NÝR RANGE ROVER SPORT

FRAMSÆKNAR NÝJUNGAR

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

Nýr Range Rover Sport markar nýja
braut. Range Rover Sport
skilgreinir
sportlegan lúxus með
einstakri akstursgetu,
margrómaðri afkastagetu í torfærum og
nýjustu tækni.

SAMSPIL TÆKNI OG HÖNNUNAR

Fágun er meginstef hönnunar með rennisléttu gleri og hárfínum smáatriðum. Samtvinning hönnunar og tækni í Range Rover Sport skilar sér í straumlínulögun sem dregur úr loftmótstöðu. Dæmi um þetta eru faldir gluggalistar og leysigeislasuða þaksins sem skila sér í nútímalegu og áferðarfallegu útliti.

VIRK HLJÓÐDEYFING

VIRK HLJÓÐDEYFING

Næsta kynslóð virkrar hljóðdeyfingar lokar á óæskileg hljóð til að þú getir einbeitt þér að því að njóta ferðarinnar. Hljóðnemar í brettaköntum greina hávaða. Stafrænn búnaður reiknar út hljóðið sem þarf til að útiloka óæskilega tíðni í gegnum hátalara í innanrými og höfuðpúðum.

MERIDIAN SIGNATURE-HLJÓÐKERFI

Betri hljómgæði. Meridian Signature-hljóðkerfið býður upp á frábæran hljómflutning með allt að 29 hátölurum, bassahátalara og 1430 W magnara. Útkoman er sérsniðinn hljóðheimur og ein allra besta hljóðupplifun sem býðst í fjögurra manna bíl.

LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

Pro-lofthreinsikerfið fyrir innanrými sér til þess að loftgæðin í innanrýminu séu eins og best verður á kosið. PM2.5-sía og nanoe™ X-tæknin draga verulega úr lykt, bakteríum og ofnæmisvöldum, þ.m.t. SARS-CoV-2-veirunni*, og koltvísýringsstýring (CO2) stuðlar að vellíðan og árvekni allra með vöktun og stýringu á magni koltvísýrings í bílnum. Þú getur stillt kerfið með fjarstýringu til að undirbúa farþegarýmið fyrir ferð.

STÝRING Á ÖLLUM HJÓLUM

MEIRI HRAÐI

MEIRI HRAÐI

Með stýringu á öllum hjólum snúast afturhjólin um allt að 7,3 gráður og skila auknum stöðugleika á meiri hraða með því að snúa í sömu átt og framhjólin.

STAFRÆN LED-AÐALLJÓS

Stafræn LED-aðalljós með einkennandi dagljósum lýsa upp leiðina þegar ekið er í myrkri, allt að 500 m fram á veginn. Stafræn aðalljósin hámarka útsýnið og sérhannaður búnaður þeirra kemur í veg fyrir að aðrir vegfarendur blindist af ljósinu.

SKOÐA NÁNAR

HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

Akstur á næsta stig.
RANGE ROVER SPORT-GERÐIR

RANGE ROVER SPORT-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.

*Texcel-rannsókn 2020 fyrir og í boði Panasonic.