýna vatnshæðina umhverfis bílinn í rauntíma og vara við þegar vatnsdýptin nálgast hámarks vaðdýpi Discovery Sport.
TORFÆRUHRAÐASTILLIR
Hér er um að ræða fyrsta flokks kerfi sem gerir þér kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða í drullu og torfærum.
STAÐLAÐUR AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR
NEYÐARHEMLUN
Sjónræn viðvörun birtist ef árekstur er yfirvofandi og ef ekkert er gert hemlar bíllinn sjálfkrafa. Virkar fyrir bíla á 5 til 80 km/klst. hraða og gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk á 5 til 60 km/klst. hraða.
AKREINASTÝRING
Akreinastýringin hentar frábærlega við hálar aðstæður. Hún greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér og bílnum mjúklega til baka.
ÖKUMANNSSKYNJARI
Greinir þegar þig fer að syfja. Ökumannsskynjarinn gefur þér sjónræna viðvörun þegar þörf er á að þú stöðvir aksturinn og hvílir þig.
HRAÐASTILLIR MEÐ HRAÐATAKMÖRKUN
Haltu núverandi hraða án þess að þurfa sífellt að stíga á inngjafarfótstigið og forstilltu hámarkshraða bílsins.
PAKKAR Í BOÐI
BÍLASTÆÐAPAKKI
AKSTURSPAKKI
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
Þegar búnaðurinn er virkjaður leitar Discovery Sport að hentugu bílastæði. Bílinn stýrir sér inn í og út úr bílastæðinu.
360° BÍLASTÆÐAKERFI
Veitir fullkomið öryggi þegar lagt er í þröng stæði. Skynjarar að aftan, að framan og á hliðunum gefa frá sér hljóðmerki og veita myndrænar upplýsingar í rauntíma til að sýna hversu nálægt er ekið að hindrunum.
UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
Varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kemur sér afar vel, sérstaklega þegar bakkað er út úr stæði, jafnvel þótt þú sjáir ekki aftur fyrir bílinn.
ÚTGÖNGUSKYNJARI
Skynjarinn eykur öryggi farþega með því að láta þá vita af aðvífandi hættu þegar stigið er út úr Discovery Sport, t.d. bílum sem aka framhjá eða hjólreiðamönnum á ferð.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR
Aksturspakkinn inniheldur þrjár gerðir af búnaði. Sjálfvirkur hraðastillir heldur bílnum í öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan ef hann hægir á sér eða stöðvast við akstur eða í hægri umferð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast alveg mun kerfið stöðva bílinn varlega.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Ef Discovery Sport greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar skipt er um akrein kviknar viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og stýrisátakið hvetur þig til að stýra bílnum þínum frá aðvífandi bíl.
NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
Sjónræn viðvörun birtist ef árekstur er yfirvofandi og ef ekkert er gert hemlar bíllinn sjálfkrafa. Virkar fyrir bíla á 5 til 80 km/klst. hraða og gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk á 5 til 60 km/klst. hraða.
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
ÞAKGLUGGI
Fasti þakglugginn streymir ljósi inn í innanrýmið og gerir það enn bjartara og þægilegra.
RAFKNÚINN AFTURHLERI
Með rafknúnum afturhlera er auðvelt að opna eða loka afturhleranum með lykli með fjarstýringu, hnappi í innanrými eða með földum hnöppum á afturhleranum.
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA
Þú getur hlaðið samhæfðan snjallsíma án þess að þurfa að stinga honum í samband og leysa úr hleðslusnúruflækjunni.
STILLANLEG LÝSING
Hægt er að velja á milli tíu lita við lýsingu innanrýmisins þegar þessi aukabúnaður er valinn í Discovery Sport.
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá bíla og berðu þá saman.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Discovery Sport
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila

Android™ og Android Wear™ eru skrásett vörumerki Google Inc.
Apple® og Apple Watch® eru skrásett vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.