RANGE ROVER

HINN FULLKOMNI RANGE ROVER

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
TOP
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
SÆKJA BÆKLING
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover
HÖNNUN
LED-AÐALLJÓS
LED-AÐALLJÓS

LED-ljós eru staðalbúnaður allan hringinn á Range Rover Sport og gefa honum afgerandi og nútímalegt útlit.

Settu saman þinn eigin bíl
ENN MEIRI ÞÆGINDI
ENN MEIRI ÞÆGINDI

Executive Class-aftursætin eru sérlega vönduð, bæði hvað varðar þægindi og efnisval. Rafknúinn miðstokkurinn fellur hnökralaust saman við ytri farþegasætin þannig að úr verður fjögurra sæta lúxusrými.

FINNA SÖLUAÐILA
SKOÐA MYNDASAFN
yt:EotE-ljturU
UMHVERFISLÝSING
UMHVERFISLÝSING

Stillanleg umhverfislýsingin og sértæk lýsing falla að stemmningu innanrýmisins og gefa aukna tilfinningu fyrir rýminu. Lýsingin býður upp á 10 mismunandi litaþemu og er hönnuð til að kalla fram hönnun innanrýmisins og skapa einstaka og afslappaða stemmningu.

SÆKJA BÆKLING
ÚTFÆRSLUR OG SÉRSMÍÐAÐIR BÍLAR
WESTMINSTER
RANGE ROVER</br> WESTMINSTER

Innanrýmið í Range Rover Westminster er fallegt og vel útbúið, með stillanlegri stemningslýsingu og Meridian Surround-hljóðkerfi. Undirstrikaðu kraftmikið útlit bílsins með Westminster-svörtum lit, Narvik-svörtum áherslulit og gljásvörtum felgum.

SKOÐA ÞESSA GERÐ
SKOÐA MYNDASAFN
SVAUTOBIOGRAPHY DYNAMIC
RANGE ROVER SVAUTOBIOGRAPHY</br> DYNAMIC STEALTH

SVO-sérsmíðadeildin býr til einstökustu Land Rover-bílana, eins og SVAutobiography Dynamic Stealth, með gljásvartri klæðningu og 22" 5087-felgum með fimm skiptum örmum og gljásvartri áferð, sem gefur SVAutobiography Dynamic kraftmikið yfirbragð.

SKOÐA ÞESSA GERÐ
SKOÐA MYNDASAFN
TÆKNI
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-GEISLAPERUM
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-GEISLAPERUM

Aðalljós með margskiptum LED-geislaperum og einkennandi dagljósum veita einstaklega góða lýsingu með geislatækni sem skilar fimm sinnum meiri lýsingu en hefðbundin LED-ljós. Ljósin tryggja óskert útsýni hálfan kílómetra fram fyrir bílinn.

SKOÐA TÆKNI
yt:bBRSgsmrB8I
ADAPTIVE CRUISE CONTROL
ADAPTIVE CRUISE CONTROL

Heavy traffic and motorway driving has never been more comfortable. Adaptive Cruise Control with Steering Assist1 provides moderate intervention - gently assisting with steering, acceleration and braking to centre the vehicle in lane, while maintaining a set distance from vehicles ahead.

SKOÐA TÆKNI
SJÓNLÍNUSKJÁR
SJÓNLÍNUSKJÁR

Sjónlínuskjárinn2 birtir grunngögn um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á auðveldan aflestur viðeigandi upplýsinga með myndrænu efni í lit og mikilli upplausn.

SKOÐA TÆKNI
SKOÐA TÆKNI
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
Nýtt InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfið Touch Pro Duo er notadrjúgt og ólíkt öllum öðrum. Touch Pro Duo býður upp á afar fjölbreytt úrval upplýsinga og afþreyingar og er búið einstaklega snjallri og framsækinni tækni sem tryggir að þú njótir ferðarinnar til fulls.
NÝJUNGAR
Úrval fágaðra og sparneytinna véla í Range Rover skila góðum afköstum. Veldu á milli háþróaðra bensín- og dísilvéla eða nýja PHEV-tengiltvinnbílsins - háþróuðustu aflrásar okkar hingað til.
FÁGUÐ FRAMMISTAÐA
Vandlega þróaðar tæknilausnir, þar á meðal kerfið Terrain Response 2 með kraftstillingu, skila þér hrífandi akstri, hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.
GÓÐUR Í TORFÆRUM
Range Rover er áfram í fararbroddi með fyrsta bílnum sem sameinar lúxus og fágun og víðfræga akstursgetu við allar aðstæður. Margrómuð torfærugeta Range Rover er byggð á samtvinningu aldrifs og einstakra og hugvitsamlegra torfærutæknilausna.
AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
Í Range Rover finnurðu fjölbreytt úrval hugvitsamlegra staðalbúnaðar- og aukabúnaðartæknilausna fyrir jeppa sem aðstoða þig í gegnum umferð á háannatíma innanbæjar jafnt sem auka öryggi þitt og farþega þinna. Hver einasta tæknilausn er hönnuð og útfærð með það að markmiði að hámarka ánægju þína í akstri.
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
Innanrýmið í Range Rover státar af fram- og aftursætum sem rúma fjóra farþega á þægilegan hátt, með möguleika á að bæta fimmta sætinu við. Fjögurra svæða hita- og loftstýring og jónað loft í farþegarýminu sem síað er í gegnum 2,5 PM síu tryggja heilnæm loftgæði. Meridian™-hljóðkerfið og stillanlega umhverfislýsingin gera auk þess andrúmsloftið enn afslappaðra.
FJÖLHÆFNI
TÓMSTUNDALYKILL
TÓMSTUNDALYKILL

Með tómstundalyklinum geturðu stundað uppáhaldsútivistina þína með lykilinn á öruggum stað í bílnum. Tómstundalykillinn er aukabúnaður sem er búinn sterkbyggðu og vatnsheldu armbandi og gerir þér kleift að njóta fjölbreyttrar útiveru án þess að burðast um með lykillinn.

FINNA SÖLUAÐILA
yt:o28JHF3EIk0
SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING
SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING

Stígðu inn í og út úr bílnum á þægilegan hátt. Þegar sjálfvirka hæðarstillingin er virk - knúin af rafrænu loftfjöðruninni - er hægt að lækka bílinn um 50 mm.

HUGVITSAMLEG GEYMSLA
HUGVITSAMLEG GEYMSLA

Í Range Rover er greiður aðgangur að persónulegum munum og gott skipulag tryggt með hentugum geymsluhólfum, allt frá djúpu hólfi í miðstokki og nýju efra hanskahólfi til aukabúnaður á borð við kælihólf.

SÆKJA BÆKLING
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
SÆTI

Hægt er að velja um ólíkar sætalausnir, t.d. upphituð framsæti með 16 stefnustillingum og 60:40 aftursætisbekk eða framsæti með hita, kælingu, nuddi og 24 stefnustillingum og Executive-aftursæti. Bæði framsæti eru búin minnisstillingu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Sóltjald með sjálfvirkni
Sóltjald með sjálfvirkni

Sjálfvirkt sóltjald er sjálfkrafa dregið fyrir þegar farþegar yfirgefa bílinn og honum er til læst til að koma í veg fyrir að farþegarýmið ofhitni og draga úr notkun loftkælingarinnar.

SKOÐA TÆKNI
HOT-STONE-NUDDSÆTI
HOT-STONE-NUDDSÆTI

Njóttu hágæðanudds með Hot-Stone-búnaðinum. Búnaðurinn býður upp á 25 ólík nuddkerfi, s.s. rúllukerfi og púlskerfi.

SÆKJA BÆKLING
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI

Með því að virkja PURFIY-hnappinn í bílnum draga jónun lofts í farþegarými og 2,5 PM sía til sín og fanga fíngerðar agnir eins og 2,5 PM og ofnæmisvalda í loftinu á borð við ryk og frjókorn að utan, til að draga úr snertingu farþeganna við mengunarvalda.

SÆKJA BÆKLING
yt:M-qqtkmQPIg
FJÖLHÆFNI
TERRAIN RESPONSE 2
TERRAIN RESPONSE 2

Aðlögun að undirlaginu er fyrir öllu. Terrain Response 2 lagar viðbragð vélar, mismunadrifs og undirvagns að akstursskilyrðum hverju sinni. Hægt er að velja á milli sjö stillinga: Kraftstillingar, Eco-stillingar, Comfort-stillingar, stillingar fyrir gras/möl/snjó, stillingar fyrir aur og hjólför, sandstillingar og grjótskriðsstillingar.

yt:-sz3IQ8oRC8
RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN
RAFSTÝRÐ LOFTFJÖÐRUN

Rafræna loftfjöðrunin breytir hæð bílsins hratt til að halda öllum hjólbörðum í snertingu við undirlagið og tryggja snurðulausan akstur. Þú getur einnig notað þennan eiginleika til að breyta hæð bílsins og auðvelda fermingu eða affermingu þyngri hluta.

FINNA SÖLUAÐILA
TORFÆRUHRAÐASTILLIR
TORFÆRUHRAÐASTILLIR

Torfæruhraðastillirinn gerir þér kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður, svo sem í aur eða snjó eða á blautu grasi, ís eða malarvegi. Þessi eiginleiki virkar á milli 1,8 km/klst. og 30 km/klst. og gerir þér kleift að halda fullri einbeitingu á stýrinu og finna réttu leiðina í gegnum torfærurnar.

AFKÖST
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Með Adaptive Dynamics-fjöðrun líða vegalengdirnar ljúflega hjá. Kerfið greinir hreyfingar bílsins allt að 500 sinnum á sekúndu og nær því að bregðast nánast samstundis við hreyfingum ökumanns eða breytingum á veginum, færa þér enn meiri stjórn, lágmarka hreyfingar bílsins og tryggja mjúkan og yfirvegaðan akstur.

DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI
DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI

Dynamic Response3 býður upp á enn betri stjórn bílsins með vökvaknúinni veltingsstýringu sem skilar sér í fínstilltum afköstum á vegum og þægindum fyrir ökumann og farþega með því að draga úr halla yfirbyggingar í beygjum. Með aðskilinni stýringu á fram- og afturöxlunum getur þetta kerfi skilað aukinni lipurð á litlum hraða og auknum stöðugleika og nákvæmari stýringu á miklum hraða.

VIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN
VIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN

Með virkri læsingu mismunadrifs er stöðugleiki í beygjum aukinn og grip tryggt með lágmarksspóli í torfærum. Kerfið tryggir að afli sé beint út í hjólin til að tryggja hámarksgrip miðað við aðstæður.

SJÁLFBÆRNI
SNJALLT STOP/START-KERFI
Allar Range Rover-aflrásir eru búnar tækni sem lágmarkar losun koltvísýrings. Háþróað og snjallt Stop/Start-kerfið dregur úr eldsneytisnotkun og ECO-stillingin tryggir hagkvæmari akstur Range Rover. Kerfið beitir sjálfkrafa ýmsum aðgerðum, t.d. að hægja á viðbragði við inngjöf og gírskiptingar og slökkva á hita í hliðarspeglum.
HÖNNUN SEM BYGGIR Á ÁLI
Hönnun Range Rover endurnýtir úr lokaðri aðfangakeðju sem kemur úr framleiðslu á ytra byrði bílsins. Þetta hefur mikil og jákvæð áhrif á afköstin og dregur úr losun koltvísýrings á endingartímanum.
HORFT TIL ENDINGARTÍMA
Við leggjum áherslu á að framleiða bíla sem eru úr sjálfbærari efnum, skila minni úrgangi og lágmarka ágang á náttúruauðlindir. Af þeim sökum er Range Rover 85 prósent endurvinnanlegur og 95 prósent endurnýtanlegur.
ÖRYGGISBÚNAÐUR
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ISOFIX
ISOFIX-festingar í aftursætum bjóða upp á einfalda festingu barnabílstóla. Trygg festing barnabílstólsins við bílinn eykur einnig öryggi hans.
LOFTPÚÐAR
Umfangsmikið loftpúðakerfi Range Rover býður ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.
ÖRYGGISBELTI
Viðbótaröryggi er í boði með öryggisbelti með forstrekkjara sem dregur úr hreyfingu fram á við komi til ákeyrslu.
SJÁLFVIRK HEMLUN
Kerfið aðstoðar við að koma í veg fyrir ákeyrslur á aðra bíla eða vegfarendur, eða til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs, með því að beita hemlunum.
RAFRÆN SPÓLVÖRN
Þetta kerfi fínstillir spyrnu og stöðugleika með því að draga úr átaki út í hjólið sem spólar og nota hemlana ef þörf krefur.
NEYÐARHEMLUN
Neyðarhemlun skynjar þegar stigið er snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn með ABS-dælunni til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega.

1Hluti af akstursaðstoðarpakkanum.
2Á sumum markaðssvæðum er krafist framrúðu sem endurkastar innrauðum geislum.
3Aðeins í boði með V8-vélum.
Sætin eru með nýjum sessum og millilögum með mýkra og lausara leðri. Frekari upplýsinga fást hjá næsta söluaðila Land Rover