UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

  • ONLINE MEDIA
   ONLINE MEDIA

   Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína, útvarp og hlaðvörp á meðan þú ekur. Allt án snjallsímans. Tengdu Deezer- og TuneIn-reikningana þína við InControl-gáttina til að hafa aðgang að margmiðlunarefni á snertiskjá bílsins. Aðeins í boði með Connect Pro-pakka.

  • NAVIGATION PRO
   NAVIGATION PRO

   Umferðarupplýsingar í rauntíma og leit á korti eru innan seilingar á Navigation Pro1 og Connect Pro (aukabúnaður). Vistaðu uppáhaldsstaði, notaðu bendistjórnunareiginleika til að skoða kort og fáðu helstu upplýsingar frá Map Care.

  • SJÓNLÍNUSKJÁR
   SJÓNLÍNUSKJÁR

   Birtir grunnupplýsingar um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Býður upp á afar skýrar myndir í lit og háskerpu sem auðveldar þér að lesa í allar upplýsingar.

  • STÝRI
   STÝRI

   Hnappar á leðurklæddu stýrinu stjórna efnisspilun og síma á einfaldan máta. Þess utan er R-Dynamic-stýrið klætt götuðu leðri til að gefa því sportlegra útlit.

  • REMOTE-FORRIT
   REMOTE-FORRIT

   Notaðu snjallsíma eða snjallúr til að hita eða kæla bílinn fyrir brottför, læsa, opna eða finna bílinn og skrá aksturinn. Þessi búnaður er samhæfur við flesta snjallsíma, Android Wear™ eða Apple Watch ®.

  NÝJUNGAR

  • INGENIUM
   INGENIUM

   Fjölbreytt úrval Ingenium-véla sem í boði er fyrir Range Rover Evoque geta skilað afli og hreinni akstursánægju jafnt sem sparneytni og fáguðum akstri. Allar hafa þessar vélar eiginleika sem uppfylla ólíkar þarfir.

  • LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI

   MHEV (hybrid-bíll með samhliða kerfi)2 er tækni sem eykur sparneytni Range Rover Evoque með því að safna og geyma orku sem yfirleitt tapast þegar dregið er úr hraða og nýtir hana til þess að aðstoða vélina.

  • IGUIDE (VÆNTANLEGT)
   IGUIDE (VÆNTANLEGT)

   iGuide, farsímaútgáfa notandahandbókarinnar, tryggir að þú hafir ávallt nauðsynlegar upplýsingar við höndina. Forritið Land Rover iGuide útskýrir nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í Range Rover Evoque.

  AFKÖST

  • FJÖÐRUN
   FJÖÐRUN

   Range Rover Evoque er með sjálfstætt fjöðrunarkerfi hannað með fjölliða afturfjöðrun. Kerfið er ótrúlega fyrirferðarlítið og dregur því ekki úr geymsluplássi farangursrýmisins.

  • KRAFTSTILLING
   KRAFTSTILLING

   Bílar með Terrain Response 2* eru einnig búnir kraftstillingu sem stillir fjöðrun á meiri stífni með flatari stjórn og meira viðbragði.

  • NÍU ÞREPA SJÁLFSKIPTING
   NÍU ÞREPA SJÁLFSKIPTING

   Níu þrepa sjálfskiptingin með stuttu gírhlutfallssviði í Range Rover Evoque er einstaklega viðbragðsþýð og sér þannig til þess að réttur gír sé alltaf valinn og tryggir með því hámarkseldsneytisnýtingu og -hröðun. Gírskiptingarnar finnast varla og eru lagaðar á snjallan hátt að aksturslagi ökumannsins.

  • DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
   DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

   DSC-stöðugleikastýringin greinir hreyfingar Range Rover Evoque og grípur inn í til að hámarka stöðugleika bílsins. DSC-stöðugleikastýring dregur úr togi vélarinnar og beitir hemlum á viðeigandi hjól til að leiðrétta akstursstefnu bílsins með því að vinna á móti undirstýringu eða yfirstýringu.

  AKSTURSGETA

  • GRIPSTJÓRNUN
   GRIPSTJÓRNUN

   Tryggir akstursgetu á hálu yfirborði með því að tryggja hámarksgrip þegar tekið er af stað. Gripstjórnun3 er virk þar til Range Rover Evoque nær 30 km/klst. Þegar þeim hraða er náð er bíllinn hnökralaust stilltur aftur á valda akstursstillingu.

  • HALLASTÝRING
   HALLASTÝRING

   Hallastýring3 auðveldar ökumanni að aka örugglega niður erfiðan halla. Hún viðheldur stöðugum hraða og beitir hemlum sjálfstætt á hvert hjól.

  • GRC-HEMLASTJÓRNUN
   GRC-HEMLASTJÓRNUN

   Range Rover Evoque notar GRC-hemlastjórnun til að koma í veg fyrir að bíllinn taki of skart af stað í miklum halla þegar stigið er af hemlunum.

  • HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP
   HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP

   Háþróuð dráttarhjálpin4 er aukabúnaður sem gerir ökumanni kleift að stýra stefnu eftirvagns þegar verið er að bakka. Í gegnum stillanlega snúningsskífu getur kerfið stjórnað stýri Range Rover Evoque til að ná æskilegri stefnu á eftirvagninn, sem sýnd er á snertiskjánum.

  • VAÐSKYNJARAR
   VAÐSKYNJARAR

   Vaðskynjarar5 eru aukabúnaður sem létta þér lífið þegar ekið er í vatni. Sýnir vatnshæðina umhverfis bílinn í rauntíma og varar við þegar vatnið nær að 600 mm vaðdýpi Range Rover Evoque, leiðandi vaðdýpi í flokki sambærilegra bíla.

  • TORFÆRUHRAÐASTILLIR
   TORFÆRUHRAÐASTILLIR

   Hér er um að ræða fyrsta flokks kerfi sem gerir þér kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður. Torfæruhraðastillirinn virkar eins og hefðbundinn hraðastillir3 og er virkur á milli 1,8 km/klst. og 30 km/klst.

  STAÐLAÐUR AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR

  • NEYÐARHEMLUN
   NEYÐARHEMLUN

   Sjónræn viðvörun birtist ef árekstur er yfirvofandi og ef ekkert er gert hemlar bíllinn sjálfkrafa. Virkar á bíla á 5 til 80 km/klst. hraða og gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk á 5 til 60 km/klst. hraða.

  • AKREINASTÝRING
   AKREINASTÝRING

   Greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina ökumanni og bílnum mjúklega til baka.

  • BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN
   BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN

   Nú er auðveldara að leggja í stæði. Settu í bakkgír eða veldu búnaðinn á snertiskjánum og hjálparefni á skjánum eða hljóðmerki segja til um hversu nálægt bílnum er ekið að hindrunum.

  • BAKKMYNDAVÉL
   BAKKMYNDAVÉL

   Veitir betri yfirsýn þegar þú bakkar. Bæði Range Rover Evoque og væntanleg stefna bílsins birtast á snertiskjánum til að auðvelda ökumanni að leggja í stæði.

  PAKKAR Í BOÐI

  • BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

   Bílastæðapakkinn inniheldur fjóra eiginleika. Bílastæðaaðstoðin auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði eða aka út úr því með því að stýra bílnum í og úr stæðinu. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.

  • 360° BÍLASTÆÐAKERFI
   360° BÍLASTÆÐAKERFI

   Veitir fullkomið öryggi þegar lagt er í þröng stæði. Skynjarar að aftan, að framan og á hliðunum gefa frá sér hljóðmerki og veita myndrænar upplýsingar í rauntíma til að sýna hversu nálægt er ekið að hindrunum.

  • UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
   UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

   Varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kemur sér afar vel, sérstaklega þegar bakkað er út úr stæði.

  • ÚTGÖNGUSKYNJARI
   ÚTGÖNGUSKYNJARI

   Skynjarinn eykur öryggi farþega með því að tilkynna um aðvífandi hættu þegar stigið er út úr Range Rover Evoque, t.d. bíla sem aka framhjá eða hjólreiðafólk á ferð.

  • SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR
   SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR

   Aksturspakkinn inniheldur þrjár gerðir af búnaði. Sjálfvirkur hraðastillir heldur bílnum í öruggri fjarlægð frá bílnum fyrir framan ef hann hægir á sér eða stöðvast við akstur eða í hægri umferð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast alveg mun kerfið stöðva bílinn varlega.

  • BLINDSVÆÐISHJÁLP
   BLINDSVÆÐISHJÁLP

   Ef Range Rover Evoque greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein kviknar viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og stýrisátaki er beitt til að fá ökumann til að stýra Range Rover Evoque frá aðvífandi bíl.

  • NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
   NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA

   Greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir Range Rover Evoque hemlunum sjálfkrafa til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Neyðarhemlun á miklum hraða er virk frá 10-160 km/klst.

  • SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ STÝRISAÐSTOÐ
   SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ STÝRISAÐSTOÐ

   Akstursaðstoðarpakkanum6 fylgja átta gerðir búnaðar. Sjálfvirkur hraðastillir með stýrisaðstoð aðstoðar við að stýra bílnum og halda honum á réttri akrein og í öruggri fjarlægð frá ökutækinu fyrir framan. Vélin, hemlarnir og stýrið bregðast sjálfkrafa við.

  • BLINDSVÆÐISHJÁLP
   BLINDSVÆÐISHJÁLP

   Ef Range Rover Evoque greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein kviknar viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og stýrisátaki er beitt til að fá ökumann til að stýra Range Rover Evoque frá aðvífandi bíl.

  • NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA
   NEYÐARHEMLUN FYRIR MIKINN HRAÐA

   Greinir hvenær framanákeyrsla vofir yfir og birtir ökumanni viðvörun um að hemla. Ef ökumaðurinn bregst ekki við beitir Range Rover Evoque hemlunum sjálfkrafa til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. Neyðarhemlun á miklum hraða er virk frá 10-160 km/klst.

  • 360° MYNDAVÉL
   360° MYNDAVÉL

   Fjórar stafrænar myndavélar sem komið hefur verið á snjallan hátt á Range Rover Evoque veita 360° yfirsýn á snertiskjánum og hægt er að skoða fjölda sjónarhorna á sama tíma. Uppsetning 360° myndavélakerfisins hjálpar til við ýmsar athafnir, svo sem að leggja bílnum eða aka inn í og út úr þröngum stæðum.

  • BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
   BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

   Þegar búnaðurinn er virkjaður leitar Range Rover Evoque að hentugu bílastæði. Bílinn stýrir sér inn í og út úr bílastæðinu.

  • 360° BÍLASTÆÐAKERFI
   360° BÍLASTÆÐAKERFI

   Veitir fullkomið öryggi þegar lagt er í þröng stæði. Skynjarar að aftan, að framan og á hliðunum gefa frá sér hljóðmerki og veita myndrænar upplýsingar í rauntíma til að sýna hversu nálægt er ekið að hindrunum.

  • UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN
   UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

   Varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kemur sér afar vel, sérstaklega þegar bakkað er út úr stæði, jafnvel þótt þú sjáir ekki aftur fyrir bílinn.

  • ÚTGÖNGUSKYNJARI
   ÚTGÖNGUSKYNJARI

   Skynjarinn eykur öryggi farþega með því að tilkynna um aðvífandi hættu þegar stigið er út úr Range Rover Evoque, t.d. bíla sem aka framhjá eða hjólreiðafólk á ferð.

  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  • ÞAKGLUGGI
   ÞAKGLUGGI

   Í boði er fastur eða opnanlegur þakgluggi7 sem fyllir innanrými bílsins birtu og skapar bjart og aðlaðandi rými.

  • RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ HANDFRJÁLSRI OPNUN

   Rafknúinn afturhleri með bendistjórnun8 gerir þér kleift að opna og loka afturhleranum án þess að snerta Range Rover Evoque.

  • SKIPTUR ARMPÚÐI
   SKIPTUR ARMPÚÐI

   Hægt er að færa armpúðana á brautum hvern fyrir sig til þægindaauka fyrir farþega í framsæti.

  • STILLANLEG LÝSING Í INNANRÝMI

   Hægt er að velja á milli tíu lita við lýsingu innanrýmisins þegar þessi aukabúnaður er valinn.