RENNILEGASTI RANGE ROVER-BÍLLINN
Range Rover Sport er hannaður til að vekja athygli. Lægri og sportlegri staða bílsins er undirstrikuð með endurnýjaðri hönnun stuðara að framan og aftan með sambyggðum útblástursrörum og íburðarmikil og nútímaleg áferðin er fullkomnuð með LED-ljósum sem falla fyrir horn bílsins og stefnuljósum með raðlýsingu sem í boði eru sem aukabúnaður.
Ótrúlega þægileg. Einstaklega hagnýt. Stílhrein og nútímaleg hönnun innanrýmisins er búin enn betri umhverfislýsingu og Touch Pro Duo.
Hvort sem þú kýst einfaldleika eða íburðarmikinn stíl finnurðu sæti fyrir þinn smekk í Range Rover Sport. Hægt er að velja um ferns konar leður – þar á meðal Windsor-leður og hálf-anilínleður – með átta mismunandi litaþemum. Þau eru annað hvort einlit, tvílit eða tvílit með rúskinni.
Kerfi sem býður upp á fullkomið jafnvægi á milli aksturs og stýringar með sístillingu dempara. Adaptive Dynamics-fjöðrun greinir hreyfingu bílsins allt að 500 sinnum á sekúndu og bregst við aðgerðum ökumanns og ástandi vegar til að tryggja yfirvegaðan og þægilegan akstur.
Rúmgott ökumannsrýmið er hannað með ökumanninn í fyrirrúmi. Traust akstursstaða tryggir öruggari akstur og á meðal hugvitsamlegra stjórntækja er að finna CommandShift 2-gírstöngina sem býður upp á handvirka gírskiptingu og gírskiptirofa á stýri.
Akstursstjórnstillingin gerir ökumanni kleift að sérstilla inngjöf, gírskiptingar, stýri og fjöðrun eftir því hvaða aksturseiginleikar eru nauðsynlegir hverju sinni og býður um leið upp á val á milli fágaðs og þægilegs aksturs eða ómengaðra afkasta.
Aðalljós með margskiptum LED-geislaperum og einkennandi dagljósum veita einstaklega góða lýsingu með geislatækni sem skilar fimm sinnum meiri lýsingu en hefðbundin LED-ljós. Ljósin verða virk þegar 80 km/klst. hraða er náð og engin umhverfislýsing greinist til að tryggja óskert útsýni hálfan kílómetra fram fyrir bílinn.
Sjónlínuskjárinn birtir grunngögn um bílinn, svo sem hraða, gír og akstursstefnu, á framrúðunni. Hann býður upp á auðveldan aflestur viðeigandi upplýsinga með myndrænu efni í lit og mikilli upplausn.
Rafræn loftfjöðrunin býður upp á aukin hægindi með sjálfvirkri hæðarstillingu sem auðveldar fólki að stíga inn í og út úr bílnum með því að lækka hann um 50 mm.
Með þessari sætaskipan er hægt að koma sjö manns í bílinn þar sem tvö sæti eru felld undir gólfið í farangursrýminu. Þessi hefur engin áhrif á hleðslurýmið og hægt er að færa aðra sætaröðina fram og aftur um 100 mm til að auðvelda aðgang.
Aukið geymslupláss, þar á meðal innfelling fyrir snjallsíma, tryggir röð og reglu í farþegarýminu. Þá er einnig hægt að fá bílinn afhentan með kælihólfi í miðstokki fyrir allt að fjórar 500 ml flöskur við 5 °C.
Sjálfvirkt sóltjald er sjálfkrafa dregið fyrir þegar farþegar yfirgefa bílinn og honum er til læst, til að koma í veg fyrir að farþegarýmið ofhitni og draga úr notkun loftkælingarinnar. Sóltjald með bendistjórnun* er aukabúnaður sem býður upp á fram/afturbendistjórnun til að gera ökumanni kleift að einbeita sér að veginum framundan.
Veldu og haltu stöðugum hraða við erfiðar aðstæður, svo sem í aur eða snjó eða á blautu grasi, ís eða malarvegi. Torfæruhraðastillirinn virkar á milli 1,8 km/klst. og 30 km/klst. og gerir þér kleift að halda fullri einbeitingu á stýrinu og að finna réttu leiðina í gegnum torfærurnar.
Range Rover Sport býður upp á allt að 850 mm vaðdýpi. Hægt er að fá bílinn afhentan með vaðskynjurum í hliðarspeglunum sem gefa merki þegar vatnshæðin er að nálgast hámarksvaðdýpt bílsins. Stjórnkerfið býður upp á upplýsingar í rauntíma og er sérlega gagnlegt eftir að birtu bregður.
Einstakt Terrain Response-kerfið okkar fínstillir vélina, gírkassann, mismunadrifið og undirvagninn að kröfum undirlagsins. Aukabúnaðurinn Terrain Response 2 fer með verðlaunaða eiginleika kerfisins upp á næsta stig með sjálfvirku vali á hentugustu stillingunni. Terrain Response 2 býður einnig upp á grjótskriðstillingu.
Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.