Nýr og breyttur Defender er sá öflugasti og getumesti, en um leið sá liprasti sem Land Rover hefur kynnt frá upphafi. Hinn óstöðvandi kraftur ásamt óbilandi þrautseigju gera þér kleift að takast jafnt á við áskoranir dagsins í erfiðum aðstæðum sem og daglegar ferðir í borgarumferðinni þar sem Defender reynist lipur og þægilegur. Einstakur drifbúnaður með stillingum fyrir ólík akstursskilyrði ásamt loftpúðafjöðrun sem gerir þér kleift hækka bílinn um allt að 14,5 cm frá lægstu stöðu þegar tekist er á við erfiðar aðstæður utan alfararleiða.
Vel hannaðar og aðlagaðar jeppabreytingar Arctic Trucks á nýjum Defender fyrir 33“ og 35“ torfærudekk gera öflugan Defender enn þrautseigari til ferðalaga á erfiðum slóðum eins og hann hefur nú þegar margsannað.
Í boði eru tvær meginbreytingar.
35"
- Heildarhækkun 77 mm
- Hækkun á fjöðrun 30 mm
- 35“ Dick Cepek dekk á 18“ eða 20“ felgur
- Brettakantar
- Gangbretti
- Stærri aurhlífar framan og aftan
- Endurforritun hæðarskynjara
- Hjólastilling
VERÐ VERÐ 1.290.000 kr.
33"
- Heildarhækkun 27 mm
- 33“ Dick Cepek dekk á 18“ eða 20“ felgur
- Aurhlífar framan og aftan
VERÐ 470.000 kr.
Samlitir brettakantar
Loftdælukerfi með úttak við eldsneytislok
Loftmælir
Mikróskurður í dekk
Negld dekk
Dekkjaviðgerðasett
Breytingar á Defender auka getu og eiginleika bílsins, sérstaklega með AT35” breytingu sem hækkar Defender um 7,7 cm undir lægsta punkt vegna belgmeiri dekkja sem gera bíllinn jafnframt enn mýkri á grófum vegum. Akstursgetan eykst í torfærum og með lækkun loftþrýstings eykst flot bílsins í snjó og þar með kemstu enn lengra í vetrarferðum, bæði í snjó og djúpum ám enda hefur óbreyttur Defender allt að 90 cm vaðgetu. Með AT35“ breytingu verður vaðgetan enn meiri. Þá gerir innbyggður loftdælubúnaðurinn umgengni við bílinn enn þægilegri þar sem hægt er að velja loftþrýsting sem hentar best við sérhverjar aðstæður.
Mikilfengleiki finnst í öllum formum, stærðum og yfirbyggingarhönnun.
Ótakmarkaðir möguleikar. Gerðu bílinn að þínum með einhverjum af pökkunum fjórum hér að neðan.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila.
Torfærumyndskeið voru tekin upp á viðeigandi landsvæði með viðeigandi heimildum.
Erfiður torfæruakstur krefst góðrar þjálfunar og mikillar reynslu. Hætta á meiðslum og skemmdum. Aldrei aka við aðstæður sem þú ræður ekki við.
Skoðið ávallt akstursleið, yfirborð, undirlag og enda leiðar áður en ekið er yfir frosið undirlag.