AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

Ekki eru allir aukahlutir í boði í öllum gerðum. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Land Rover.

EFST Á SÍÐU
PAKKAR Í BOÐI
SVARTUR PAKKI
SVARTUR PAKKI

Gefðu Range Rover Sport afgerandi útlit svörtum pakka. Þessi pakki gerir útgeislun bílsins enn meiri með gljásvörtum lit og Narvik-svörtum áherslulit á stöðum eins og grilli, loftunaropum á vélarhlíf og aurbrettum og speglahlífum.

Skoða myndasafn
KOLTREFJAPAKKI
KOLTREFJAPAKKI

Frábær útlitspakki fyrir Range Rover Sport. Þessi pakki býður upp á gljáandi koltrefjaáferð á ytra byrði, þar meðal á speglahlífar grillumgjörð, loftunarop á vélarhlíf og aurbretti og lista á afturhlera til að gefa bílnum afgerandi útlit og stöðu.

Skoða myndasafn
yt:eCmT5XnZ3Ys
SVR-KOLTREFJAPAKKI
SVR-KOLTREFJAPAKKI

SVR-koltrefjapakkinn býður upp á gljáandi koltrefjaáferð á framstuðara, grill og loftunarop á aurbrettum. Einkennandi samlit vélarhlíf úr koltrefjum er í boði með glæsilegum opnum miðhluta vélarhlífar úr koltrefjum.

Skoða myndasafn
AKSTURSGETUPAKKI FYRIR VEGI/TORFÆRUR

Auktu við óviðjafnanlega akstursgetu og akstursupplifun Range Rover Sport bæði á vegi og í torfærum með vega- og torfærupakkanum, sem inniheldur tveggja hraða millikassa, Terrain Response 2 með kraftstillingu, torfæruhraðastilli, Dynamic Response-veltingskerfi og rafrænu mismunadrifi með togstýringu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AUKABÚNAÐUR FYRIR YTRA BYRÐI
FELGUR

Liprasti, kraftmesti og viðbragðsfljótasti bíll Land Rover hingað til þarf felgur í stíl. Sérhannaðar gæðafelgur fást í 19” til 22” eru í boði með fjölbreyttri áferð, þar á meðal gljásvartar, demantsslípaðar og með satínáferð. Eining eru í boði léttar felgur, sérhannaðar fyrir SVR.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ÞAKGLUGGI

Hægt er að velja fastan eða opnanlegan þakglugga til að ljósið flæði inn í Range Rover Sport og auka tilfinningu fyrir rými og umhverfi. Þakglugginn fæst samlitur eða í Narvik-svörtum áherslulit.

Settu saman þinn eigin bíl
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

Margskipt LED-aðalljós með einkennandi dagljósum eru aukabúnaður sem býður upp á ADB-akstursljós og AFS-framljósakerfi. Þessi tvö kerfi vinna saman til að hámarka skyggni við allar aðstæður, bjóða upp á háljós án þess að blinda ökumenn sem koma úr gagnstæðri átt og fínstilla lágu ljósin eftir aðstæðum hverju sinni.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-PERUM
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-PERUM

Aðalljós með margskiptum LED-perum og einkennandi dagljósum eru það háþróaðasta sem við bjóðum upp á í lýsingu og byggja á ADB-akstursljósum og AFS-framljósakerfi margskiptu LED-aðalljósanna. Þau bjóða upp á meiri skerpu til að hámarka virkni ljósgeislans fyrir ökumanninn og nákvæmari deyfingu til að blinda ekki ökumenn ökutækja sem koma úr gagnstæðri átt.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
yt:Idxkxl4pdg4
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-GEISLAPERUM
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-GEISLAPERUM

Aðalljós með margskiptum LED-geislaperum og einkennandi dagljósum veita einstaklega góða lýsingu með geislatækni sem skilar fimm sinnum meiri lýsingu en hefðbundin LED-ljós. Ljósin verða virk þegar 80 km/klst. hraða er náð og engin umhverfislýsing greinist til að tryggja óskert útsýni hálfan kílómetra fram fyrir bílinn.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AUKAHLUTIR FYRIR INNANRÝMI
SÆKJA BÆKLING
KLÆÐNING Í INNANRÝMI
Veldu úr úrvali klæðninga í innanrými, þar á meðal ú viði, áli og koltrefjum. Sumar klæðningar eru mögulega eingöngu fyrir einstakar útfærslur.
LITAÞEMU Í INNANRÝMI
Með úrvali litaþema, þar á meðal nútímalegum litum eins og Ebony Vintage Tan og Ebony Eclipse, er tryggt að bíllinn er jafn flottur í útliti og hann er góður í akstri.
SÆTI
Í boði eru sæti með allt að 22 stefnustillingar, fjölbreytts úrvals áklæða, þar á meðal hálf-anilínleður, og nútímaleg litaþemu. Auk þess er hægt að fá sætin afhent með nuddeiginleika og hita og kælingu til að tryggja framúrskarandi þægindi.
MONOTONE SEATS
For those seeking simplicity. Monotone seats in Ebony, Almond, Espresso or Ivory are available in Grained, Windsor and Semi-Aniline leather.
DUO-TONE SEATS WITH SUEDECLOTH BOLSTERS
Providing a contrasting, sportier interior. Duo-tone with suedecloth seats are available in Windsor leather and the colourways Ebony/Ivory, Ebony/Vintage Tan, Ebony/Eclipse or Ebony/Pimento.
DUO-TONE SEATS
Delivers an even more luxurious interior. Duo-tone seats are available in Semi-Aniline leather and the colourways Ebony/Ivory, Ebony/Vintage Tan, Ebony/Eclipse or Ebony/Pimento.
TÆKNI

Nýjasta tækni Range Rover Sport tryggir öryggi, afþreyingu og tengingu fyrir alla - alla leið. Allar helstu nýjungar, aukin afköst og fjölhæfni sem gera þér kleift að nýta alla möguleika bílsins.

SKOÐA TÆKNI
LAND ROVER GEAR - AUKAHLUTIR
LEITA AÐ AUKAHLUTUM
GÆLUDÝRAPAKKI
Veldu úr fjölbreyttu úrvali gæludýrapakka til að tryggja öryggi og þægindi gæludýrsins þíns í öllum ferðalögum, um leið og þú verð innanrými bílsins.
yt:53jhjBNto4s
SMELLUKERFI
Þetta fjölnota aukahlutakerfi er fest á milli höfuðpúðastanganna og er festingum fyrir spjaldtölvur, töskur og jakka.
yt:zYNw8zoz9OM
INNDRAGANLEG STIGBRETTI
Þessi snjöllu og hagnýtu þrep auðvelda ökumanni og farþegum að stíga út úr og inn í bílinn og falla fullkomlega undir sílsana þegar þau eru ekki notkun.
yt:_JyDMoGrZkw
FARANGURSAUKAHLUTIR Á ÞAKI
Njóttu sveigjanlegrar hleðslugetu með úrvali aukahluta á þak, þar á meðal hjólafestingar á þak, brimbrettafestingar og farangursbox.
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Sport
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.