Land Rover dagurinn

Af virðingu vegna fráfalls Elísabetar II og fyrirhugaðri útför hennar aflýsum við ferð um Þúsundvatnaleið sem átti að fara um næstu helgi, laugardaginn 17. september. Þetta er gert að ósk framleiðandans sem hefur aflýst viðburðum af þessu tagi á öllum sínum markaðssvæðum.Okkur þykir leitt að aflýsa ferðinni með svo stuttum fyrirvara og erum þegar farin að skipuleggja aðra slíka. Við viljum biðja þig að hjálpa okkur að gera hana sem best úr garði og í samræmi við óskir Land Rover eigenda með því að smella á meðfylgjandi hlekk og svara nokkrum spurningum.