RANGE ROVER SPORT

RENNILEGASTI RANGE ROVER-BÍLLINN

EFST Á SÍÐU
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Sport
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
HÖNNUN
HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Range Rover Sport er hannaður til að vekja athygli. Lægri og sportlegri staða bílsins er undirstrikuð með endurnýjaðri hönnun stuðara að framan og aftan með sambyggðum útblástursrörum og íburðarmikil og nútímaleg áferðin er fullkomnuð með LED-ljósum sem falla fyrir horn bílsins og stefnuljósum með raðlýsingu sem í boði eru sem aukabúnaður.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

SKOÐA MYNDASAFN

UMHVERFISLÝSING
UMHVERFISLÝSING

Ótrúlega þægileg. Einstaklega hagnýt. Stílhrein og nútímaleg hönnun innanrýmisins er búin enn betri umhverfislýsingu og Touch Pro Duo.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Skoða myndasafn
SÆTI
SÆTI

Hvort sem þú kýst einfaldleika eða íburðarmikinn stíl finnurðu sæti fyrir þinn smekk í Range Rover Sport. Hægt er að velja um ferns konar leður – þar á meðal Windsor-leður og hálf-anilínleður – með átta mismunandi litaþemum. Þau eru annað hvort einlit, tvílit eða tvílit með rúskinni.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Skoða myndasafn
AFKÖST
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Kerfi sem býður upp á fullkomið jafnvægi á milli aksturs og stýringar með sístillingu dempara. Adaptive Dynamics-fjöðrun greinir hreyfingu bílsins allt að 500 sinnum á sekúndu og bregst við aðgerðum ökumanns og ástandi vegar til að tryggja yfirvegaðan og þægilegan akstur.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
COMMANDSHIFT 2
COMMANDSHIFT 2

Rúmgott ökumannsrýmið er hannað með ökumanninn í fyrirrúmi. Traust akstursstaða tryggir öruggari akstur og á meðal hugvitsamlegra stjórntækja er að finna CommandShift 2-gírstöngina sem býður upp á handvirka gírskiptingu og gírskiptirofa á stýri.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AKSTURSSTJÓRNSTILLING
AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Akstursstjórnstillingin gerir ökumanni kleift að sérstilla inngjöf, gírskiptingar, stýri og fjöðrun eftir því hvaða aksturseiginleikar eru nauðsynlegir hverju sinni og býður um leið upp á val á milli fágaðs og þægilegs aksturs eða ómengaðra afkasta.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TÆKNI
LED-AÐALLJÓS
LED-AÐALLJÓS

Aðalljós með margskiptum LED-geislaperum og einkennandi dagljósum veita einstaklega góða lýsingu með geislatækni sem skilar fimm sinnum meiri lýsingu en hefðbundin LED-ljós. Ljósin verða virk þegar 80 km/klst. hraða er náð og engin umhverfislýsing greinist til að tryggja óskert útsýni hálfan kílómetra fram fyrir bílinn.

SKOÐA TÆKNI
yt:9t6C057826g
SJÓNLÍNUSKJÁR
SJÓNLÍNUSKJÁR

Sjónlínuskjárinn birtir grunngögn um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á auðveldan aflestur viðeigandi upplýsinga með myndrænu efni í lit og mikilli upplausn.

SKOÐA TÆKNI
SKOÐA TÆKNI
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
Touch Pro Duo upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á afar fjölbreytt úrval upplýsinga og afþreyingar og er búið einstaklega hugvitsamlegri og framsækinni tækni sem tryggir að þú njótir ferðarinnar til fulls.
NÝJUNGAR
Úrval fágaðra og sparneytinna véla í Range Rover Sport sem allar skila góðum afköstum. Veldu á milli háþróaðra bensín- og dísilvéla eða nýja PHEV-tengiltvinnbílsins - háþróuðustu aflrásar okkar hingað til.
AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
Einstakt grip og stýring tryggja Range Rover Sport sess sem rennilegasta jeppans okkar. Þegar við þetta er bætt vandlega þróuðum tæknilausnum er útkoman hrífandi akstur, hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.
AKSTURSEIGINLEIKAR Í TORFÆRUM
Margrómuð torfærugeta Range Rover Sport er byggð á samtvinningu aldrifs og einstakra og hugvitsamlegra torfærutæknilausna.
AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
Fjölbreytt úrval hugvitsamlegrar staðalbúnaðar- og aukabúnaðartækni er í boði, til að aðstoða þig við að fikra þig í gegnum umferð á háannatíma innan borgarinnar eða til að tryggja öryggi þitt og farþega þinna, svo fátt eitt sé nefnt. Allar eiga þessar tæknilausnir eitt sameiginlegt, að vera hannaðar og þróaðar til að auka hægindi og þægindi við akstur.
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
Range Rover Sport setur ný viðmið í þægindum fyrir ökumann og farþega. Þaulhugsuð hönnun nútímalegs innanrýmisins býður upp á ný framsæti með auknum stuðningi og hálf-anilínleðuráklæði, sé þess óskað.
FJÖLHÆFNI
SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING
SJÁLFVIRK HÆÐARSTILLING

Rafræn loftfjöðrunin býður upp á aukin hægindi með sjálfvirkri hæðarstillingu sem auðveldar fólki að stíga inn í og út úr bílnum með því að lækka hann um 50 mm.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
5 + 2
5 + 2

Með þessari sætaskipan er hægt að koma sjö manns í bílinn þar sem tvö sæti eru felld undir gólfið í farangursrýminu. Þessi hefur engin áhrif á hleðslurýmið og hægt er að færa aðra sætaröðina fram og aftur um 100 mm til að auðvelda aðgang.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
HUGVITSAMLEG GEYMSLA
HUGVITSAMLEG GEYMSLA

Aukið geymslupláss, þar á meðal innfelling fyrir snjallsíma, tryggir röð og reglu í farþegarýminu. Þá er einnig hægt að fá bílinn afhentan með kælihólfi í miðstokki fyrir allt að fjórar 500 ml flöskur við 5 °C.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
yt:y640zxyQjm8
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
BENDISTJÓRNUN SÓLTJALDS

Sjálfvirkt sóltjald er sjálfkrafa dregið fyrir þegar farþegar yfirgefa bílinn og honum er til læst, til að koma í veg fyrir að farþegarýmið ofhitni og draga úr notkun loftkælingarinnar. Sóltjald með bendistjórnun* er aukabúnaður sem býður upp á fram/afturbendistjórnun til að gera ökumanni kleift að einbeita sér að veginum framundan.

SKOÐA TÆKNI
FJÖLHÆFNI
TORFÆRUHRAÐASTILLIR
TORFÆRUHRAÐASTILLIR

Veldu og haltu stöðugum hraða við erfiðar aðstæður, svo sem í aur eða snjó eða á blautu grasi, ís eða malarvegi. Torfæruhraðastillirinn virkar á milli 1,8 km/klst. og 30 km/klst. og gerir þér kleift að halda fullri einbeitingu á stýrinu og að finna réttu leiðina í gegnum torfærurnar.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
VAÐ
VAÐ

Range Rover Sport býður upp á allt að 850 mm vaðdýpi. Hægt er að fá bílinn afhentan með vaðskynjurum í hliðarspeglunum sem gefa merki þegar vatnshæðin er að nálgast hámarksvaðdýpt bílsins. Stjórnkerfið býður upp á upplýsingar í rauntíma og er sérlega gagnlegt eftir að birtu bregður.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
TERRAIN RESPONSE
TERRAIN RESPONSE

Einstakt Terrain Response-kerfið okkar fínstillir vélina, gírkassann, mismunadrifið og undirvagninn að kröfum undirlagsins. Aukabúnaðurinn Terrain Response 2 fer með verðlaunaða eiginleika kerfisins upp á næsta stig með sjálfvirku vali á hentugustu stillingunni. Terrain Response 2 býður einnig upp á grjótskriðstillingu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
yt:uPZIFx1vTac
SJÁLFBÆRNI
SPARNEYTNI
Range Rover-aflrásir er búnar tækni sem lágmarka losun koltvísýrings, svo sem háþróað Stop/Start-kerfi. Kerfið drepur á vélinni í kyrrstöðu og gangsetur hana aftur um leið og þú tekur fótinn af hemlafótstiginu, eiginleiki sem bætir eldsneytisnýtinguna um 5 til 7 prósent. Þá er einnig í boði ECO-stilling sem tryggir að gangur bílsins er skilvirkari og sparneytnari.
ÁL
Ályfirbygging Range Rover Sport inniheldur endurunnið efni sem dregur úr þyngd, eykur sparneytni, minnkar útblástur og eykur afköst.
HORFT TIL ENDINGARTÍMA
Range Rover er fyrirtæki sem ber hag umhverfisins fyrir brjósti og leggur áherslu á að framleiða bíla sem eru úr sjálfbærari efnum, skila minni úrgangi og lágmarka ágang á náttúruauðlindir. Af þeim sökum er Range Rover Sport 85% endurvinnanlegur og 95 endurnýtanlegur. Að auki er fyrirtækið að fjárfesta í fyrsta flokks framleiðsluaðstöðu þar sem hægt er að gera bílaframleiðsluna enn skilvirkari, með minna vatni og orku og minni úrgangi og losun kolefna.
ÖRYGGISBÚNAÐUR
SÆKJA BÆKLING
ISOFIX
ISOFIX-festingar í aftursætum bjóða upp á einfalda festingu barnabílstóla. Trygg festing barnabílstólsins við bílinn eykur einnig öryggi hans.
LOFTPÚÐAR
Umfangsmikið loftpúðakerfi Range Rover Sport býður ökumanni og farþegum upp á framúrskarandi vörn.
ÖRYGGISBELTI
Viðbótaröryggi er í boði með öryggisbelti með forstrekkjara sem dregur úr hreyfingu fram á við komi til ákeyrslu.
LED-AÐALLJÓS
LED-ljós eru staðalbúnaður allan hringinn á Range Rover Sport. LED-ljósin eru hönnuð til að endast út líftíma bílsins og nota minni orku.
TRAUST AKSTURSSTAÐA
Traust akstursstaða Range Rover Sport skilar sér í öruggari akstri. Há staðan eykur útsýni og leiðir til aukins öryggis.
yt:mhcj81F7kLQ
NEYÐARHEMLUN
Neyðarhemlun skynjar þegar stigið er snöggt á hemla en án nægs krafts til að ná hámarkshemlun. Kerfið eykur hemlunarkraftinn með ABS-dælunni til að tryggja að þú náir að stöðva tímanlega.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.