Hönnun

  TÆKNI

  • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
   UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

   InControl upplýsinga- og afþreyingarkerfið, Touch Pro, er staðalbúnaður í Range Rover Evoque og býður upp á mikið úrval upplýsinga og afþreyingar. Búnaður sem tengir bæði þig og bílinn þinn hnökralaust við umheiminn.

  • NÝJUNGAR
   NÝJUNGAR

   Bæði ClearSight-baksýnisspegillinn5 og ClearSight-myndavélin6 eru nýjungar í Land Rover. Búnaðurinn veitir óhefta sjónlínu á stöðum þar sem útsýni er takmarkað og fyllir ökumann auknu öryggi þegar ekið er í torfærum eða við krefjandi akstursskilyrði innanbæjar.

  • Á VEGUM
   Á VEGUM

   Fullkomið jafnvægi á milli áreynslulausrar getu og fágaðra aksturseiginleika gera Range Rover Evoque einstaklega þýðan í akstri. Þegar við þetta er bætt vandlega þróuðum tæknilausnum líkt7 og virkri driflínu og Adaptive Dynamics-fjöðrun8 er útkoman hrífandi akstur, hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.

  • Í TORFÆRUM
   Í TORFÆRUM

   Range Rover Evoque sameinar fágun og torfærugetu og fer létt með erfið akstursskilyrði með Terrain Response-aksturskerfi 2*, vaðskynjara9 og hallastýringu4.

  • AKSTURSAÐSTOÐ
   AKSTURSAÐSTOÐ

   Fjölbreytt úrval hugvitssamlegs öryggisbúnaðar, fyrir þunga umferð og aukið öryggi, er í boði sem staðalbúnaður, aukabúnaður eða hluti af pakka. Hver einasta tæknilausn er hönnuð og útfærð með það að markmiði að hámarka ánægju þína af Range Rover Evoque.

  • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
   ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

   Innanrými Range Rover Evoque er búið nýjum sætum og fjölbreyttu úrvali efna á borð við fínunnið leður, Windsor-leður, úrvals Kvadrat-ullarblöndu, Dinamica®-rúskinn og Eucalyptus-tauáklæði. Sæti eru einnig í boði með rafdrifinni stjórnun, minni, hita, kælingu og nuddi.

  Þaulprófaður

  • Box no. 1
   Box no. 1

   Lorem Ipsum

  • Box no. 2
   Box no. 2

   Lorem Ipsum

  • Box no. 3
   Box no. 3

   Lorem Ipsum

  AKSTURSGETA

  FJÖLHÆFNI

  AFKÖST

  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  ÖRYGGI

  • LOFTPÚÐAR
   LOFTPÚÐAR

   Umfangsmikið loftpúðakerfi Range Rover Evoque fyrir ökumann, farþega og gangandi vegfarendur býður ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.

  • DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
   DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

   Dregur úr togi vélarinnar og beitir hemlum á viðeigandi hjól til að leiðrétta akstursstefnu bílsins með því að vinna á móti undirstýringu eða yfirstýringu.

  • AKSTURSKERFI
   AKSTURSKERFI

   Range Rover Evoque er búinn nýjasta öryggistæknibúnaðinum, þar á meðal rafstýrðri EBD-hemlajöfnun sem stillir hemlunarkraft á hvern öxul sjálfkrafa til að stytta hemlunarvegalengd, um leið og búnaðurinn sér til þess að bílinn sé stöðugur og hægt sé að stýra honum.

  • NEYÐARHEMLUN
   NEYÐARHEMLUN

   Neyðarhemlun skynjar þegar þú stígur snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega. Viðvörunarljósin kvikna sjálfkrafa við neyðarhemlun.

  • NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
   NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA

   Neyðarhemlun fyrir mikinn hraða12 greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir Range Rover Evoque hemlunum sjálfkrafa til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.

  • ISOFIX
   ISOFIX

   Í aftursætum Range Rover Evoque. ISOFIX-festingar festa barnabílstólinn tryggilega við bílinn til að auka öryggi.

  SJÁLFBÆRNI

  • ÚRVALSÁKLÆÐI
   ÚRVALSÁKLÆÐI

   Í boði er Eucalyptus-tauáklæði sem er aflað með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Sæti er hægt að fá með Kvadrat-úrvalsáklæði eða Dinamica®-rúskinni, úr endurunnum pólýestertrefjum og plasti.

  • MHEV-TÆKNI
   MHEV-TÆKNI

   MHEV13 er hybrid-kerfi sem safnar og geymir orku sem yfirleitt tapast þegar dregið er úr hraða og nýtir hana á snjallan hátt til þess að hámarka afköst vélarinnar. Kerfið felur í sér endurbætt Stop/Start-kerfi sem gerir vélinni kleift að drepa á sér á meðan bíllinn hægir á sér.

  • SJÁLFBÆR HÖNNUN
   SJÁLFBÆR HÖNNUN

   Þróunarferli Range Rover Evoque fól í sér heilstætt endingartímamat á bílnum og af þeim sökum er hann 85% endurvinnanlegur og 95% endurnýtanlegur þegar notkun hans lýkur. Endurunninn efni eru notuð í Range Rover Evoque þegar því er við komið.