Range Rover Velar

FRAMÚRSTEFNULEGUR RANGE ROVER. FÆST NÚ EINNIG SEM TENGILTVINNBÍLL 

360˚ SJÓNARHORN AÐ UTAN
SKOÐA TENGILTVINNBÍLA

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS CO2 í g/km
Allt niður í 52

ELDSNEYTISNOTKUN í blönduðum akstri l/100 km
Frá 2,3

VELDU GERÐ
Berðu saman eiginleika og tæknilýsingar hlið við hlið.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Velar.
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla
HÖNNUN
SKOÐA YTRA BYRÐI
SKOÐA YTRA BYRÐI

Hönnunarhlutföll Range Rover Velar eru í fullkomnu jafnvægi. Þú þekkir strax Range Rover-útlitið: einkennandi, kraftmikinn framhlutann, samfellda miðlínuna og þaninn, mjókkandi afturendann. 

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
INNFELLDIR HURÐARHÚNAR
INNFELLDIR HURÐARHÚNAR

Hurðarhúnar eru dregnir inn þegar þeirra er ekki þörf. Innfelld hönnun þeirra skapar einstaklega stílhreinar línur sem draga úr loftmótstöðu og vindgnauði. 

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
SKOÐA INNANRÝMI
SKOÐA INNANRÝMI

Sökktu þér í Range Rover Velar. Skiptur armpúði og sérvalin efni um allt innanrýmið eru meðal helstu hönnunareinkenna. 

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
VELDU GERÐ
RANGE ROVER VELAR 
Ranger Rover Velar er í fararbroddi í smekklegri hönnun. Stílhreinn og fágaður bíll sem afgerandi og nútímalega útgeislun. Þýður krafturinn og fyrirhafnarlaus fágunin sameinast með ómótstæðilegum hætti í þessu einstaka dæmi um nútímalega bílhönnun. 
SKOÐA MYNDASAFN
RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC
Range Rover Velar R-Dynamic er ábúðarmikill, með gljáfægðar koparskreytingar á stuðurum og loftunarop á vélarhlíf og hliðum, sem draga enn betur fram fágað og nútímalegt útlitið. Merkið á vélarhlífinni, letrið á afturhleranum og grillið eru með Shadow Atlas-áferð. 
SKOÐA MYNDASAFN
RANGE ROVER VELAR EDITION 
Range Rover Velar er þekktur fyrir framúrstefnulegt útlitið og Range Rover Velar Edition gengur enn lengra. Hönnunareinkenni á borð við svartar áherslur, svartar 20" felgur og svartan áherslulit á þaki þýða að þú getur ekki annað en starað. 
SKOÐA MYNDASAFN
TÆKNI BÍLSINS
PIVI OG PIVI PRO 

Meðal staðalbúnaðar á Pivi eru:

– 10" snertiskjár  
- 10" neðri snertiskjár 
- Stafrænt útvarp  
- Nýhannað viðmót  
- Apple CarPlay® 1
- Android Auto™ 2
- Fjarstýring 3
 
Uppfærðu í Pivi Pro4 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. eiginleika á borð við leiðsögukerfi sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og njóttu þess að vera í netsambandi á ferðinni. 

FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR 

Hægt er að velja á milli margra mismunandi viðmótsútgáfa, þar á meðal þrívíddarleiðsagnar á öllum skjánum, akstursupplýsinga eða yfirlits yfir hvað þú ert að hlusta á, allt á nýjum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá í háskerpu.
 
Sjónlínuskjárinn er valbúnaður5 sem birtir helstu upplýsingar um aksturinn á framrúðunni. Sjáðu hraða bílsins, gír og leiðarlýsingu á einfaldan hátt á litaskjánum.  

MERIDIAN SIGNATURE-HLJÓÐKERFI 

Tónlistin öðlast nýja vídd með viðbótarhátölurum, sem eru vandlega staðsettir víðsvegar í innanrýminu, og Trifield 3D-tækninni frá Meridian, sem skilar ómótstæðilegum hljóðheimi og lætur þér líða eins og þú sért að upplifa tónlistina á staðnum.

22 hátalarar og tveggja rása bassahátalari, 1300 W magnari.

Búnaður: DSP-tækni, Meridian Cabin Correction-hljóðstilling, Meridian Digital Dither Shaping, 3D Trifield. 

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR 
Hugbúnaðaruppfærslur tryggja að bíllinn sé alltaf með nýjustu hugbúnaðarútgáfuna 6. Hægt er að uppfæra upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins, fjarvirkni og ýmsar stjórneiningar í gegnum ytri tengingu til að tryggja hámarksafköst. Það þýðir að bíllinn verður einfaldlega betri og betri.  
NETTENGINGARPAKKI 
Nettengingarpakkinn7 veitir enn frekari netþjónustu með innbyggðu SIM-korti, sem gefur aðgang að:

- Ótakmarkaðri straumspilun
- Veðurspá
- Samstillingu við netdagatal  
WI-FI 
Með því að taka þráðlaust net með gagnaáskrift 8 geturðu notað:  

- Straumspilunarþjónustu að eigin vali
- Allt að 20 GB gagnamagn á mánuði
- Enn sterkari tengingu með loftneti
- Mörg nettengd tæki 
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI MEÐ PM2,5-SÍU
NanoeTM jónað loft er aukabúnaður sem eykur velferð ökumanns og farþega. Þegar þú kveikir á búnaðinum mun sérhönnuð sían draga til sín og fanga agnir úr andrúmsloftinu og ofnæmisvalda á borð við PM2,5, ryk og frjókorn.
ÁFRAM
TENGILTVINNBÍLL

Aflrás tengiltvinnbílsins (PHEV) okkar er með 4 strokka 2,0 Si4 300 hestafla 4WD bensínvél og 104 hestafla eMotor. Aktu annaðhvort í samhliða hybrid-stillingu eða EV-stillingu. 

SKOÐA TENGILTVINNBÍLA 
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
AFLRÁSIR 
Allar vélarnar okkar veita þér kraftmikla akstursupplifun. Range Rover Velar fæst sem bensín-, dísil- og tengiltvinnbíll. 
AKSTURSEIGINLEIKAR 
Átta þrepa sjálfskiptingin er sérstillt af verkfræðingum Land Rover til að sameina snurðulausa skiptingu og hraða svörun. Gírskiptihlutföllin átta eru þétt saman svo þú finnur varla fyrir skiptingunni. 
AKSTURSSTJÓRNSTILLING 
Gerir þér kleift að finna rétta jafnvægið milli aukinna þæginda og aukinnar afkastagetu með því breyta stillingu gírkassa, stýris, inngjafar og fjöðrunar. 
AKSTURSGETA
ALDRIF
ALDRIF

Aldrif (AWD) með togstjórnun skilar framúrskarandi afköstum hvort sem er á vegum eða í torfærum. Range Rover Velar viðheldur mestu mögulegu spyrnu við allar aðstæður með sítengdu drifi sem stjórnað er með gaumgæfilega þróaðri tækni.

TERRAIN RESPONSE
TERRAIN RESPONSE

Lagaðu vélina, gírkassann, mismunadrifið og undirvagnskerfin að þörfum landslagsins með því að velja eina af sex akstursstillingum. Með Terrain Response 2 nýturðu góðs af rúmlega 70 ára sérfræðiþekkingu okkar og bíllinn velur sjálfkrafa heppilegustu akstursstillinguna í torfærum.

TORFÆRUHRAÐASTILLIR
TORFÆRUHRAÐASTILLIR

Torfæruhraðastillirinn er fyrsta flokks kerfi sem gerir þér kleift að stilla og viðhalda stöðugum hraða við erfiðar aðstæður, svo sem í aur eða snjó eða á blautu grasi, ís eða malarvegum.

SVEIGJANLEIKI
5 SÆTI
5 SÆTI

834 lítrar


Stöðluð blautvigt er allt að 834 lítri. Slíkt jafngildir 513 lítra þurrvigt sem er mæld með gegnheilum kubbum.

4 SÆTI
4 SÆTI

1.182 lítrar


Leggðu eitt aftursæti niður til að auka blautvigtina í 1.182 lítra. Þetta skapar rými fyrir viðbótarfarangur í 808 lítra farangursrými.

3 SÆTI
3 SÆTI

1.357 lítrar


Þessi útfærsla eykur rúmtak farangursrýmisins í 1.357 lítra þegar tveir farþegar eru um borð í bílnum. Þurrvigtin verður 955 lítrar.

2 SÆTI
2 SÆTI

1.705 lítrar


Nýttu tiltækt farangursrými að fullu þegar einn farþegi er um borð í bílnum, þar sem rúmtakið er allt að 1.705 lítrar og nýtanleg þurrvigt er 1.250 lítrar.

Þurr: Mælt með gegnheilum VDA-kubbum (200 mm x 50 mm x 100 mm). Vökvi: Rúmmál mælt með því að líkja eftir vökvafylltu farangursrými.

MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS 
Margskipt LED-ljós eru aðeins ein ótal tæknilausna sem við bjóðum upp á, en ljósin státa af sjálfvirkum ljósgeisla sem dregur úr og bætir í birtustig eftir aðstæðum til að veita hámarkssýnileika án þess að trufla ökumenn bíla sem koma á móti.
AKSTURSAÐSTOÐ
Hægt er að velja úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara og öruggara að aka og leggja. Allur búnaður er byggður á háþróuðum tæknilausnum og hannaður með það í huga að veita þér óviðjafnanlega akstursupplifun og öryggi.
FREKARI UPPLÝSINGAR
PAKKAR Í BOÐI
Þú getur valið úr miklu úrvali aukapakka til að bæta akstursupplifunina. 

- Blindsvæðishjálparpakki 
- Akstursaðstoðarpakki 
FIMM STJÖRNU ÖRYGGISEINKUNN
Range Rover Velar náði fimm stjörnu einkunn í árekstrarprófunum Euro NCAP og festi sig þar með í sessi sem einn öruggasti bíllinn á markaðnum.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Framúrstefnulegur Range Rover. Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Velar. 

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA NÁNAR
VELDU ÞINN RANGE ROVER VELAR
Hér er að finna alla vörulínu og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað. 
VELDU GERÐ
MYNDASAFN
Áherslan á smáatriði bílanna okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Range Rover Velar Nútímalegur og fágaður.
SKOÐA MYNDASAFN
TÆKNILÝSING
Kynntu þér smáatriðin Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
LAND ROVER-AUKAHLUTIR
LAND ROVER-AUKAHLUTIR

Sérsníddu Range Rover enn frekar með flottum, sterkbyggðum og notadrjúgum aukahlutum fyrir ytra byrði og innanrými.

LEITA AÐ AUKAHLUTUM 
LAND ROVER-LÍNAN
LAND ROVER-LÍNAN

Aukahlutalínan okkar hefur fengið innblástur frá bílunum okkar og er framleidd í fáguðum sérbreskum stíl.

VELDU GERÐ
Berðu saman eiginleika og tæknilýsingar.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Velar.
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla

†Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.

Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.


1 Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.
2 Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem Android Auto veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.android.com/auto/.
3 Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover. Sækja þarf Land Rover Remote-forritið á Apple App Store/Google Play Store.
4 Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
5 Krefst rúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum mörkuðum. Akstursleiðsögn á framrúðunni birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.
6 Uppfærslur krefjast gagnatengingar.
7 Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
8 Fellur undir reglur um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar.
Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.landrover.com/pivi-pro-terms.
Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnisins.
Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.


Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.


Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.


Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover.


Ákveðnir eiginleikar eru með áskrift sem mun þurfa að framlengja eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.


Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. gætu átt við.
Android Auto er skráð vörumerki Google LLC.
Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.
NanoeTM er skrásett vörumerki Panasonic Corporation