RANGE ROVER EVOQUE

HELSTU ATRIÐI

TÆKNI

Fullbúinn fyrir lífstíl 21. aldarinnar.

PIVI AND PIVI PRO

Meðal staðalbúnaðar í Pivi eru:

– 10" snertiskjár
- Stafrænt útvarp
- Nýhannað viðmót
- Apple CarPlay® 1
- Android AutoTM 2
- Remote3

Uppfærðu í Pivi Pro4 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. eiginleika á borð við leiðsögukerfi3 sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og njóttu þess að vera í netsambandi á ferðinni.
PIVI AND PIVI PRO
FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR
MERIDIAN™ SURROUND-HLJÓÐKERFI
HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

Hugbúnaðaruppfærslur6 tryggja að bíllinn sé alltaf með nýjustu hugbúnaðarútgáfuna. Hægt er að uppfæra upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins, fjarvirkni og ýmsar stjórneiningar í gegnum ytri tengingu til að tryggja hámarksafköst. Það þýðir að bíllinn verður einfaldlega betri og betri.
NETTENGINGARPAKKI

NETTENGINGARPAKKI

Nettengingarpakkinn7 býður upp á enn frekari netþjónustu með innbyggðu SIM-korti, sem veitir aðgang að ótakmarkaðri straumspilun efnis8 og veðurspám.
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

Hægt er að fá bílinn afhentan með þráðlausri hleðslu fyrir tæki og sendistyrksmagnara9 fyrir síma svo þú getir hlaðið samhæfa snjallsíma án þess að þurfa snúrur eða hleðslubúnað. Á meðan þú ert í bílnum notar síminn loftnet bílsins til að bæta tenginguna og skila skýrari símtölum.
LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

Lofthreinsikerfi fyrir farþegarými er aukabúnaður sem eykur vellíðan ökumanns og farþega. Þegar PURIFY-hnappurinn er virkjaður fangar sérhönnuð sían agnir úr andrúmsloftinu, svo sem PM 2,5 og ofnæmisvalda á borð við ryk og frjókorn.

AKSTURSGETA

Hversdagsleg akstursgeta í bland við öryggi í torfærum.

ALDRIF

ALDRIF

Öruggur akstur bæði í torfærum og á vegum. Á hálu yfirborði á borð við gras og snjó er hægt að dreifa átaki á milli fram- og afturhjóla til að hámarka grip.
HALLASTÝRING

HALLASTÝRING

Einkaleyfisvarin hallastýring Land Rover er staðalbúnaður. Hún auðveldar ökumanni að aka örugglega niður erfiðan halla. Þetta er gert með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlum sjálfstætt á hvert hjól.
GRIPSTJÓRNUN

GRIPSTJÓRNUN

Gripstjórnun tryggir akstursgetu á hálu yfirborði á borð við blautt gras, snjó og ís til að tryggja hámarksgrip þegar tekið er af stað.
BREKKUAÐSTOÐ

BREKKUAÐSTOÐ

Brekkuaðstoð Range Rover Evoque verður sjálfkrafa virk þegar tekið er af stað í halla til að tryggja að bíllinn renni ekki aftur á bak. Þessu er náð með því að beita hemlunum til að gefa þér tíma til að færa fótinn af hemlafótstiginu yfir á inngjöfina.

AFKÖST

Þessi aflrás er eitthvað fyrir þig, hvort sem þú ert að leita að kraftmikilli akstursupplifun eða meiri sparneytni.

TENGILTVINNBÍLL​

TENGILTVINNBÍLL​

Range Rover Evoque tengiltvinnbíllinn sameinar 3 strokka, 1,5 lítra bensínvél og rafmagnsmótor sem skila heildarorku upp á 309 hestöfl. Aktu annaðhvort í samhliða hybrid-stillingu eða EV-stillingu.
FREKARI UPPLÝSINGAR

TÆKNILÝSING TENGILTVINNBÍLA

DRÆGI Á RAFMAGNI (ALLT AÐ)

62 KM††



Drægi á rafmagni samkvæmt TEL WLTP-prófun.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS (FRÁ)​

32 G/KM††



Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLUTÍMI HEIMA VIÐ (FRÁ)​

132 MÍN.*



Allt að 100% með 7 kW riðstraumshleðslutæki fyrir heimili.

HLEÐSLUTÍMI Á HLEÐSLUSTÖÐ (FRÁ)​

30 MÍN.*



Allt upp í 80 prósent hleðsla á < 30 mínútum með 32 kW jafnstraumshraðhleðslu.
AFLRÁSIR

AFLRÁSIR

Úrval véla er í boði fyrir Range Rover Evoque, þar á meðal tengiltvinnbíll, sem skila afli og hreinni akstursánægju jafnt sem sparneytni og fáguðum akstri.
GÍRKASSI

GÍRKASSI

Fjölbreytt úrval gírskiptinga er í boði til að leysa afl Range Rover Evoque úr læðingi. Veldu á milli sex gíra beinskiptingar eða átta eða níu þrepa sjálfskiptingar.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Þegar Adaptive Dynamics-fjöðrunin er valin á snertiskjánum skilar Range Rover Evoque enn meiri stífni, flatari stjórn og snarpara viðbragði.
AKSTURSSTJÓRNSTILLING

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Akstursstjórnstillingin gerir ökumanni kleift að sérstilla inngjöf, gírskiptingar, stýri og fjöðrun Range Rover Evoque eftir því hvaða aksturseiginleikar eru nauðsynlegir hverju sinni.

SVEIGJANLEIKI

Hönnun og búnaður sem eru sérsniðinn að lífstíl nútímans.

5 SÆTI

5 SÆTI

591 lítri


Stöðluð blautvigt er allt að 591 lítri, og þurrvigt 472 lítrar. Á mannamáli þýðir þetta að bíllinn býður upp á gott rými fyrir fjóra farþega.

Hreyfðu sleðann til að skoða allar mögulega útfærslur á rúmtaki farangursrýmis.

Blautvigt er staðlað gildi sem mælt er með því að fylla farangursrýmið af vökva. Þurrvigt er mæld með gegnheilum kubbum (200 x 50 x 100 mm) og hún sýnir hversu mikið pláss er nýtanlegt í innanrými bílsins.

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

Hér er um að ræða nýjung hjá Land Rover og dæmi um háþróaðan búnað sem gerir Range Rover Evoque einstaklega ánægjanlegan í akstri. Þessi aukabúnaður veitir óhindrað útsýni aftur fyrir bílinn óháð farþegum í aftursætum og hlutum sem er komið fyrir í farangursrýminu.11
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS

Margskipt LED-aðalljós með einkennandi dagljósum og sjálfvirkum akstursgeisla eru hluti af fjölbreyttu úrvali tæknilausna frá okkur. Þannig er hægt að nýta stærri hluta háljósanna og auka þannig útsýnið um leið og skugga er varpað á bíla úr gagnstæðri átt til að koma í veg fyrir að ökumenn þeirra blindist.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Hægt er að velja úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara og öruggara að aka og leggja. Allur búnaður er byggður á háþróuðum tæknilausnum og hannaður með það í huga að veita þér óviðjafnanlega akstursupplifun og öryggi.
ÖRYGGI

ÖRYGGI

ISOFIX og loftpúðar auka enn frekar við öryggið. Tvær ISOFIX-festingar fyrir ungbarna-/barnabílstól eru sitt hvorum megin í aftursætunum og alhliða kerfi með sex loftpúðum, þar á meðal fyrir ökumann, farþega, hliðarloftpúðatjöld og loftpúðar fyrir efri hluta líkama, er staðalbúnaður til að verja farþega.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Settu saman Range Rover Evoque sem er fullkominn fyrir þarfir þínar og lífsstíl.

SÉRSNÍDDU ÞINN RANGE ROVER EVOQUE

Settu saman þinn fullkomna Range Rover Evoque á hönnunarsvæðinu.

SKOÐA NÁNAR

RANGE ROVER EVOQUE-GERÐIR

RANGE ROVER EVOQUE-GERÐIR

Hér er að finna alla vörulínu og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Kynntu þér smáatriðin. Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

Sérsníddu Range Rover Evoque enn frekar með flottum, sterkbyggðum og notadrjúgum aukahlutum fyrir ytra byrði og innanrými.
MYNDASAFN

MYNDASAFN

Áhersla á smáatriði í bílunum okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Range Rover Evoque lætur ljós sitt skína.

*Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.

††Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.
​ ​
1Bíllinn býður upp á notkun Apple CarPlay. Þjónustan sem boðið er upp á í Apple CarPlay ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.
2Bíllinn býður upp á notkun Android Auto. Þjónustan sem boðið er upp á í Android Auto ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.android.com/auto/.
3Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem söluaðili Land Rover tilgreinir. Sækja þarf Land Rover Remote-forritið í Apple App Store / Google Play Store.
4Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Land Rover.
5Akstursleiðsögn á framrúðunni birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.​
6Uppfærslur krefjast gagnatengingar.

7Stefna um sanngjörn afnot kann að gilda. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
8Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar. Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.landrover.com/pivi-pro-terms. Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnisins. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.
9Aðeins samhæfir snjallsímar.
10ClearSight-myndavél reiðir sig á þrívíða umhverfismyndavél. Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.
11Búnaður fellur undir gildandi lög. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að ná fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndina geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Notkun Amazon Alexa krefst Amazon-reiknings.

Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að gilda.

Android Auto er vörumerki Google LLC.

Meridian er skrásett vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.