Hönnun

Tækni

 • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
  UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

  Nýtt InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfið Touch Pro Duo er notadrjúgt og ólíkt öllum öðrum. Touch Pro Duo býður upp á afar fjölbreytt úrval upplýsinga og afþreyingar og er búið einstaklega snjallri og framsækinni tækni sem tryggir að þú njótir ferðarinnar til fulls.

 • NÝJUNGAR
  NÝJUNGAR

  Úrval fágaðra og sparneytinna véla í Range Rover skila góðum afköstum. Veldu á milli háþróaðra bensín- og dísilvéla eða nýja PHEV-tengiltvinnbílsins - háþróuðustu aflrásar okkar hingað til.

 • FÁGUÐ FRAMMISTAÐA
  FÁGUÐ FRAMMISTAÐA

  Vandlega þróaðar tæknilausnir, þar á meðal kerfið Terrain Response 2 með kraftstillingu, skila þér hrífandi akstri, hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.

 • GÓÐUR Í TORFÆRUM
  GÓÐUR Í TORFÆRUM

  Range Rover er áfram í fararbroddi með fyrsta bílnum sem sameinar lúxus og fágun og víðfræga akstursgetu við allar aðstæður. Margrómuð torfærugeta Range Rover er byggð á samtvinningu aldrifs og einstakra og hugvitsamlegra torfærutæknilausna.

 • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
  AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

  Í Range Rover finnurðu fjölbreytt úrval hugvitsamlegra staðalbúnaðar- og aukabúnaðartæknilausna fyrir jeppa sem aðstoða þig í gegnum umferð á háannatíma innanbæjar jafnt sem auka öryggi þitt og farþega þinna. Hver einasta tæknilausn er hönnuð og útfærð með það að markmiði að hámarka ánægju þína í akstri.

 • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  Innanrýmið í Range Rover státar af nýjum fram- og aftursætum sem rúma fjóra farþega á þægilegan hátt, með möguleika á að bæta fimmta sætinu við. Fjögurra svæða hita- og loftstýring og jónað loft í farþegarýminu tryggja heilnæm loftgæði. Meridian™-hljóðkerfið og stillanlega umhverfislýsingin gera auk þess andrúmsloftið enn afslappaðra.

Fjölhæfni

Þægindi og búnaður

Fjölhæfni

Afköst

SJÁLFBÆRNI

 • SNJALLT STOP/START-KERFI
  SNJALLT STOP/START-KERFI

  Allar Range Rover-aflrásir eru búnar tækni sem lágmarkar losun koltvísýrings. Háþróað og snjallt Stop/Start-kerfið dregur úr eldsneytisnotkun og ECO-stillingin tryggir hagkvæmari akstur Range Rover. Kerfið beitir sjálfkrafa ýmsum aðgerðum, t.d. að hægja á viðbragði við inngjöf og gírskiptingar og slökkva á hita í hliðarspeglum.

 • HÖNNUN SEM BYGGIR Á ÁLI
  HÖNNUN SEM BYGGIR Á ÁLI

  Hönnun Range Rover endurnýtir úr lokaðri aðfangakeðju sem kemur úr framleiðslu á ytra byrði bílsins. Þetta hefur mikil og jákvæð áhrif á afköstin og dregur úr losun koltvísýrings á endingartímanum.

 • HORFT TIL ENDINGARTÍMA
  HORFT TIL ENDINGARTÍMA

  Við leggjum áherslu á að framleiða bíla sem eru úr sjálfbærari efnum, skila minni úrgangi og lágmarka ágang á náttúruauðlindir. Af þeim sökum er Range Rover 85 prósent endurvinnanlegur og 95 prósent endurnýtanlegur.

Öryggisbúnaður

 • ISOFIX
  ISOFIX

  ISOFIX-festingar í aftursætum bjóða upp á einfalda festingu barnabílstóla. Trygg festing barnabílstólsins við bílinn eykur einnig öryggi hans.

 • LOFTPÚÐAR
  LOFTPÚÐAR

  Umfangsmikið loftpúðakerfi Range Rover býður ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.

 • ÖRYGGISBELTI
  ÖRYGGISBELTI

  Viðbótaröryggi er í boði með öryggisbelti með forstrekkjara sem dregur úr hreyfingu fram á við komi til ákeyrslu.

 • SJÁLFVIRK HEMLUN
  SJÁLFVIRK HEMLUN

  Kerfið aðstoðar við að koma í veg fyrir ákeyrslur á aðra bíla eða vegfarendur, eða til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs, með því að beita hemlunum.

 • RAFRÆN SPÓLVÖRN
  RAFRÆN SPÓLVÖRN

  Þetta kerfi fínstillir spyrnu og stöðugleika með því að draga úr átaki út í hjólið sem spólar og nota hemlana ef þörf krefur.

 • NEYÐARHEMLUN
  NEYÐARHEMLUN

  Neyðarhemlun skynjar þegar stigið er snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn með ABS-dælunni til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega.