TÆKNI
EFST Á SÍÐU
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
STÝRI
Einstakir rofarnir á stýrinu sem sjást ekki fyrr en þeir lýsast upp draga úr fjölda stjórntækja í farþegarýminu og bjóða upp á fjölbreytta virkni. Hægt er að stjórna mikið notuðum eiginleikum á borð við miðlun efnis og síma að öllu leyti í stýrinu og á gagnvirka ökumannsskjánum.
AFÞREYING Í AFTURSÆTUM
Afþreyingarkerfi í aftursæti er aukabúnaður með tveimur 8" innfelldum skjáum í hvorum höfuðpúða framsæta eða 10" hreyfanlegum háskerpusnertiskjáum sem eru festir á sæti. Báðum kerfum fylgja stafræn þráðlaus WhiteFire®-heyrnartól og HDMI-, MHL- (Mobile Hi-Definition Link) og USB-tengi.
SNJALLSÍMAPAKKI
Með þessum pakka geturðu stjórnað snjallsímaforritum, sérsniðnum fyrir bílinn, í Android™- eða Apple®-snjallsímum á snertiskjánum.
RADDSTÝRING
InControl-raddstýringarkerfi skilur töluð fyrirmæli þannig að þú getur stjórnað bílnum og forritum, hringt eða valið lag án þess að taka augun af veginum.
PRO-ÞJÓNUSTA
Pro-þjónusta býður meðal annars upp á umferðarupplýsingar í rauntíma og nákvæma leiðsögn.
PROTECT
Með Protect geturðu skráð ferðir þínar, kannað eldsneytisstöðuna utan bílsins, fundið bílinn á bílastæði og athugað hvort þú hafir skilið glugga eftir opinn. Inniheldur sérsniðna Land Rover-aðstoð.
Meridian™-HLJÓÐKERFI
Meridian™-HLJÓÐKERFI

Einstök hljómgæði, kristaltærir háir tónar og drynjandi bassi hljóma úr þrettán nákvæmlega uppstilltum hátölurum, þar á meðal tveggja rása bassahátalara.

Kynntu þér Meridian™
Meridian™ SURROUND-HLJÓÐKERFI
Meridian™ SURROUND-HLJÓÐKERFI

Dýpt og tærleiki lifandi tónlistarflutnings fæst í gegnum 19 hátalara við framsæti, á hliðum og við aftursæti, þar á meðal tveggja rása bassahátalara - allt fullkomlega fellt saman með Trifield™-tækni.

Kynntu þér Meridian™
Meridian™ SIGNATURE-HLJÓÐKERFI
Meridian™ SIGNATURE-HLJÓÐKERFI

Glæný Trifield ™ 3D-tækni býður upp á áður óþekktan surround-hljóm. Signature-hljóðkerfið er með 23 hátölurum, þar á meðal tveggja rása bassahátalara. Ósvikinn gæðahljómur sem gefur farþegarýminu meiri vídd og skilar uppáhaldstónlistinni þinni til skila eins og hún á að hljóma.

Kynntu þér Meridian™
NÝJUNGAR
PHEV-TENGILTVINNBÍLL
PHEV-tengiltvinnbíllinn okkar er knúinn með háþróuðustu aflrás okkar hingað til og losun koltvísýrings upp á eingöngu 72 g/km án þess að það komi niður á akstursgetu, afköstum eða útliti.
SKOÐAÐU PHEV-TENGILTVINNBÍLINN
YFIRBYGGING ÚR GEGNHEILU ÁLI
Hugvitsamleg sjálfberandi yfirbyggingin er léttari, sterkari og sjálfbærari um leið og hún býður upp á framúrskarandi stífni og fágun og getu til að þola sama torfæruálag og aðrir Land Rover-bílar.
IGUIDE (VÆNTANLEGT)
Forritið Land Rover iGuide nýtir nýjustu tækni í auknum raunveruleika til að útskýra nauðsynlega eiginleika og stjórntæki í bílnum þínum. Í því er einnig að finna farsímaútgáfu notandahandbókarinnar til að tryggja að þú hafir nauðsynlegar upplýsingar ávallt við höndina.
AFKÖST
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
RAFRÆNT MISMUNADRIF MEÐ HEMLATOGSTÝRING
Togstýring með hemlum skilar viðbragðsgóðri og yfirvegaðri stýringu í jafnvel kröppustu beygjum. Rafrænt mismunadrifið og hemlakerfi bílsins viðhalda stöðugu jafnvægi í dreifingu togs á milli hjólanna í beygjum.
DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING
Greinir hreyfingu Range Rover Sport og grípur inn í til að hámarka stöðugleika bílsins. DSC-stöðugleikastýring dregur úr togi vélarinnar og beitir viðeigandi hemlun til að leiðrétta akstursstefnu.
AKSTURSLÆKKUN
Aksturslækkunarkerfið notar rafrænu loftfjöðrunina til að draga úr loftmótstöðu og eldsneytisnotkun á meiri hraða með því að lækka bílinn um 15 mm úr hefðbundinni aksturshæð þegar hann nær 105 km/klst.
KRAFTSTILLING
Bílar með Terrain Response 2 og rafrænu mismunadrifi með hemlatogstýringu eru búnir einni aukastillingu, kraftstillingu, sem stillir fjöðrun á meiri stífni með flatari stjórn og meira viðbragði.
AKSTURSGETA
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
HÁÞRÓUÐ DRÁTTARHJÁLP
Háþróuð dráttarhjálp er aukabúnaður gerir þér kleift að stýra stefnu eftirvagnsins þegar bakkað er með stjórnbúnaði Terrain Response 2. Kerfið stjórnar stýri bílsins til að ná æskilegri stefnu á eftirvagninn.
GRIPSTJÓRNUN
Gripstjórnun tryggir akstursgetu á hálu yfirborði á borð við blautt gras, snjó og ís til að tryggja hámarksgrip þegar tekið er af stað.
MILLIKASSI MEÐ TVEIMUR DRIFUM
Fleiri lægri gírar geta verið ómetanlegir við erfiðar aðstæður, svo sem í miklum halla, torfæruakstri eða við drátt. Tveggja drifa millikassi býður upp á nákvæman hraða og öruggri stjórn við slíkar aðstæður.
HALLASTÝRING
Einkaleyfisvarin hallastýring Land Rover er staðalbúnaður. Hún auðveldar ökumanni að aka örugglega niður erfiðan halla. Þetta er gert með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlum sjálfstætt á hvert hjól.
STAÐLAÐUR AKSTURSAÐSTOÐARBÚNAÐUR
NEYÐARHEMLUN
Neyðarhemlun getur hjálpað til við að koma í veg fyrir árekstra við önnur ökutæki eða vegfarendur. Ef yfirvofandi árekstur greinist birtist viðvörun sem gefur þér tíma til að bregðast við. Ef þú bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
AKREINASKYNJARI
Skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Akreinaskynjarinn skynjar þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og varar þig við með sjónrænni viðvörun og titringi í stýrinu.
BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN
Auðveldar þér að leggja í þröng stæði. Þegar sett er í bakkgír kviknar á skynjurum á afturstuðaranum. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.
HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN
Hraðastillirinn og hraðatakmörkunin halda bílnum á hraða án þess að stöðugt þurfi að nota eldsneytisgjöfina, til að koma í veg fyrir þreytu hjá ökumanninum. Hraðatakmörkunin býður einnig upp á forstilltan hámarkshraða.
PAKKAR Í BOÐI
AKSTURSAÐSTOÐARPAKKI

Akstursaðstoðarpakkinn inniheldur fjölbreytt úrval aksturs- og bílastæðatæknilausna. Akstursaðstoðarpakkinn er byggður á bæði ítarlegum aksturspakka og ítarlegum bílastæðapakka og býður upp á sjálfvirkan hraðastilli með stýrisaðstoð og 360° myndavél.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AKSTURSPAKKI
Aksturspakki er aukabúnaður sem býður upp á fjölbreytta eiginleika til að tryggja öryggi þitt og veita þér upplýsingar, þar á meðal ökumannsskynjara, blindsvæðisskynjara, umferðarskiltagreiningu og sjálfvirka hraðatakmörkun.
ÍTARLEGUR AKSTURSPAKKI
Auk tæknilausna sem finna má í aksturspakkanum er ítarlegi aksturspakkinn með akreinastýringu, blindsvæðishjálp og sjálfvirkum hraðastilli með fjarlægðarstillingu og neyðarhemlun fyrir mikinn hraða.
BÍLASTÆÐAPAKKI
Bílastæðapakkinn er með 360° bílastæðiskerfi og umferðarskynjara að aftan til að tryggja öryggi þegar lagt er í þröng stæði. Útgönguskynjari varar farþega í aftursæti við ökutækjum sem nálgast þegar þeir stíga út úr bílnum.
ÍTARLEGUR BÍLASTÆÐAPAKKI
Auk tæknilausna í bílastæðapakkanum er ítarlegi bílastæðapakkinn með bílastæðaaðstoð sem auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði.
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
SÆKJA BÆKLING
HITI OG KÆLING Í SÆTUM
Hægt er að fá bílinn afhentan með hita og kælingu í fram- og aftursætum til að tryggja hámarksþægindi án tillits til hitastigs.
TENGIMÖGULEIKAR
Hægt er að fá Range Rover Sport afhentan með tveimur innstungum og fimm USB-tengjum í farþegarýminu. Þannig skiptir ekki máli hvar maður situr, alls staðar er hægt hlaða símann og njóta afþreyingar.
yt:V8dudKAsTnw
STILLANLEG LÝSING Í INNANRÝMI
Stillanleg lýsing í innanrými gerir þér kleift að stilla lit og áferð lýsingarinnar til að hún falli að stemmningunni hverju sinni. Veldu á milli tíu lita á snertiskjánum.
FJARSTÝRÐ MIÐSTÖÐ OG TÍMASTILLT HITA- OG LOFTSTÝRING
Þetta kerfi býður upp á fjarstýrða forhitun eða loftræstingu bílsins og sjö daga tímastillingu. Á þennan hátt er hægt að ganga að kjörhita í farþegarými sem sjálfsögðum hlut.
RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ BENDISTJÓRNUN
Rafknúinn afturhleri með bendistjórnun gerir þér kleift að opna og loka afturhleranum án þess að snerta bílinn. Bendistjórnunin er rafræn með tveimur skynjurum sitt hvoru megin á bílnum. Eingöngu þarf að hreyfa fótinn undir öðrum hvorum skynjaranum til að virkja eiginleikann.
DEMPUÐ LOKUN HURÐA
Range Rover Sport er í boði með rafdrifnum klinkum á öllum hurðum. Þetta býður upp á stýrða lokun síðustu 6 mm hurðarinnar að dyrastaf til að tryggja að bæði fram- og afturhurðir lokist mjúklega.
BERÐU SAMAN BÍLANA OKKAR
Veldu allt að þrjá Land Rover-bíla og berðu þá saman
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Sport
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Land Rover-bæklingana
BÓKA REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd.

Þegar InControl kemur á markað kunna tilteknir eiginleikar að vera aukabúnaður og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála í þínu landi er að finna á vefsvæði Land Rover fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila. Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem kemur fram á þessari vefsíðu og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim aukabúnaði sem er valinn. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.