SVEIGJANLEIKI

RANGE ROVER EVOQUE TRYGGIR SVEIGJANLEIKA

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
EFST Á SÍÐU
FARANGURSRÝMI
#component-4
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
#component-7
ÖRYGGI
#component-10
STAÐLAÐUR AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR
#component-13
PAKKAR Í BOÐI
#component-15
VELDU ÞINN RANGE ROVER EVOQUE
#component-20
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá bíla og berðu þá saman.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Evoque
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover
FARANGURSRÝMI

Range Rover Evoque nýtir rýmið til fullnustu með hámarksþægindum fyrir farþega og framúrskarandi geymsluplássi.

5 SÆTI
5 SÆTI

591 lítrarStöðluð blautvigt er allt að 591 lítri. Slíkt jafngildir 472 lítra þurrvigt sem er mæld með gegnheilum kubbum. Á mannamáli þýðir þetta að bíllinn býður upp á gott rými fyrir fjóra farþega.

4 SÆTI
4 SÆTI

908 lítrarLeggðu eitt aftursæti niður til að auka blautvigtina í 908 lítra. Þetta skapar rými fyrir viðbótarfarangur í 746 lítra farangursrými.

3 SÆTI
3 SÆTI

1,066 lítrarÞessi útfærsla eykur rúmtak farangursrýmisins í 1066 lítra þegar tveir farþegar eru um borð í bílnum. Þurrvigtin verður 882 lítrar.

2 SÆTI
2 SÆTI

1,383 lítrarNýttu tiltækt farangursrými að fullu þegar einn farþegi er um borð í bílnum, þar sem rúmtakið er allt að 1383 lítrar og nýtanleg þurrvigt er 1156 lítrar.

Þurr: Mælt með gegnheilum VDA-kubbum (200 mm x 50 mm x 100 mm). Vökvi: Rúmmál mælt með því að líkja eftir vökvafylltu farangursrými.

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

Hér er um að ræða nýjung hjá Land Rover og dæmi um háþróaðan búnað sem gerir Range Rover Evoque einstaklega ánægjanlegan í akstri. Þessi aukabúnaður veitir óhindrað útsýni aftur fyrir bílinn óháð farþegum í aftursætum og hlutum sem er komið fyrir í farangursrýminu1.

yt:nwoQr49L0J0
RAFKNÚINN AFTURHLERI
Rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun gerir þér kleift að opna og loka afturhleranum án þess að snerta Range Rover Evoque.
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI
Jónað loft í farþegarými með Nanoe™-tækni (aukabúnaður) eykur velferð þína og farþeganna með auknum loftgæðum í farþegarými bílsins, minna magni ofnæmisvalda og loftborinna baktería og minni lykt.
GEYMSLA
Margvíslegar geymslulausnir Range Rover Evoque má auðveldlega laga að þörfum hvers og eins. Rúmtak hólfanna í framhurðunum er nú samanlagt 9,6 lítrar - meira en nóg til að rúma nauðsynlega hluti og hafa vatn og snarl innan seilingar.
TÓMSTUNDALYKILL
Stundaðu uppáhaldsútivistina þína án þess að þurfa að taka bíllyklana með. Tómstundalykillinn (aukabúnaður) er sterkbyggt, vatnshelt armband sem bera má á sér. Skildu lyklana eftir í bílnum og notaðu tómstundalykilinn til að læsa og opna Range Rover Evoque.
yt:H6kTLylF4Jk
ÖRYGGI
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ISOFIX-FESTING
ISOFIX-festingarnar festa barnasætin kyrfilega við bílinn og auka þannig öryggið í öllu innanrýminu.
LOFTPÚÐAR
Umfangsmikið loftpúðakerfi Range Rover Evoque fyrir ökumann, farþega og gangandi vegfarendur býður ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.
AKSTURSKERFI
Range Rover Evoque er búinn nýjasta öryggistæknibúnaðinum, þar á meðal rafstýrðri EBD-hemlajöfnun sem stillir hemlunarkraft á hvern öxul sjálfkrafa til að stytta hemlunarvegalengd, um leið og búnaðurinn sér til þess að bílinn sé stöðugur og hægt sé að stýra honum.
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

Margskipt LED-aðalljós með einkennandi dagljósum og sjálfvirkum akstursgeisla eru hluti af fjölbreyttu úrvali tæknilausna frá okkur. Þannig er hægt að hámarka nýtingu háljósa og auka þannig útsýnið um leið og skugga er varpað á bíla úr gagnstæðri átt til að koma í veg fyrir að ökumenn þeirra blindist.

yt:siVnemmhnzk
STAÐLAÐUR AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
NEYÐARHEMLUN
Sjónræn viðvörun birtist ef árekstur er yfirvofandi og ef ekkert er gert hemlar bíllinn sjálfkrafa. Virkar fyrir bíla á 5 til 80 km/klst. hraða og gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk á 5 til 60 km/klst. hraða.
AKREINASTÝRING
Akreinastýringin hentar frábærlega við hálar aðstæður. Hún greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér og bílnum mjúklega til baka.
BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN
Nú er auðveldara að leggja í stæði. Settu í bakkgír eða veldu búnaðinn á snertiskjánum og hjálparefni á skjánum eða hljóðmerki segja til um hversu nálægt bílnum er ekið að hindrunum.
BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN
Bakkmyndavélin bætir útsýni þitt með föstum línum sem sýna ummál bílsins, auk þess sem það er búið þvottabúnaði sem tryggir alltaf skyggni fyrir aftan bílinn.
PAKKAR Í BOÐI

Þú getur valið úr miklu úrvali aukapakka til að bæta akstursupplifunina

BÍLASTÆÐAPAKKI
AKSTURSPAKKI
AKSTURSAÐSTOÐARPAKKI
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
Bílastæðapakkinn inniheldur fjóra eiginleika. Bílastæðaaðstoðin auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði eða aka út úr því með því að stýra bílnum í og úr stæðinu. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.
360° BÍLASTÆÐAKERFI
Veitir fullkomið öryggi þegar lagt er í þröng stæði. Skynjarar að aftan, að framan og á hliðunum gefa frá sér hljóðmerki og veita myndrænar upplýsingar í rauntíma til að sýna hversu nálægt er ekið að hindrunum.
UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
Varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kemur sér afar vel, sérstaklega þegar bakkað er út úr stæði, jafnvel þótt þú sjáir ekki aftur fyrir bílinn.
ÚTGÖNGUSKYNJARI
Skynjarinn eykur öryggi farþega með því að tilkynna um aðvífandi hættu þegar stigið er út úr Range Rover Evoque, t.d. bíla sem aka framhjá eða hjólreiðafólk á ferð.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR
Aksturspakkinn inniheldur þrjár gerðir af búnaði. Sjálfvirkur hraðastillir heldur bílnum í öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan ef hann hægir á sér eða stöðvast við akstur eða í hægri umferð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast alveg mun kerfið stöðva bílinn varlega.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Ef Range Rover Evoque greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar skipt er um akrein kviknar viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og stýrisátakið hvetur þig til að stýra bílnum þínum frá aðvífandi bíl.
NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
Þessi aukabúnaður greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir Range Rover Evoque hemlunum sjálfkrafa til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Neyðarhemlun er staðalbúnaður.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ STÝRISAÐSTOÐ
Akstursaðstoðarpakkinn inniheldur einnig aukabúnað sem fylgir bílastæðapakkanum og aksturspakkanum. Sjálfvirkur hraðastillir með stýrisaðstoð aðstoðar við að stýra bílnum og halda honum á réttri akrein og í öruggri fjarlægð frá ökutækinu fyrir framan. Vélin, hemlarnir og stýrið bregðast sjálfkrafa við.
360° MYNDAVÉL
Fjórar stafrænar myndavélar sem komið hefur verið á snjallan hátt á Range Rover Evoque veita 360° yfirsýn á snertiskjánum og hægt er að skoða fjölda sjónarhorna á sama tíma.
VELDU ÞINN RANGE ROVER EVOQUE

Veldu á milli fjögurra gerða og tveggja einstakra yfirbygginga sem báðar bjóða upp á sérkenni og ýmsan aukabúnað.

VELDU GERÐ
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá bíla og berðu þá saman.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Evoque
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover

1Viðskiptavinir sem nota margskipt eða tvískipt sjóngler geta átt erfitt með að venjast stafrænni stillingu spegilsins. Hins vegar er alltaf hægt að stilla spegilinn á hefðbundinn hátt.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Nanoe™ er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.