RANGE ROVER

HELSTU ATRIÐI

FÁGUN OG MUNAÐUR

Nútímalegur Range Rover-munaður í bland við óviðjafnanlega fágun. Hátíðarstemning í hverri ferð.

FÁGAÐUR FERÐAMÁTI

Sérhver þáttur Range Rover gefur þér kost á að ferðast í lúxus, allt frá rafdrifnum hurðunum* yfir í heitsteinanudd í sætum.

FYRSTA FLOKKS ÞÆGINDI

Executive Class-aftursæti bjóða upp á fjögurra sæta þægindi með vali um fimm sæti þegar þörf er á, með stjórnsnertiskjá í aftursætum og vali á Comfort Plus-pakka.

PLÁSS FYRIR ALLA

Sjö sæta bíllinn með löngu hjólhafi býður upp á óviðjafnanlega ferðaupplifun fyrir sjö fullorðna með sætum klæddum hálf-anilínleðri með hita, USB-C tengjum og lesljósum.

MEIRA PLÁSS TIL AÐ SLAKA Á

Þú getur endurbætt auðþekkjanlegan tvískiptan afturhlera Range Rover með Tailgate Event Suite, sem inniheldur leðurpúða, hátalara og lýsingu í afturhlera.
VIRK HLJÓÐDEYFING

VIRK HLJÓÐDEYFING

Nýjasta kynslóð virkrar hljóðdeyfingar fæst gegnum hátalara í höfuðpúðum, þá fyrstu sinnar tegundar, sem skapa hljóðeinangruð svæði og veita friðsælt athvarf frá umheiminum í sameiningu við plasthúðað gler sem tryggir góða hljóðvist.
LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

Hægt er að velja 2,5 PM síu og nanoeTM X-tækni sem dregur verulega úr lykt, bakteríum og ofnæmisvöldum, þ.m.t. SARS-COV-2 veirunni, á meðan koltvísýringsstýring bætir líðan og eykur árvekni með því að vakta loftgæði í innanrýminu.
FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

Fjögurra svæða hita- og loftstýring, með aðskildum stjórntækjum fyrir ökumann, farþega í framsæti og báðum megin við aftursæti, gerir hverjum og einum kleift að stilla hitastig og styrk loftstreymis eftir eigin óskum.

NÝSTÁRLEG TÆKNI

Snurðulausir innbyggðir tengimöguleikar og þægindi í alla staði.

Pivi Pro-upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar er einstaklega einfalt í notkun. Á meðal staðalbúnaðar er: 

- Sveigður 13,1" snertiskjár úr „fljótandi gleri“ með snertisvörun
- Nýhannað viðmót
- Þráðlausar uppfærslur hugbúnaðar
- Þráðlaust Apple CarPlay®1
- Þráðlaust Android AutoTM2

Þú nýtur einnig ávinnings eftirfarandi eiginleika:

- Hröð ræsing
- Gervigreind
- Glæný hugvitssamleg leiðsögn3
- Tvívíð og þrívíð kort með sjálfvirkum uppfærslum
- Umferðarupplýsingar í rauntíma
PIVI PRO
FLJÓTANDI 13,1" SNERTISKJÁR
ÖKUMANNSSKJÁIR
AFÞREYING Í AFTURSÆTUM
CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

Með þessum aukabúnaði6 færðu óhindrað útsýni aftur fyrir bílinn. Myndavél í loftnetinu sendir mynd í rauntíma í baksýnisspegilinn og tryggir þannig óheft útsýni aftur fyrir bílinn, sama þótt farþegar séu í aftursætinu eða stórir hlutir í farangursrýminu.

MIKIL AFKÖST

Range Rover er búinn háþróuðustu aflrás okkar til þessa, með enn meiri afköstum, sparneytni og fágun.

TENGILTVINNBÍLL (PHEV)

TENGILTVINNBÍLL (PHEV)

Range Rover er í boði sem tengiltvinnbíll með auknu drægi**. 3,0 lítra 6 strokka Ingenium-bensínvélin með 105 kW mótor er fáanleg í P440e- eða P510e-útfærslum. Skoðaðu hvaða kosti hybrid-aflrásir hafa að bjóða og fáðu svör við spurningum þínum á Going Electric with Land Rover.

TÆKNILÝSING TENGILTVINNBÍLS[1]

DRÆGI Á RAFMAGNI (ALLT AÐ)

113 KM


WLTP-prófun. Gert ráð fyrir allt að 80 km drægi við raunaðstæður.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS

< 18 G/KM


Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLUTÍMI HEIMA VIÐ (FRÁ)

5 KLST.


Allt að 100% með 7 kW riðstraumshleðslutæki fyrir heimili.

HLEÐSLUTÍMI Á HLEÐSLUSTÖÐ (FRÁ)

< 60 MÍN.


Allt upp í 80 prósent hleðsla á < 60 mínútum með 50 kW jafnstraumshraðhleðslu.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-fjöðrun skilar þægilegum akstri og hámarksstjórn með því að greina hreyfingar yfirbyggingar og stýris allt að 500 sinnum á sekúndu. Kerfið bregst við aðgerðum ökumanns og yfirborði vegar með sístillingu dempara.
RAFRÆN SJÁLFVIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN

RAFRÆN SJÁLFVIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN

Rafræn sjálfvirk læsing mismunadrifs að aftan býður upp á meiri spyrnu í beygjum og meira grip í torfærum með því að stýra snuði á milli hjólanna á afturöxlinum.
HEMLATOGSTÝRING

HEMLATOGSTÝRING

Hemlatogstýring skilar yfirvegaðri stýringu í kröppustu beygjum. Rafrænt mismunadrifið og hemlakerfið viðhalda jafnvægi í dreifingu togs á milli hjólanna í beygjum.
RAFRÆN LOFTFJÖÐRUN MEÐ DYNAMIC RESPONSE PRO-VELTINGSKERFI

RAFRÆN LOFTFJÖÐRUN MEÐ DYNAMIC RESPONSE PRO-VELTINGSKERFI

Rafræn loftfjöðrun undirbýr Range Rover fyrir beygjur og skilar afslöppuðum þægindum. Dynamic Response Pro-veltingskerfi býður upp á enn betri stjórn með rafknúinni veltingsstýringu (eARC) sem fínstillir afköst á vegum.

AFGERANDI AKSTURSGETA

Range Rover býður upp á afslöppuð þægindi, yfirvegaðan akstur og öryggi á vegum og í torfærum.

STÝRING Á ÖLLUM HJÓLUM

STÝRING Á ÖLLUM HJÓLUM

Stýring á öllum hjólum er nýjung hjá Land Rover og staðalbúnaður sem gerir aksturinn enn fágaðri, tryggir stöðugleika á miklum hraða og eykur lipurð á hægum hraða. Þessi Range Rover lætur betur að stjórn en nokkur annar.

DRÁTTUR

3500 kg hámarksþyngd í drætti gerir Range Rover kleift að ráða við erfiðustu verk. Bíllinn býr yfir einstaklega fágaðri dráttargetu með rafknúnum dráttarkrók, háþróaðri dráttarhjálp, krókhjálp og stöðugleikastýringu eftirvagns.

VAÐ

Range Rover býður upp á allt að 900 mm8 vaðdýpi. Þrívíð umhverfismyndavél með vaðskynjurum notar skynjara í hliðarspeglunum til að gefa merki þegar vatnshæðin er að nálgast hámarksvaðdýpt bílsins. Stýrikerfið veitir upplýsingar í rauntíma til að auka öryggi við lítið skyggni.

VELDU ÞINN RANGE ROVER

Settu Range Rover saman eftir þínum óskum með því að velja gerð, vél og útfærslupakka.

SÉRSNIÐINN EÐA TILBÚINN TIL PÖNTUNAR

Veldu gerð, vél og útfærslupakka áður en þú sérsníður bílinn með vali á lakki, felgum og möguleikum fyrir innanrými. Að öðrum kosti geturðu valið úr fjórum bílum sem hönnunardeild Land Rover hefur sett saman, meðal annars First Edition í sólsetursgylltum lit, sem er búinn öllu því besta sem Range Rover hefur upp á að bjóða.

SKOÐA NÁNAR

RANGE ROVER-GERÐIR

RANGE ROVER-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
RANGE ROVER SV

RANGE ROVER SV

Fágaður. Glæsilegur. Einstakur.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.
AUKAHLUTIR OG AUKABÚNAÐUR

AUKAHLUTIR OG AUKABÚNAÐUR

Sérsníddu Range Rover.

* * Rafdrifnar hurðir fáanlegar frá ársbyrjun 2022 með löngu hjólhafi og um mitt ár 2022 með stöðluðu hjólhafi.
* * * Í boði frá janúar 2022.

[1]Tölurnar eru mat framleiðanda og þeim verður skipt út fyrir vottaðar tölur úr prófunum ESB um leið og þær liggja fyrir. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og aukahlutum. Tölur fengnar með fullhlaðinni rafhlöðu.

1Bíllinn býður upp á notkun Apple CarPlay®. Þjónustan sem boðið er upp á í Apple CarPlay® ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.
2Bíllinn býður upp á notkun Android AutoTM. Þjónustan sem boðið er upp á í Android AutoTM ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.android.com/intl/en_uk/auto/.
3Tengd leiðsögn krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
4Stefna um sanngjörn afnot kann að gilda. Hefðbundin 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
5Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar. Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á landrover.com/pivi-pro-terms. Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnisins. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.
6Fellur undir gildandi lög. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að ná fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndina geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.
7Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi.
8Kannið alltaf akstursleið og uppakstursleið áður en ekið er yfir vatn.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem kemur fram og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim aukabúnaði sem er valinn. Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Notkun Amazon Alexa krefst Amazon-reiknings.

Apple CarPlay® er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að gilda.
Android AutoTM er vörumerki Google LLC.
App Store er vörumerki Apple Inc.
Google Play Store er vörumerki Google LLC.
MeridianTM er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. TrifieldTM og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.