Ekki eru allir aukahlutir í boði í öllum gerðum. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Land Rover.
Gefðu Range Rover Sport afgerandi útlit svörtum pakka. Þessi pakki gerir útgeislun bílsins enn meiri með gljásvörtum lit og Narvik-svörtum áherslulit á stöðum eins og grilli, loftunaropum á vélarhlíf og aurbrettum og speglahlífum.
Frábær útlitspakki fyrir Range Rover Sport. Þessi pakki býður upp á gljáandi koltrefjaáferð á ytra byrði, þar meðal á speglahlífar grillumgjörð, loftunarop á vélarhlíf og aurbretti og lista á afturhlera til að gefa bílnum afgerandi útlit og stöðu.
SVR-koltrefjapakkinn býður upp á gljáandi koltrefjaáferð á framstuðara, grill og loftunarop á aurbrettum. Einkennandi samlit vélarhlíf úr koltrefjum er í boði með glæsilegum opnum miðhluta vélarhlífar úr koltrefjum.
Auktu við óviðjafnanlega akstursgetu og akstursupplifun Range Rover Sport bæði á vegi og í torfærum með vega- og torfærupakkanum, sem inniheldur tveggja hraða millikassa, Terrain Response 2 með kraftstillingu, torfæruhraðastilli, Dynamic Response-veltingskerfi og rafrænu mismunadrifi með togstýringu.
Liprasti, kraftmesti og viðbragðsfljótasti bíll Land Rover hingað til þarf felgur í stíl. Sérhannaðar gæðafelgur fást í 19” til 22” eru í boði með fjölbreyttri áferð, þar á meðal gljásvartar, demantsslípaðar og með satínáferð. Eining eru í boði léttar felgur, sérhannaðar fyrir SVR.
Hægt er að velja fastan eða opnanlegan þakglugga til að ljósið flæði inn í Range Rover Sport og auka tilfinningu fyrir rými og umhverfi. Þakglugginn fæst samlitur eða í Narvik-svörtum áherslulit.
Margskipt LED-aðalljós með einkennandi dagljósum eru aukabúnaður sem býður upp á ADB-akstursljós og AFS-framljósakerfi. Þessi tvö kerfi vinna saman til að hámarka skyggni við allar aðstæður, bjóða upp á háljós án þess að blinda ökumenn sem koma úr gagnstæðri átt og fínstilla lágu ljósin eftir aðstæðum hverju sinni.
Aðalljós með margskiptum LED-perum og einkennandi dagljósum eru það háþróaðasta sem við bjóðum upp á í lýsingu og byggja á ADB-akstursljósum og AFS-framljósakerfi margskiptu LED-aðalljósanna. Þau bjóða upp á meiri skerpu til að hámarka virkni ljósgeislans fyrir ökumanninn og nákvæmari deyfingu til að blinda ekki ökumenn ökutækja sem koma úr gagnstæðri átt.
Aðalljós með margskiptum LED-geislaperum og einkennandi dagljósum veita einstaklega góða lýsingu með geislatækni sem skilar fimm sinnum meiri lýsingu en hefðbundin LED-ljós. Ljósin verða virk þegar 80 km/klst. hraða er náð og engin umhverfislýsing greinist til að tryggja óskert útsýni hálfan kílómetra fram fyrir bílinn.
Nýjasta tækni Range Rover Sport tryggir öryggi, afþreyingu og tengingu fyrir alla - alla leið. Allar helstu nýjungar, aukin afköst og fjölhæfni sem gera þér kleift að nýta alla möguleika bílsins.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.